Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2011, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.05.2011, Qupperneq 12
RANNSÓKN Venjulegur máltíðaskammtur Tvískiptur skammtur Langtímaskammtur Grunnskammtur s Tími Mynd 2. Venjulegur máltíöaskammtur sem gefinn er allur í einu eins og gert er með insúlínpennum. Mynd 3. Tvískiptur skammtur er gefinn þtmnig að ákveðinn hluti insúlínskammtsins er gefinn strax og afgangurintt svo gefinn á tímabili sem stillt er eftir því hvað hentar hverju sinni, alltfrá 30 mínútum upp í átta klukkustundir. Þessi aðferð reynist vel þegar máltíðin samanstendur til dæmis af pizzu þar sem blóðsykurittn rýkur upp eftir máltíðina en er jafnframt lengi að ná eðlilegu gildi aftur. Mynd 4. Langtímaskammtur er allurgefinn á tímabili sem getur verið frá 30 mínútum upp t átta klukkustundir. og í Bandaríkjunum, ekki síst meðal barna og unglinga. Krafa samfélagsins í dag er sú að íslenskt heilbrigðiskerfi eigi að bjóða upp á bestu mögulegu meðferð gegn sjúkdómum og er sykursýki þar engin undantekning. Þar sem sýnt hafði verið fram á góðan árangur í meðferð á sykursýki með insúlíndælu3’5 var ákveðið að bjóða uppá þessa meðferð hér á landi. Það er mikilvægt að íslenskir læknar öðlist reynslu og hafi möguleika á að viðhalda þeirri þekkingu sem þeir hafa fengið erlendis á þessari tegund meðferðar og séu færir um að meðhöndla einstaklinga með dælu. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að straumur ferðamanna til íslands er stöðugt að aukast og hingað koma meðal annars ferðamenn með insúlíndælu. Það hefur verið sýnt fram á að þessi tegund meðferðar er hagkvæm í samanburði við önnur meðferðarform10' 11 og á sparnaðartímum hefur það mikið að segja við val á meðferð. Meðferð með insúlíndælu hófst hér á landi í janúar 2004 og voru alls 103 einstaklingar komnir með dælu í janúar 2008. Þar af var 71 eldri en 18 ára, eða 70% dælunotenda, og 32 einstaklingar 18 ára eða yngri. Þetta er tæplega þriðjungur barna með sykursýki af tegund 1 á íslandi og um 10-14% af fullorðnum. í janúar 2010 voru 197 einstaklingar með insúlíndælu hér á landi en veruleg aukning varð á notkun þessa meðferðarforms á árunum 2007-2009, einkum á barnadeild. Þær ábendingar og frábendingar sem stuðst hefur verið við hér á landi við uppsetningu insúlíndæla má sjá í töflu I. Efniviður og aðferðir I rannsóknarhópinn völdust allir 18 ára og eldri með sykursýki af tegund 1 sem fengið hafa insúlíndælu á Islandi og hafa verið með Tafla I. Ábendirtgar og frábertdingar fyrir uppsetningu insúlíndælu. Ábendingar fyrir uppsetningu dælu Frábendingar fyrir uppsetningu dælu 1. Ófullnægjandi stjórn þrátt fyrir góðan ásetning og tilraunir til úrbóta 1. Áhugaleysi 2. Erfið stjórnun blóðsykurs að næturlagi 2. Geðræn eða félagsleg vandamál 3. Óreglulegt hreyfimynstur - til dæmis strangar íþróttaæfingar/ keppni 3. Léleg meðferðarheldni 4. Óreglulegur vinnutími, til dæmis vaktavinna 5. Þungun dæluna í sex mánuði eða lengur. Tímabil rannsóknar var fjögur ár, frá ársbyrjun 2004 til loka árs 2007. Fyrsta árið, 2004, fengu átta fullorðnir einstaklingar dælu, 2005 12, 2006 13 og 2007 alls 12. Þátttakendur í rannsókninni voru 45 manns á aldrinum 19-74 ára, 25 konur og 20 karlar. Fimm voru útilokaðir í tölfræðiúrvinnslunni, þar af voru fjórir sem ekki höfðu mætt í reglubundið eftirlit og ein kona sem var þunguð meðan á rannsóknartímabili stóð. Listar yfir dælunotendur voru fengnir frá Landspítala og fyrirtækinu Inter medica, sem flytur inn og þjónustar dælur af gerðinni MiniMed Paradigm sem hafa verið í notkun hér á landi. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám á göngudeild sykursjúkra á Landspítala. Skráðar voru upplýsingar um HbAlc gildi, insúlínnotkun á sólarhring og líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index, BMI) fyrir uppsetningu dælunnar og sex, 12 og 24 mánuðum eftir uppsetningu dælunnar. Einnig var skráður aldur við greiningu sykursýkinnar, hve lengi viðkomandi hafði haft sykursýki, kyn og upplýsingar um fylgikvilla sykursýkinnar. Skráðir voru fylgikvillar dælumeðferðar. Fylgikvillum dælu var skipt niður í þrjá flokka: alvarlega ketónsýringu, alvarlegt sykurfall og sýkingu á stungustað. Voru ketónsýring og sykurföll metin eftir því hvort viðkomandi þurfti læknisaðstoð við leiðréttingu ástandsins, og sýkingamar eftir því hvort viðkomandi þurfti sýklalyfjameðferð. Einnig var skráð hvort konur sem fengið höfðu dælur hefðu gengið með barn eftir uppsetningu hennar. Tölfræðileg úrvinnsla: Línuleg líkön fyrir endurteknar mælingar (linear mixed effects models) voru notuð í tölfræðigreiningu til að meta upphafsstöðu og leitni í mæligildum yfir tíma. Leiðrétt var fyrir kyni, tíma frá greiningu sykursýki og aldri við greiningu. Slembiþáttur (random effect) var notaður til að gera grein fyrir einstaklingsbundinni upphafsstöðu og leitni í mælingum. Forritið R, útgáfa 2.7.1 (www.r-project.org), var notað til útreikninga. Oll tilskilin leyfi voru fengin frá Persónuvernd, iækningaforstjóra og siðanefnd Landspítala. Rannsóknarsniðið var afturskyggn hóp- rannsókn. Niðurstöður Tími frá greiningu sykursýkinnar þar til dælumeðferð hófst hjá þeim 40 einstaklingum sem tilheyra rannsóknarhópnum var 20 ár (miðgildi), millifjórðungsbil (interquartile range) var 11-25. Aldur við greiningu sykursýkinnar var 12 ár (miðgildi), millifjórðungsbil var 8-16 og meðalaldur rannsóknarhópsins 35,1 ár (staðalfrávik 11,1 ár). Dælumeðferðin á íslandi hófst árið 2004 þannig að 292 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.