Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 60
UMRÆÐUR O G FRETTIR BERKLAVARNIR Berklavarnir eru mjög mikilvægar Á alþjóðadegi berkla þann 24. mars var vakin athygli á útbreiðslu berkla meðal barna innan Evrópusambandsins í nýrri skýrslu um útbreiðslu berkla í Evrópu (Tuberculosis surveillance in Europe 2009) sem er gefin út sameiginlega af ECDC (European Centre for Disease Prevention and Control) og svæðisskrifstofu WHO í Evrópu, kemur fram að ástæða er til að hafa áhyggjur af útbreiðslu fjölónæmra berklabaktería og viðvarandi nýsmits meðal barna. ECDC og Evrópuskrifstofa WHO vinna saman að áætlun til að hefta útbreiðslu fjölónæmra berkla og sérstök áhersla verður lögð á meðhöndlun berkla meðal bama. Það vekur athygli að samhliða því að heildar- tala nýsmitaðra af berklum fer lækkandi, hefur berklasmit meðal barna aukist nokkuð og því er sérlega mikilvægt að mati ECDC og WHO að beina áherslunni að börnunum ef takast á að útrýma berklum í Evrópu. Um 40.000 tilfelli um berkla í börnum hafa verið tilkynnt í Evrópusambandslöndum undan- farinn áratug. Á árinu 2009 voru tilkynningarnar 3300 en á Evrópusvæði WHO var meðaltal smit- tilkynninga 36,8/100.000 íbúa árið 2009. Allt að áttfaldur munur er hins vegar á milli þeirra landa þar sem smit er hæst og þar sem það er lægst, eða 73 tilfelli annars vegar og 9,2 tilfelli á 100.000 íbúa hins vegar. „Á árinu 2010 hafa óvenju margir greinst með berkla hér á landi miðað við undanfarin ár, eða 21 sjúklingur," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir í 6. tbl. 5. árg. Farsóttafrétta 2010. „Af þeim sem greindust með berkla voru 16 (71%) af erlendu bergi brotnir. Ekki hefur orðið vart fjölónæmra berkla á árinu. Um miðjan 9. áratug síðustu aldar greindust nánast engin börn á skólaaldri með berklasmit. í kjölfar þessarar niðurstöðu var almennum berklahúðprófum í skólum hætt. Berklapróf eru þó eftir sem áður mikilvægt tæki til að finna berklasmit hjá þeim sem lifa í nánum samvistum við berklasjúklinga," segir Haraldur. „Á undanfömum áratugum hefur hlutur inn- flytjenda til landsins meðal berklaveikra farið vaxandi. Nú sem fyrr eru Asíubúar hlutfallslega Hávar flestir meðal berklaveikra, en tíðni jákvæðra Sigurjónsson berklaprófa meðal íbúa frá Afríku, Asíu og Aust- Haraldur Briem Þorsteinn Blöndal sóttvarnalæknir. lungnalæknir. ur-Evrópu er einnig há. Það er ljóst að ekki næst til allra innflytjenda í læknisskoðun við komu til landsins. Því er afar brýnt að heilsugæslustöðvar hafi í huga berkla þegar fólk sækir læknisþjónustu vegna einkenna sem bent gætu til berkla," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Á árinu 2009 var tilkynnt um 9,4 milljónir berklatilfella í heiminum öllum. Nýgengi berkla á heimsvísu eru 137 tilfelli á 100.000 manns. Hér á íslandi hefur nýgengið hins vegar verið 4/100.000 íbúa," segir Þorsteinn Blöndal lungnalæknir sem sinnt hefur eftirliti með berklasmiti innflytjenda til landsins. „Á síðasta ári greindust alls 22 með berkla, einn greindist í viðbót í lok ársins, 73% þeirra voru útlendingar en 27% innfæddir íslendingar, sem er talsvert hátt hlutfall þó hafa verði í huga að óvenjumörg tilfelli greindust á síðasta ári, árið 2009 vom tilfellin aðeins níu talsins. Berklavarnir snúast fyrst og síðast um að greina smitbera snemma og meðhöndla fljótt, því berklar eru fullkomlega læknanlegur sjúkdómur ef hann er ekki mjög langt genginn. Þó eru um 1300 þúsund dauðsföll á ári í heiminum af völdum berkla og það verður að skrifast á stjórnvöld sem leggja ekki nægilega fjármuni í berklavarnir," segir Þorsteinn. Talið er að um 25-30% af fólki séu sýkt af berklabakteríunni en aðeins 10% af þeim taka sjúkdóminn að sögn Þorsteins. „Þegar flæði af fólki um heiminn er mjög mikið má reikna með því að fjórðungur þeirra sem koma til landsins hafi tekið bakteríuna, þó þeir séu ekki veikir af berklum. Það er engu að síður mjög mikilvægt að greina alla sem bera í sér bakteríuna til að koma í veg fyrir að nokkur þeirra geti orðið veikur og smitað aðra. Um það snúast berklavarnirnar." 264 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.