Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 48
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LIFRARBÓLGUSMIT LÆKNIS frá Svíþjóð og notaði tímann til að ríða út á morgnana og sinna konunni og nýfædda baminu og skutla eldri börnunum mínum í skólann og tómstundir. Ég vonaði sannarlega að niðurstöður rannsóknanna myndu staðfesta að veiran væri fyrir kraftaverk horfin úr blóðinu og ég gæti tekið upp þráðinn að nýju. Það gerðist auðvitað ekki og ég stóð því frammi fyrir sex mánaða lyfjameðferð, auk þess að þurfa að sprauta mig vikulega með interferon alfa í 24 vikur. Þetta lyf er notað mikið við krabbameinslyfjameðferð og er ætlað að styrkja ónæmiskerfið meðan á hinni eiginlegu lyfjameðferð stendur. Læknirinn útskýrði fyrir mér að það væri einstaklingsbundið hversu vel fólk þyldi þessa meðferð en það væri ekki mikil reynsla af lyfjameðferð hraustra sjúklinga, það er að segja einstaklings sem ekki væri veiklaður fyrir af langvarandi eiturlyfjafíkn. Ég hóf svo lyfjameðferðina í byrjun júní í fyrra." „Ég fékk sem sagt ekki að njóta vafans á grundvelli starfsferils míns, heldur var gefið í skyn að ég hefði alveg eins getað smitast utan vinnu og þá við einhverja misjafna iðju." Fangi í eigin líkama Hann lýsir því sem þá tók við ósköp einfaldlega sem „skítameðferð". „Þetta var hreinlega ömurlegt. Ég gerði mér í upphafi enga grein fyrir því hversu mikil áhrif lyfin myndu hafa á mig líkamlega og hafði hugsað mér að ég gæti byrjað að vinna eftir nokkrar vikur í meðferðinni þegar veiran væri horfin úr blóðinu, þó ég héldi áfram að taka lyfin næstu mánuðina. Ég sá fyrir mér að ég þyrfti að taka frí á föstudögum eftir interferon-sprautuna og þannig gæti ég unnið fjóra daga í viku. Fyrstu vikuna var ég svo veikur og slappur að ég stóð varla í lappirnar. Lyfjunum fylgdu miklir vöðvaverkir, niðurgangur og máttleysi og eftir fyrstu þrjár vikumar var ég hættur að telja vikurnar þangað til þessu yrði lokið. Ég taldi dagana. Ég gat ekkert gert. í fyrsta sinn á ævinni upplifði ég að vera fangi í eigin líkama og ef eitthvað var jákvætt við þetta helvíti, þá fékk ég af þessu persónulegt sjónarhorn á hlutskipti langveikra sjúklinga. Meðferðin fór mjög illa í mig. Ég var alltaf að vona þetta myndi skána þegar liði á tímann en það gerðist ekki. Ég léttist um 15 kíló og líkamlega leið mér alltaf illa. Ég gat ekki farið á hestbak vegna máttleysis og brenglaðs jafnvægis og ekki gert neitt af því sem ég hafði hugsað mér að gera með bömunum. Ég varð því að setja mér alveg ný og þrengri takmörk svo ég yrði ekki vitlaus. Niðurstaðan varð sú að ég ákvað að lesa skáldsögur sem ég hafði aldrei haft tíma til að lesa áður, fara í göngutúra og skutla krökkunum. Annað gat ég ekki gert. Ég varð líka að hugsa það til enda að kannski gæti ég aldrei farið að vinna aftur og kannski fæmm við hreinlega á hausinn, en það var ekkert við því að gera. Ég gat ekkert gert. Ég lærði að taka það rólega, fara mér hægt að öllu og það var alveg nýtt fyrir mér. Ég ákvað að taka ekki verkjalyf þar sem mér fannst það varasamt en svefninn fór alveg úr skorðum og var á köflum mjög lítill og er fyrst núna að komast í lag aftur." Og skilar reynsla af þessu tagi manni ein- hverju? Er hægt að draga einhvern jákvæðan lærdóm af því að vera veikur og máttlaus í sex mánuði samfleytt? „Nei, ég get ekki sagt það. Og þó. Það rann upp fyrir mér að ég hafði kannski alltaf verið með ranga forgangsröð á hlutunum í lífi mínu. Ég hef alltaf sett vinnuna í fyrsta sæti en þegar maður lendir í svona krísu er enginn sem þakkar manni fyrir vinnuframlagið. Fjölskyldan er það fólk sem vill sjá mann heilan aftur og eftir þessa reynslu er ég minna tilbúinn til að fóma mér jafn skilyrðislaust fyrir starfið og áður." Hann segir að það hafi komið sér á óvart hversu ópersónulega yfirstjóm Landspítala hafi brugðist við veikindum hans. „Það virtist bara vera lagt kalt mat á hversu mikla fjármuni veikindi mín gætu kostað spítal- ann, en að ég persónulega þyrfti á stuðningi og hvatningu að halda var yfirstjórn spítalans greini- lega algerlega óviðkomandi. Mér var ekki sýndur neinn áhugi eða vottur af viðurkenningu, heldur bara sendur heim með þau skilaboð að halda mig heima þar til ég væri orðinn heilbrigður. Á hinn bóginn sýndu yfirlæknirinn á deildinni minni og sviðstjóri skurðsviðsins mér samúð og persónulegan áhuga og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta mér lífið, sem reyndar er 252 LÆKNAblaðií 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.