Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 14
RANNSÓKN
Tafla VII. Sundurliðun einstakra þátta ígreiningu hjartalínurita, n (%).
Greinilega óeðlilegt línurit Fjöldi = 23 Lítilsháttar óeðlilegt linurit Fjöldi = 25 Eðlilegt eða nánast eðlilegt linurit Fjöldi = 57
Breyta Fjöldi/hlutfall Breyta Fjöldi/hlutfall Breyta Fjöldi/hlutfall
R- eða S-bylgja a35mm 16(73) R- eða S-bylgja 30-34 mm 12(52) R- eða S-bylgja 25-29 mm 15(25)
Neikvæðar T-bylgjur 4(18) Flatar eða háar T-bylgjur 11 (48) ST-hækkanir >2mm 0(0)
Q-byigjur &4mm 0(0) Q-bylgjur 2-3 mm 0(0) Ófullkomið hægra greinrofsmynstur 5(8)
Vinstri öxull 0(0) Stækkun vinstri gáttar 0(0) PR-bil s0,2 s 3(5)
Hægri öxull 3(14) Stækkun hægri gáttar 0(0) Hjartsláttartíðni <60 slög/mín 34 (57)
WPW-mynstur 0(0) Óeðlilegar R-bylgjur í framveggsleiðslum 0(0)
Vinstra greinrofsmynstur 0(0) PR-bil 0,12 s 2(9)
Hægra greinrofsmynstur 0(0)
R- eða S-bylgja var algengasta ástæða þess að línurit voru flokkuð
sem greinilega óeðlileg.
Tafla VIII sýnir niðurstöður hjartalínurita þeirra 19 íþrótta-
manna sem höfðu áhættuþætti við hjartaskoðun. Tíðni óeðlilegra
hjartarita var ekki hærri í þessum hópi en í heildarþýðinu.
Hjartaómskoðun
Hjartaómskoðun var gerð á 19 af þeim 23 sem höfðu greinilega
óeðlilegt (n=22) hjartalínurit eða áttu ættingja sem látist hafði
skyndidauða (n=l). Niðurstöðurnar má sjá í töflu IX. Enginn hafði
greinilega óeðlilega hjartaómskoðun.
Umræður
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni áhættuþátta
fyrir skyndidauða meðal ungra íslenskra keppnisíþróttamanna.
Rannsóknarþýðið er ekki nógu stórt til þess að draga megi álykt-
anir um tíðni undirliggjandi hjartasjúkdóma í þessum hópi en það
ætti hins vegar að gefa vísbendingu um algengi vissra áhættu-
þátta skyndidauða meðal ungra íslenskra íþróttamanna. Þar sem
enginn samanburðarhópur var notaður í rannsókninni er ekki
unnt að segja til um hvort áhættuþættir skyndidauða séu algeng-
ari meðal íþróttamanna en þeirra sem ekki stunda íþróttir. Skim-
unaraðferðin sem beitt var er tiltölulega einföld og fljótleg í fram-
kvæmd. Það tekur um 10-15 mínútur að svara spurningalistunum
og um 5 mínútur að taka hjartalínurit. Hjartaskoðunin tekur oftast
ekki meira en 10-15 mínútur og hjartaómskoðun tekur um 20-30
Tafla VIII. Niðurstöður hjartalínurita þeirra íþróttamanna sem höfðu áhættuþætti
(n=19) við hjartaskoðun, n (%).
Hjartalínurit Allir Karlar Konur
Greinilega óeðlilegt línurit 5(26) 4(44) 1 (10)
Lítilsháttar óeðlilegt línurit 3(16) 0(0) 3(30)
Eðlilegt eða nánast eðlilegt línurit 11 (58) 5(56) 6(60)
Tafla IX. Niðurstöður hjartaómskoðunar 19 iþróttamanna sem höfðu áhættuþætti við hjartaskoðun, hjartaiinurit eða spurningaiista, n (%).
