Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 22
RANNSÓKN Legutíminn í fyrri rannsókninni var að meðaltal 14 dagar6 en var nú fjórir dagar. Styttri legutími tengist eflaust aukinni þekk- ingu á sjúkdómnum og þar með bættri og skjótari meðferð. Þar að auki er börnum sem greinast með sjúkdóminn á íslandi nú fylgt eftir á göngudeild með ómskoðun á hjarta og blóðprufum, sem flýtir fyrir útskrift. Oft er eftirfylgdin í nokkra mánuði og jafnvel ár. Amerísku hjartasamtökin mæla með því að hjartaómskoðun fari fram við greiningu, eftir tvær vikur og 6-8 vikum eftir upp- haf veikindanna.4 Legutími á barnadeildum á Islandi hefur verið að styttast á síðastliðnum árum og þetta er í samræmi við þá al- mennu þróun. Alvarleiki Kawasaki-sjúkdóms felst einkum í þeim hjartakvill- um sem hann getur leitt til,5 svo sem kransæðagúlum, segamynd- un og blóðþurrð í hjarta!3 Ómskoðun í bráðu veikindunum var eðlileg hjá aðeins einum þriðja í okkar rannsókn. Mjög breytilegt var milli sjúklinga hvað var afbrigðilegt við ómunina. Ómríki eða merki um bólgubreytingar kringum kransæðar var vægasta og algengasta breytingin. Það vekur nokkra athygli hve margir sjúk- lingar hafa einhverjar ómbreytingar við ómskoðun á hjarta í sam- anburði við aðrar rannsóknir!6, 26,27 A Barnaspítala Hringsins er gott aðgengi að góðum tækjabúnaði sem gæti skipt máli. Ómríki kringum kransæðar byggir þó einnig á huglægu mati þess sem gerir ómskoðunina, og má velta fyrir sér hvort slíkar breytingar hafi verið ofmetnar þegar hjartaómað var með sérstöku tilliti til hugsanlegs Kawasaki-sjúkdóms. Fimm sjúklingar (17%) voru með víkkun á kransæðum og af þeim voru tveir (7%) með kransæðagúla. I samanburði við aðrar faraldsfræðilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu árum er hlutfallið hins vegar nokkuð hátt. í Japan fengu 1,46% kransæðagúla á árunum 2007-200816 í kjölfar sjúkdómsins og í Danmörku 2,3% þeirra sem greindust á árunum 1981-2004!7 Hlutfall þeirra sem voru aðeins með víkkun (10%) er hins vegar nokkuð svipað og í öðrum rannsóknum!6'28 Vegna þess hve fá börn greinast með Kawasaki-sjúkdóm hér ber að túlka þennan mun varlega. Þegar sjúklingahópurinn sem greindist með víkkun eða krans- æðagúla er skoðaður sérstaklega er tvennt athyglisvert. Þessir sjúklingar voru marktækt yngri og það leið lengri tími frá upp- hafi veikinda til mótefnagjafar þó sá munur væri ekki marktækur. Undirstrikar þetta mikilvægi skjótrar meðferðar og samræmist fyrri athugunum þar sem ungur aldur er einn af áhættuþáttum hjartakvilla!'28 Athygli vekur að míturlokuleki var margfalt algengari í þessari rannsókn en aðrar rannsóknir hafa sýnt!3'16'28 í okkar rannsókn voru 23% með míturlokuleka í bráðu veikindunum. í rannsókn á langvarandi fylgikvillum Kawasaki-sjúkdóms í Japan voru aðeins 0,5% með varanlegar breytingar á míturlokunni!3 í okkar rann- sókn voru 6 börn af 23 (26%) með míturlokuleka við endurkomu. Okkur er ekki kunnugt um að aðrar rannsóknir hafi sýnt svipaða niðurstöðu. Gott aðgengi að hjartasérfræðingum á Barnaspítala Hringsins sem geta greint væga leka með ómskoðun og lita-Doppler gæti haft eitthvað að segja. Míturlokuleki er því ef til vill raunverulegt og nokkuð algengt vandamál í kjölfar Kawasaki-sjúkdóms, sem hugs- anlega er víða vangreindur. Míturlokulekinn var í öllum tilvikum vægur, en krefst engu að síður eftirfylgni, þar sem langtímahorfur míturlokuleka eftir Kawasaki-sjúkdóm liggja ekki fyrir. Annað sem vekur athygli er að af þeim 6 sem voru með míturlokuleka við endurkomu voru aðeins þrjú með greindan míturlokuleka í upphafi. Þar gæti spilað inn í að það var ekki alltaf sami læknir sem ómaði, einnig gæti bólga í æðaþeli lokanna valdið breytingum á lokunum sem seinna veldur lokuleka, leka sem kemur þá ekki fram fyrr en síðar. Þau börn sem voru án allra ómbreytingar á kransæðum við upphaflegu veikindin voru einnig án þeirra við endurkomu. Eftirstöðvar Kawasaki-sjúkdóms í hjarta, fjórum til 13 árum eftir veikindin, eru því almennt vægar samkvæmt okkar niðurstöðum. Fáeinar rannsóknir hafa bent til mögulegra langtímaáhrifa á kransæðar!4-29 Okkar rannsóknir eru gerðar á ungum einstakling- um og verða langtímaáhrif varla metin af þeim niðurstöðum, en áhugavert væri að fylgja þessum börnum eftir til frekari glöggv- unar. Alyktanir sem við getum dregið af þessari rannsókn eru að nýgengi og kynjahlutfall er sambærilegt við fyrri íslenska rann- sókn og rannsóknir frá hinum Norðurlöndunum. Fá börn greinast með kransæðabreytingar í bráðafasanum, þær breytingar sem greindust í okkar rannsókn gengu til baka hjá öllum nema tveim- ur og engir alvarlegir bráðir fylgikvillar urðu af þeirra völdum. Athygli vekur þó algengi míturlokuleka. Með viðeigandi meðferð eru horfur barna sem greinast með Kawasaki-sjúkdóm á íslandi góðar. Nauðsynlegt er að þekkja sjúkdóminn vel til að greiningin sé skjót og meðferðin markviss. Það er von okkar að rannsóknin auki þekkingu á Kawasaki-sjúkdómnum. Höfundar þakka þátttakendum fyrir framlag þeirra til rannsókn- arinnar og til aukinnar þekkingar á sjúkdómnum. Einnig viljum við þakka riturum Barnaspítala Hringsins og starfsfólki sjúkra- skrárgeymslu Landspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir aðstoðina. Þakkarorð 94 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.