Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2011, Qupperneq 4

Læknablaðið - 15.05.2011, Qupperneq 4
5. TBL. 97. ARG. MAI 2011 287 Halldór Jónsson Staöa heimilislækninga á íslandi í dag Greiður aðgangur að heimilislækni, þekking á sjúklingi og fjölskyldu hans ásamt trausti og samfellu í meðferð er það mikilvægasta í þjónustu heilsugæslunnar og skiptir höfuðmáli. Slíkt verklag sparar mikla fjármuni. 289 Rafn Benediktsson Meöhöndlun sykursýki af tegund 1 hjá fullorðnum - er búiö að leysa málið? Þjóðfélagið hlýtur að krefjast þess að hægt sé að veita þá þjónustu sem þarf til að ná æskilegum árangri við meðhöndlun sykursýki og að dælumeðferð sé raunverulegt val fyrir þá sem sannanlega þurfa hana. FRÆÐIGREINAR 291 Katrín Ólöf Böðvarsdóttir, Arna Guðmundsdóttir, Thor Aspelund Meðferð sykursýki af tegund 1 með insúlíndælu hjá fullorðnum á íslandi Meðferð með insúlíndælum hefur verið að breiðast hratt út á undanförnum árum í nágrannalöndum okkar sem og í Bandaríkjunum, ekki síst meðal barna og unglinga. Krafa samfélagsins í dag er sú að íslenskt heilbrigðiskerfi bjóði upp á bestu mögulegu meðferð gegn sjúkdómum og er sykursýki þar engin undantekning. Þar sem sýnt hafði verið fram á góðan árangur í meðferð á sykursýki með insúiíndæluerlendis var ákveðið að bjóða þessa meðferð hér á landi. Mikilvægt er að íslenskir læknar öðlist reynslu af meðferðinni og geti viðhaldið þekkingu sinni á henni. 297 Margrét Jóna Einarsdóttir, Bergþór Björnsson, Guðjón Birgisson, Vilhelmína Haraldsdóttir, Margrét Oddsdóttir t Valmiltistökur á Landspítala 1993-2004. Árangur og langtímaeftirfylgd Á rannsóknartímabilinu voru framkvæmdar 67 valmiltistökur. Karlar voru 35 talsins og konur 32. Meðalaldur sjúklinga var 50 ár. Eftirfylgd í rannsókninni var að meðaltali 60 mánuðir þegar miðað er við niðurstöður blóðrannsókna. Nokkrar sveiflur voru í fjölda aðgerða á þessu 12 ára tímabili. Flestar aðgerðir voru árið 1999, eða 12 alls, en einungis ein valmiltistaka var gerð árið 1996. Tíðni fylgikvilla er há. Vinnureglur um undirbúning, bólusetningar, eftirfylgd og fræðslu sjúklinga gætu fækkað fylgikvillum og bætt útkomu. 303 Ásgeir Alexandersson, Steinn Jónsson, Helgi J. ísaksson, Tómas Guðbjartsson Árangur fleyg- og geiraskurða við lungnakrabbameini á íslandi Tíðni fylgikvilla eftir fleyg- og geiraskurði er lág á Islandi og virðist svipuð og eftir blaðnám. Lífshorfur eru einnig sambærilegar og eftir blaðnám en marktækt fleiri sjúklingar greindust með sjúkdóm á stigi I eftir fleyg- eða geiraskurð. Lág tíðni fylgikvilla eftir fleyg- og geiraskurði kom á óvart þar sem fleiri sjúklingar höfðu undirliggjandi hjarta- eða lungnasjúkdóma. Ljóst er að bæta þarf stigun þessara sjúklinga með sýnatöku úr eitlum. 311 Örn Bjarnason Jón Pétursson læknir og ritverk hans II Jón Pétursson (1733-1801) sigldi til Kaupmannahafnar árið 1765 til að læra læknisfræði. Fjórum árum síðar, 1769, gaf hann út kver um skyrbjúg á íslandi. Á árunum 1770-71 var Jón herlæknir í danska flotanum á Miðjarðarhafi. Heim kominn gegndi Jón stöðu aðstoðarmanns landlæknis í Nesi og fékk síðan stöðu skurðlæknis á Norðuriandi 1775. Jón skrifaði tvær bækur um læknisfræði, Stuttágrip um iktsýki edur lidaveiki (1782) og Lækningabók fyrir almúga (1834). etutt 9íarii>), 3óns (J11 urofonar U X tl 11 Itl q a - lí 0 U ^itxmifci T'mu lik »un cr ®tmailo6, ror6 llnrlluin (iinum tn|uu6«m; ttwt i tm IMÍ frinu |v« pn6r bu)6tuð og latnu6 , 3 vS&vIii&W' FMCMTOHIUtW' 1 ^ viitt ín Inlm. rrml >b ndrribut hmMr; 3— ^tmub <B <,««l««l «l<li<6<l, tf«em«»#> 3«»« ÖT«|, .n, 284 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.