Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2011, Side 17

Læknablaðið - 15.05.2011, Side 17
RANNSÓKN Valmiltistökur á Landspítala 1993-2004 Arangur og langtímaeftirfylgd Margrét Jóna Einarsdóttir kandídat1, Bergþór Björnsson læknir2, Guöjón Birgisson læknir2, Vilhelmína Haraldsdóttir læknir3, Margrét Oddsdóttir læknir21 Lést a janúar 2009. ÁGRIP Tilgangur: Meta árangur valmiltistöku í meðferð blóðsjúkdóma. Meta tíðni fylgikvilla og kanna hvernig fræðslu og bólusetningum er háttað. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár þeirra 67 sjúklinga sem gengust undir valmiltistöku á árunum 1993-2004. Spurningalistar voru sendir til 96% (44/46) núlifandi sjúklinga, tveir fengu ekki spurningalista vegna búsetu erlendis. Niðurstöður: Meðalaldur við aðgerð var 50 (8-83) ár. Karlar voru 35 og konur 32. Svörun spurningalista var 80%. Flestir sjúklinganna (31) voru með sjálfvakta blóðflögufæð (idiopathic thrombocytopenic purpura). Sextíu prósent þeirra fengu fullan bata og 23% nokkurn bata. Fimm sjúklingar voru með hnattrauðkornablóðleysi (spherocytosis) og skilaði miltistaka fullum árangri hjá þeim öllum. Þrír sjúklingar voru með sjálfnæmisblóðleysi (autoimmune hemolytic anemia) en enginn þeirra hlaut bata. Bólusett var gegn pneumókokkum í 92% tilvika. Endurbólusetning fór fram hjá 44%. Einungis 41 % töldu sig hafa fengið góða fræðslu um fylgikvilla miltisleysis. Alvarlegir bráðir fylgikvillar komu fram hjá 16% (10/64) sjúklinga. Einn sjúklingur með útbreitt krabbamein og blóðflögufæð lést innan 30 daga eftir aðgerð. Fimm sjúkiingar fengu síðkomna fylgikvilla. Tveir fengu pneumókokkasýklasótt, annar var ekki bólusettur og hinn hafði ekki fengið endurbólusetningu á tilskildum tima. Ályktun: Miltistaka skilar góðum langtímaárangri hjá sjúklingum með blóðdílasótt og hnattrauðkornakvilla. Tíðni fylgikvilla er há. Vinnureglur um undirbúning, bólusetningar, eftirfylgd og fræðslu sjúklinga gætu fækkað fylgikvillum og bætt útkomu. ’Landspítala, Háskóla islands, 2skurðlækningadeild, 3blóðlækningadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Guðjón Birgisson gud]onbi@landspitali.is Barst: 20. október 2010, - samþykkt tii birtingar: 2. mars 2011 Höfundar tiltaka hvorki styrki né hagsmunatengsl. Inngangur Miltistaka hefur lengi verið viðurkertnd meðferð við ýmsum blóðsjúkdómum.1 Á seinni árum hefur miltistaka verið rannsökuð sem meðferðarúrræði, bæði við góðkynja og illkynja blóðsjúkdómum. Rannsóknir sýna misgóðan árangur af miltistöku eftir því hvaða blóðsjúkdóm er verið að meðhöndla. Bestur árangur hefur náðst í meðferð hnattrauðkornablóðleysis (spherocytosis) þar sem miltistaka skilar fullum árangri hjá nær öllum.2'3 Árangur miltistöku í meðferð sjálfvakinnar blóðflögu- fæðar (idiopathic thrombocytopenic purpura) hefur reynst lakari en tveir þriðju sjúklinga fá fullan bata eftir miltistöku.2"4 Lengi vel var talið að hætta á sýklasótt eftir miltistöku (postsplenectomy sepsis) væri eingöngu barnasjúkdómur.5 Síðar var sýnt fram á að hættan er einnig til staðar hjá fullorðnum og hún varir ævilangt.6-7 Áætlaðar líkur á því að sá sem er miltislaus fái lífshættulega sýklasótt (overwhelming postsplenectomy infection) einhvem tíma á ævinni eru nærri 5%. Dánartíðni þeirra sem fá slíka sýkingu er mjög há, allt að 50%.6,8'9 Hjúpbakteríur á borð við pneumókokka (Streptococcus pneumoniae), meningókokka (Neisseria meningitidis) og Haemophilus influenzae eru sérstaklega hættulegar fyrir þá sem hafa ekki milta.6 Einnig hefur verið lýst aukinni hættu á blóðsýkingu af völdum annarra baktería, svo sem Escherichia Coli og streptókokka af tegund B.8 í Bretlandi hafa verið gefnar út leiðbeiningar um ónæmisaðgerðir eftir miltistöku til að verja einstaklinga gegn lífshættulegum blóðsýkingum.10 Þar er mikilvægi bólusetninga og fræðslu fyrir miltislausa gerð góð skil. Mælt er með pneumókokkabólusetningu fyrir miltistöku og síðan á fimm ára fresti eftir það. Að auki er mælt með bólusetningu gegn Haemophilus influenza týpu B og gegn meningókokkum týpu C tveimur vikum fyrir eða tveim- ur vikum eftir miltistöku. I leiðbeiningunum er einnig ráðlögð árleg inflúensubólusetning og mælt með því að miltislausir fari til læknis um leið og sýkingareinkenni gera vart við sig. Það er mismunandi eftir löndum hvort ráðlögð er fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð fyrir fullorðna miltislausa einstaklinga.10'11 Þó að leið- beiningar liggi fyrir má ætla að þeim sé ekki fylgt nógu vel eftir. Erlendar rannsóknir sýna að einungis þriðjungur miltislausra sjúklinga hefur góða vitneskju um hugsanlegar afleiðingar miltisleysis og tveir þriðju sjúklinga fái bólusetningu gegn pneumókokkum.1214 í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar var farið að taka miltu með kviðsjártækni.2 Rannsóknir benda til að kviðsjáraðgerðir skili jafngóðum árangri við meðferð blóðsjúkdóma og opnar aðgerðir.2'3'15 Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur valmiltistöku á íslandi við meðferð blóðsjúkdóma og meta tíðni langtímafylgikvilla hjá þessum sjúklingahópi. Ekki var ætlunin að skoða bráða fylgikvilla sérstaklega. Skoða átti hvernig fræðslu og bólusetningum miltis- lausra væri háttað hér á landi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var að mestu leyti afturskyggn en einnig fengu sjúklingar sem voru á lífi spurningalista í pósti LÆKNAblaðið 2011/97 297

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.