Hjartaómun Allir Karlar Konur
Greinilega óeðlileg ómskoðun 0(0) 0(0) 0(0)
Lítilsháttar óeðlileg ómskoðun 13(68) 11 (73) 2(50)
Eðlileg eða nánast eðlileg ómskoðun 6(32) 4(27) 2(50)
mínútur. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á skimun
fyrir áhættuþáttum skyndidauða meðal íslenskra íþróttamanna.
Þegar farið er yfir svör þátttakenda við spurningum um
ættarsögu þeirra kemur fram að algengast var að foreldrar eða
systkini þátttakenda hefðu greinst með hækkaðan blóðþrýsting
og hækkaðar blóðfitur. Athygli vekur hversu hátt hlutfall þátt-
takenda svaraði einum lið eða fleiri játandi á spurningalistum
um ættarsögu. Hins vegar ber að hafa í huga að í okkar samfélagi
eru vandamál eins og háþrýstingur og há blóðfita algeng meðal
fullorðinna og meðvitund um þessi vandamál er mikil. Jákvæð
svörun við þessum spurningum ætti því ekki að þurfa að leiða
til frekari rannsókna nema einhverjir aðrir þættir skimunarinnar
séu einnig óeðlilegir. Undantekning frá þessu er spurningin um
skyndidauða meðal nánustu ættingja, en ljóst þykir að ef henni er
svarað játandi er ávallt ástæða til frekari rannsókna.
Meðal einkenna sem þátttakendur höfðu upplifað vekur at-
hygli að rúmlega þriðjungur þeirra hafði fundið fyrir svima við
áreynslu. Algengast var þó að sviminn kæmi sjaldan fyrir og þá
einkum í tengslum við óvenju mikla líkamlega áreynslu. Önnur
algeng einkenni sem þátttakendur nefndu voru óeðlileg mæði við
áreynslu. Há tíðni einkenna sem bent gætu til hjartasjúkdóma
kemur nokkuð á óvart. Ætla mætti að slík einkenni væru sjaldgæf
í hópi ungra keppnisíþróttamanna sem undantekningarlítið eru
við mjög góða heilsu. Hins vegar er ljóst að einfaldir spurninga-
listar gefa ekki alltaf raunsæja mynd af eðli vandans. Þegar nánar
var spurt út í einkennin, kom oftast í ljós að þau voru saklausari
en svarið við spurningunni gaf til kynna.
í heilsufarssögu þátttakenda var markverðast að tæplega fjórð-
ungur þeirra hafði verið greindur með astma, en það hlutfall er
talsvert hærra en áætlað algengi sjúkdómsins.15
Hátt hlutfall jákvæðrar svörunar við spurningum um ættar-
sögu og heilsufar gerir túlkun upplýsinganna vandasamari en
ella. Erfitt er að bera þetta hlutfall saman við niðurstöður annarra
skimana þar sem nokkuð misjafnt er hvernig niðurstöður spurn-
ingalista hafa verið túlkaðar. Sérstaklega er sá fjöldi áhættuþátta
sem íþróttamaður þarf að hafa til að hann sé talinn þarfnast frek-
ari rannsókna nokkuð breytilegur milli rannsókna.’'13'16
Um fimmtungur hafði einn eða fleiri áhættuþætti við líkams-
skoðun og svipaður fjöldi hafði greinilega óeðlilegt hjartalínurit.
Almennt er hjartalínuritið talið áreiðanlegasti þáttur skimunar-
innar.4-13 Athygli vekur hins vegar að við hjartaskoðun fundust
ekki áhættuþættir hjá sömu einstaklingum og greindust með
greinilega óeðlileg hjartalínurit. Þannig var tíðni greinilega óeðli-
legs hjartalínurits meðal þeirra sem höfðu óeðlilega hjartaskoðun
86 LÆKNAblaðið 2012/98