Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 30

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 30
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla II. Afdrif 27 sjúklinga sem fengu sértæka greiningu á bráðamóttöku, innan við ári frá því þeir útskrifuðust með greininguna óútskýrðir kviðverkir. Einnig er sýndur tími frá upphaflegri komu á bráðamóttöku og þar til sértæk greining fékkst, en slík greining fékkst ekki alltaf í fyrstu endurkomu. Loks eru sýnd afdrif sjúktinganna. Lokagreining Fjöldi Tími milli greininga Meðferð Gallsteinar 8 5 dagar - 9 mánuðir gallblöðrutaka Botnlangabólga* 5 10 dagar - 6 mánuðir botnlangataka Krabbamein Briskrabbamein** 1 3 mánuðir lyfjameðferð Nýrnakrabbamein 1 7 mánuðir nýrnabrottnám Brisbólga 2 1 dagar stuðningsmeðferð 5 vikur stuðningsmeðferð Magasár 2 4 dagar lyfjameðferð 3 vikur lyfjameðferð Garnaflækja 1 3 vikur samvaxtalosun Þungun 1 2 vikur fóstureyðing Crohns sjúkdómur i smágirni 1 2 mánuðir lyfjameðferð Grindarholsbólga konu (PID)*** 1 4 dagar kviðsjáraðgerð Ósæöargúlpur 1 4 mánuðir eftirlit Hvekksbólga (prostatitis) 1 1 dagur sýklalyfjameðferð Lungnabólga 1 3 vikur sýklalyfjameðferð Sykursýki (ketoacidosis) 1 30 dagar lyfjameðferð ‘Öll tilfelli staðfest með vefjagreiningu. "Lóst sjö mánuðum eftir fyrstu komu. ‘"Pelvic inflammatory disease. í töflu II sjást afdrif þeirra 27 sjúklinga sem fengu sértæka greiningu við síðari komu. Að meðaltali liðu 55±76 dagar (bil 0-271 dagar) frá útskrift uns sértæk greining fékkst, þar af fengu 74% þeirra greininguna innan mánaðar. Hjá fimm sjúklingum fékkst ekki sértæk greining fyrr en í annarri til fjórðu komu, þar af voru tveir með gallsteina og tveir með botnlangabólgu. Allir þessir fimm sjúklingar fóru í skurðaðgerð, en alls fóru 17 af 27 sjúklingum (63%) í skurðaðgerð við endurkomu. Hjá átta sjúklingum var hafin önnur meðferð en hjá tveimur var meðferð ekki breytt þrátt fyrir nákvæmari greiningu. A tímabilinu lést einn sjúklingur af 112, nánar tiltekið úr bris- krabbameini, og dánarhlutfall því 0,9%. Umræða Þessi rannsókn sýnir að 2,3% þeirra rúmlega 62.000 sjúklinga sem leituðu á bráðamóttökur Landspítala fengu greininguna óútskýrðir kvið- verkir. Þetta er sambærilegt við aðrar rannsóknir þar sem þetta hlutfall er yfirleitt á bilinu 1-3,2% sjúklinga sem leita á bráðamóttökur.2-3-8 Aðeins á Landspítala er um að ræða rúmlega 1400 sjúklinga með óútskýrða kviðverki árlega. Þar við bætist að talsverður fjöldi þessara sjúklinga, eða í kringum 8%, leitar aftur á spítalann innan 12 mánaða vegna sömu kvartana, margir oftar en einu sinni. Því er ljóst að óútskýrðir kviðverkir eru töluvert heil- brigðisvandamál hér á landi. Karlar fengu marktækt oftar sértæka grein- ingu við endurkomu. I því sambandi verður að hafa í huga að ekki voru teknar með komur á bráðamóttöku kvenna- eða barnadeildar, sem aftur hefur áhrif á kynja- og aldursdreifingu hóp- anna. Óútskýrðir kviðverkir eru greining með lágt næmi og sértæki, sem fyrst og fremst er notuð þegar aðrar greiningar hafa verið útilokaðar.7 Áður en sjúklingarnir eru sendir heim af bráða- móttöku er brýnt að ganga úr skugga um að ekki sé þörf á innlögn eða skurðaðgerð.3- 5- 9 Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þess að hafa góða verkferla við uppvinnslu þessara sjúklinga. Er þá meðal annars stuðst við lista yfir mismunagreiningar og blóð- og myndrannsóknir pantaðar samkvæmt ákveðnu kerfi. Sýnt hefur verið að með verkferlum sem þessum má spara bæði tíma og fé, auk þess sem greining verður markvissari.8 Á Landspítala voru verkferlar teknir í notkun þegar árið 2004, en mikilvægt er að þeir séu notaðir rétt og endurskoðaðir reglulega, bæði til að tryggja öryggi sjúklinga og rétta notkun greiningarrannsókna. Sjúklingar í þessari rannsókn voru flestir rannsakaðir við fyrstu komu annaðhvort með blóð- eða myndrannsóknum, eða 83,9% hópsins. Þó hafði tæpur þriðjungur (27,7%) sjúklinga eingöngu gengist undir blóðrannsókn og 14,3% voru hvorki rannsakaðir með blóð- eða myndrannsóknum. I öðrum rannsóknum hefur verið bent á hversu ófullkomnar blóðrannsóknir eru til að fá fram sértæka sjúkdómsgreiningu hjá sjúklingum með kviðverki og til að ákveða hvort hægt sé að útskrifa þá.1-10 Þetta á til dæmis við um mælingar á CRP en einnig amýlasa11-12 sem voru mældir hjá 75,9% og 57,1% sjúklinga í okkar rannsókn. Alls gengust 56,1% sjúklinga undir myndrannsóknir, oftast ómskoðun eða tölvusneiðmyndatöku. Fjöldi myndrannsókna er svipaður og í sambærilegri bandarískri rannsókn, enda þótt þar hafi hlutfall tölvusneiðmynda verið hærra.13 Tölvusneiðmyndir eru öflugt greiningar- tæki fyrir sjúklinga með bráða kviðverki og telja sumir að nota ætti rannsóknina oftar hjá þess- um hópi sjúklinga.14"16 Hefðbundið kviðarholsyfir- lit er hins vegar talin mun síðri rannsókn og á aðallega við þegar grunur er um gamastíflu eða frítt loft og ef aðrar sérstakar ábendingar liggja fyrir.17 Marktækt færri sjúklingar sem höfðu verið til athugunar í 12 klukkustundir eða lengur við fyrstu komu, fengu sértæka greiningu við 234 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.