Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2011, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.05.2011, Qupperneq 43
MYND MÁNAÐARINS Skurðlæknar á Borgarspítala 1970 Tómas Guðbjartsson og Gunnar H. Gunnlaugsson tomasgud@landspltali.is Hðfundar eru skurðlæknar. Myndin er af skurðlæknum á skurðdeild Borgarspítala sumarið 1970 en deildin var opnuð í september 1968 í nýju húsnæði í Fossvogi. Á myndinni eru frá vinstri: Frosti Sigurjónsson, Gunnar Ff. Gunnlaugsson, Friðrik Einarsson, Þórarinn Guðnason, Jón Níelsson og Sverrir Haraldsson. Allir voru þeir sérfræðingar í almennum skurðlækningum og sinntu vöktum sem slíkir, nema Friðrik sem var yfirlæknir deildarinnar. Frosti hafði stundaði sémám í Þýskalandi og var jafnframt brjóstholsskurðlæknir. Gunnar hafði nýlokið sérnámi við Mayo Clinic í Bandaríkjunum þegar myndin var tekin en þar hafði hann lagt stund á brjósthols- og æðaskurðlækningar. Friðrik Einarsson lærði í Kaupmannahöfn og var einnig með sérfræðiviðurkenningu í fæðinga- og kvensjúkdómafræði og þvagfæraskurðlækningum. Þórarinn Guðnason hafði stundað nám í London og Minneapolis og sinnti mest kviðar- holsaðgerðum. Það gerði einnig Jón Níel- son sem stundaði sémám í Trollháttan og Gautaborg í Svíþjóð. Sverrir Haraldsson hafði einnig sérfræðiviðurkenningu í þvagfæraskurðlækningum og var menntaður í Svíþjóð eins og Jón. Síðla árs 1971 hófust heila- og taugaskurðlækningar á deildinni þegar sérfræðingarnir Bjami Hannesson og Kristinn Guðmundsson bættust við, en sérstök deild fyrir þá starfsemi var ekki stofnuð fyrr en 1983. Domus Medica auglýsir eftir tveimur sérfræðingum í heimilislækningum frá 1. september 2011 í stað lækna er láta þá af störfum. Starfskjör skv. rammasamningi HUH lækna og SÍ. Frestur til að skila umsóknum 30. júní. 2011. Ráðning fer fram í samráði við SÍ. Nánari uppl. veitir Jón Gauti Jónsson framkvæmdastjóri DM, s 563-1025 og 899-9330. LÆKNAblaðiö 2011/97 323

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.