Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2011, Side 46

Læknablaðið - 15.05.2011, Side 46
UMFJÖLLUN O G GREINAR Minningarorð um Önnu Björk Magnúsdóttur f. 21. apríl 1961, d. 21. mars 2011 Anna Björk Magnúsdóttir, háls-, nef- og eymalæknir, lést 21. mars síðastliðinn, aðeins 49 ára að aldri. Anna Björk lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og hóf síðan nám við læknadeild Háskóla íslands þaðan sem hún lauk prófi 1989. Síðan lá leiðin til Svíþjóðar í framhaldsnám í háls-, nef- og eyrnalækningum. Þar varð hún fyrsti íslenski læknirinn sem lagði stund á raddmeinafræði sem síðan varð sérsvið hennar. Anna Björk flutti til íslands 2002 og hóf störf á Landspítala. Hún var frábær læknir, um það geta fjölmargir kollegar og sjúklingar hennar borið vitni um. Anna Björk var mikil félagsvera og tók virkan þátt í félagsstarfi íslenskra lækna, bæði í Svíþjóð og hér heima. Hún var formaður fræðslunefndar læknaráðs Landspítala og sat í stjórn Skurðlæknafélags íslands. Þessum störfum sinnti hún með miklum sóma. Anna Björk var einstaklega glæsileg kona og afar hæfur læknir. Hún lagði sig alla fram við að sinna sjúklingum sínum af fagmennsku og metnaði. Hlýtt viðmót hennar, prúðmennska og bros létu engan ósnortinn. Hún var fagurkeri fram í fingurgóma, hafði unun af bóklestri og tónlist, en var jafnframt ágætur langhlaupari. Eitt helsta áhugamál hennar voru fjallgöngur og útivist. Anna Björk og Martin, eiginmaður hennar, gengu með Félagi íslenskra fjallalækna á snævi þakta Herðu- breið í septemberlok 2010. Þau voru frábærir ferðafélagar, skemmtileg og hjálpfús. Nokkrum vikum áður hafði Anna Björk greinst með illvígan sjúkdóm sem hún ákvað að bera ekki á torg. Hvorugt okkar grunaði þá að aðeins hálfu ári síðar væri komið að leiðarlokum. Megi minning hennar lifa Tómas GuSbjartsson Verðlaun á sameiginlegu vísindaþingi Þann 1.-2 apríl sl. var 13. sameiginlega vísindaþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands haldið. í ár kom Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna að þinginu sem þótti takast afar vel. Þátttakendur voru hátt í 400 talsins. Einn af hápunktum þingsins var keppni um Hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar fyrrverandi prófessors. Þar öttu kappi fimm unglæknar og læknanemar en erindi þeirra höfðu fyrirfram verið valin úr hópi tæplega 50 innsendra erinda. Til úrslita kepptu unglæknamir Katrín Jónsdóttir, Inga Jóna Ingimarsdóttir og Martin Ingi Sigurðsson og læknanemarnir Þóra Soffía Guðmundsdóttir og Marta Rós Berndsen. Martin Ingi bar sigur úr býtum með erindið Árangur opinna hjartaskurðaðgerða hjá öldruðum. Um er að ræða rannsóknarverkefni sem hann hefur unnið undir handleiðslu Tómasar Guðbjartssonar prófessors á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Kári Hreinsson Mynd af kqtpendum: Frá vinstri Martin tngi Sigurðsson sem varð ífyrsta sæti, Inga Jóna Ingimarsdóttir, Þðra Soffía Guðmundsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Marta Rós Berndsen. Mynd: Ásdís Egilsdóttir. Heilsugæslulækni vantar á Þórshöfn Laus er staða læknis við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga frá 1. október næstkomandi - aðsetur er á Þórshöfn. Um er að ræða fjölbreytt starf við almenna heilsugæslu og heimilislækningar á heilsugæslustöðvunum í Norður- Þingeyjarsýslu, umsjón með hjúkrunarheimilinu Nausti ásamt tvískiptri vakt á móti lækni á Kópaskeri. Laun skv. kjarasamningi, þar með talinn ríflegur frítökuréttur. Þórshöfn er um 400 manna þorp með öflugt atvinnulíf sem mest byggist á sjávarútvegi og hefur alla grunnþjónustu, góða sundlaug, íþróttahús og líkamsræktaraðstöðu, auk útivistarsvæða við húsvegginn. Auðugar veiðilendur á sjó, landi og í ám og vötnum í næsta nágrenni. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er með höfuðstöðvar á Húsavík og rekur heilsugæslustöðvar á Húsavík, Laugum, Mývatnssveit, Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Á Húsavík eru einnig sjúkradeild og öldrunardeild og þar eru starfræktar göngudeildir sykursjúkra og offeitra, einnig eru hjartaþolpróf framkvæmd á staðnum. Áhugasamir hafi samband við Sigurð Halldórsson, yfirlækni heilsugæslunnar í síma 464 0640, sighall@heilthing.is eða Jón Helga Björnsson, framkvæmdastjóra í síma 464 0525 eða 893-3778, jonhelgi@heilthing.is 326 LÆKNAblaðií 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.