Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Síða 40

Læknablaðið - 15.05.2011, Síða 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR Frummælendur og þátttakendur í pallborðsumræðum að loknum erindum á málþinginu um stunguslys. Ef það er ekki skráð, þá gerðist það ekki! ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Árlegt þing skurðlækna, svæfingalækna og fæðinga- og kvensjúkdómalækna dagana 1. og 2. apríl hófst með fjölsóttu málþingi um stunguslys og var öllum ljóst að tilefnið var að skurðlæknir á Landspítala sýktist af lifrarbólgu C í árslok 2009 og var frá vinnu í sjö mánuði meðan hann gekkst undir meðferð við sjúkdómnum. Það var greinilegt að efnið er læknum hugleikið enda málið alvarlegt. Fundarstjórar voru Tómas Guðbjartsson og Kári Hreinsson. Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir Landspítala fór yfir tíðni stunguslysa og helstu orsakir blóðsmits og sagði að á heimsvísu væri áætlað að af um 35 milljónum heilbrigðisstarfsmanna smituðust árlega um 16.000 starfsmenn af lifrarbólgu C, 66.000 af lifrarbólgu B og um 1000 af HIV. í Bandaríkjunum einum er tilkynnt um 600-800.000 stunguóhöpp árlega. Á Landspítala var tilkynnt um 245 stunguóhöpp eða líkamsvessasmit árið 2010 en flest urðu þau 266 árið 2008. Af þessum óhöppum hentu 39% hjúkrunarfræðinga og ljósmæður en 18% lækna. Allar starfsstéttir spítalans hafa tilkynnt stunguóhöpp þó í minna mæli sé. Aðeins eitt staðfest smit hefur orðið vegna þessara óhappa. í ljósi umræðunnar um smit skurðlæknisins sagði Ólafur að skráning óhapps væri lykilatriði. „Ef það er ekki skráð, þá gerðist það ekki!" Um tildrög stunguóhappa sagði Ólafur að þau væru fjölbreytileg og sum væru hreinlega algerlega óásættanleg. Nefndi hann að starfsmenn væru að stinga sig á óhreinum nálum við að koma nálum fyrir í fullu nálaboxi, starfsmenn þvottahúss hefðu stungið sig á nálum í óhreinum fatnaði og nú væri svo komið að allur þvottur væri gegnumlýstur til að fyrirbyggja stunguóhöpp. Sagði Ólafur að allir starfsmenn Landspítala ættu að vera bólusettir við þeim sjúkdómum sem hægt væri að bólusetja við en hvað aðra smitsjúkdóma áhrærði yrði að meðhöndla viðkomandi strax eftir óhapp og síðan með viðeigandi meðferð ef sýking kæmi upp. Umræðan væri hvað mest um lifrarbólgu B og C og HIV en ýmsir aðrir sjúkdómar væru einnig inni í myndinni sem þyrfti að vera á varðbergi gagnvart. Starfsmaður njóti vafans Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Læknafélags íslands var einn frummælenda á málþinginu og sagði meðal annars: „Málþing þetta er sprottið af þeirri staðreynd að á síðasta ári sýktist heilbrigðisstarfsmaður, læknir, af lifrarbólgu C án þess að nokkur önnur skýring sé á þeirri sýkingu nema að hann hafi smitast í aðgerð, en læknirinn er skurðlæknir. Landspítali, atvinnurekandi læknisins, telur að um slíka sýkingu hafi verið að ræða þó ekki hafi tekist að finna hvaða sjúklingur sem læknirinn skar hafi verið smitberinn. Landspítali greiddi lækninum laun meðan á meðferð hans stóð. Sem betur fer náði læknirinn fullum bata. Eftir stendur lögfræðilegur ágreiningur milli spítalans og Sjúkratrygginga íslands (SÍ), sem annast framkvæmd slysatrygginga almannatrygginga, um það hvort smit læknisins falli undir kafla laganna um slysatryggingar. SI hafnaði strax bótaskyldu og taldi ósannað að um smit í vinnu hafi verið um að ræða, bæði væri slysatburðurinn óþekktur sem og smitleiðin. Landspítali hefur ákveðið að láta á þetta reyna og kærði ákvörðun SI til úrskurðarnefndar almannatrygginga." Kjaminn í málflutningi Landspítala á máli læknisins gegn SÍ er að hann fái að njóta vafans. „Af greinargerð SÍ til úrskurðarnefndar almannatrygginga er eftirfarandi ljóst: SÍ heldur því fram að ekkert megi vera óljóst varðandi slys til að það geti fallið vmdir ákvæði laga um almannatryggingar. Landspítali bendir á hinn bóginn á að úrskurðarnefnd almannatrygginga hafi í fjölmörgum úrskurðum sínum bent á það að félagslegt eðli og tilgangur almannatryggingalöggjafar geti leitt til þess að slakað verði á sönnunarkröfum. Landspítali telur að horfa beri til sérstakra sjónarmiða varðandi heilbrigðisstarfsmenn. 320 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.