Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2012, Side 15

Læknablaðið - 15.02.2012, Side 15
RANNSÓKN svipuð og í heildarþýðinu. Það bendir til þess að hjartaskoðun ein og sér gefi ekki sérlega góða vísbendingu um áhættuþætti skyndi- dauða meðal íþróttamanna. Algengasta breytingin á línuriti sem taldist óeðlilegt var hæð útslaga, sem getur bent til þykknunar á vinstri slegli. Niðurstöður sambærilegrar rannsóknar sem studdist við sömu skilmerki á hjartalínuritum við flokkun þeirra sýndi fram á að 14,43% ítalskra íþróttamanna sem skimaðir voru á árunum 1993-1996 höfðu greinilega óeðlileg hjartalínurit og þörfnuðust frekari rannsókna.17 Meðal þeirra sem höfðu greinilega óeðlilegt hjartalínurit var enginn sem hafði greinilega óeðlilega hjartaómskoðun. Nokkrir höfðu lítilsháttar óeðlilega ómskoðun sem í flestum tilvikum end- urspeglar lífeðlisfræðilegar breytingar sem rekja má til mikillar þjálfunar. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar þar sem sýnt hefur verið fram á háa tíðni falskt jákvæðra hjartalínurita í sambærilegu þýði.18 Orsakir afbrigðilegs hjartalínurits hjá fullfrískum ungum íþróttamönnum eru ekki þekktar. I nýlegri rannsókn á íslenskum knattspyrnumönnum kom í ljós að óeðlilegt hjartalínurit var al- gengara meðal yngstu leikmannanna. Því er hugsanlegt að leik- maður sem hefur óeðlilegt hjartalínurit19 um tvítugt sé kominn með eðlilegt hjartalínurit um þrítugt. í ljósi þess hversu oft hjarta- línurit eru óeðlileg hjá ungum íþróttamönnum, vaknar spurning- in hvort ekki þurfi að endurskoða þau skilmerki sem notuð eru við mat á hjartalínuritum íþróttamanna. Skimun fyrir áhættuþáttum skyndidauða íþróttamanna hefur vissulega kostnað í för með sér. Kostnaður við skimun íþrótta- manns á Ítalíu árið 2008 var áætlaður 30€ og er hann greiddur af íþróttamanninum sjálfum eða liði hans, nema hann sé undir 18 ára aldri en þá er kostnaðurinn greiddur af ítalska ríkinu.4 Aætla má að kostnaður við skimun hvers íþróttamanns hérlendis sé 7724 kr. ef miðað er við gjaldskrá Tryggingastofnunar ríkisins fyrir skoðun og viðtal hjá hjartasérfræðingi ásamt töku hjartalínurits. Kostnaður við hjartaómun, sem algengast er að bætist við fyrri kostnað hjá þeim íþróttamönnum sem þarfnast frekari rann- sókna, er 14.092 krónur.20 Ef fjórðungur skimaðra þarf að gangast undir hjartaómskoðun má því áætla að meðalkostnaður á mann við skimun íslenskra íþróttamanna sé 11.247 kr. Kostnaðurinn við skimun íþróttamanna gæti vakið upp spurn- ingar þess efnis hvort það sé fjárhagslega skynsamlegt að skima alla íþróttamenn þegar tekið er tillit til þess hve mörgum lífsárum slík skimun myndi bjarga. Rannsóknir hafa sýnt að lífslíkur þeirra sem greinast með ættgengan hjartasjúkdóm snemma á ævinni og fá meðferð/ráðleggingar við sjúkdómi sínum, eru nánast jafnar lífslíkum þeirra sem ekki hafa hjartasjúkdóm.4 Þar sem þeir sem skimunin nær til eru undir 35 ára aldri þegar ættgengur hjarta- sjúkdómur kann að finnast, er ljóst að þau ár sem líklegast er bjargað hjá hverjum einstaklingi eru talin í tugum og kostnaður við hvert æviár sem bjargast því lítill. Ýmsar áætlanir sem gerðar hafa verið erlendis um kostnað við hvert æviár sem bjargast hafa allar sýnt fram á að kostnaðurinn við fjöldaskimun af þessu tagi sé vel innan við 50.000$ fyrir hvert æviár sem bjargast, en sú upp- hæð er algengur viðmiðunarþröskuldur þegar hagkvæmni ým- issa læknismeðferða er metin.4'20-22 Að auki má nefna þá staðreynd að skimun íþróttafólks gagnast ekki eingöngu þeim sem skimaðir eru heldur líka ættingjum þeirra sem greinast með hina arfgengu hjartasjúkdóma. Þannig verður hver greining til þess að nánustu ættingjum viðkomandi íþróttamanns er bent á að fá rannsóknir og mögulega greiningu á sjúkdómi sem þeir myndu annars ekki vita af.4 Að ýmsu þarf að huga þegar ungur íþróttamaður greinist með hjartasjúkdóm og honum er ráðlagt að hætta keppni. Meðal þess sem mikilvægt er að íhuga er hver beri ábyrgð á því að íþróttamað- ur með greindan hjartasjúkdóm taki ekki þátt í keppnisíþróttum. Það kann að virðast fráleitt að íþróttamaður með hjartasjúkdóm, sem gerir sér grein fyrir áhættu þess að taka þátt í keppnisíþrótt- um, haldi áfram þátttöku sinni í íþróttum. Hins vegar er það vel hugsanlegt að íþróttamenn gætu freistast til að halda áfram æfingum og keppni, sérstaklega þeir sem hafa íþróttir að atvinnu eða sjá fram á að geta unnið til verðlauna í nánustu framtíð.2'4 Þess vegna er mikilvægt að þar sem skimunaraðferðir fyrir áhættuþátt- um skyndidauða íþróttamanna eru teknar upp, sé því einnig fylgt eftir að íþróttamenn sem taka þátt í opinberum íþróttakeppnum fái ekki keppnisleyfi nema staðfest sé að þeir hafi staðist skimun. Að öðrum kosti næst ekki markmið skimunarinnar. Rannsókn okkar bendir til þess að skimun íslenskra íþrótta- manna með stöðluðum viðurkenndum aðferðum sé tiltölulega einföld í framkvæmd. Helsta vandamál slíkrar skimunar er hátt hlutfall falskt jákvæðra niðurstaðna sem er þekkt fyrirbæri þegar skimað er fyrir sjaldgæfum sjúkdómum í stóru þýði. Rannsóknar- þýðið í okkar rannsókn var lítið, sem dregur úr styrk hennar. Þá er hugsanlegt að einhvers konar val hafi átt sér stað þegar einstak- lingar voru teknir inn í rannsóknina, þar sem einungis hluti þeirra sem boðin var þátttaka þáði boðið. Erlendar rannsóknir benda til þess að með reglubundinni skimun megi lækka verulega tíðni skyndidauðatilvika meðal ungra keppnisíþróttamanna. Æskilegt er að forystumenn íþróttamála hér á landi móti sem fyrst reglur og framtíðarstefnu í þessu mikilvæga máli. Þakkir Höfundar þakka starfsfólki Hjartamiðstöðvarinnar fyrir veitta aðstoð við framkvæmd rannsóknarinnar. Jóhönnu Sigríði Gunn- laugsdóttur lífeindafræðingi er þakkað sérstaklega fyrir fram- kvæmd hjartaómskoðana. LÆKNAblaðiö 2012/98 87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.