Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2012, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.02.2012, Qupperneq 27
RANNSÓKN Tafla II. Fylgikvillar PEG aðgerða á ísland 2000-2009 (n=17). Aldur/kyn Ábending Fylgikvilli Dagar* Meðferð PEG fjarlægt Afdrif Meiriháttar fylgikvillar 81/kona Krabbamein Igerð og drep í kviðvegg 4 Aðgerð Já Bati 72/karl Slag ígerð í kviðvegg 3 Sýklalyf Já Bati 53/karl Krabbamein Lífhimnubólga 0 Sýklalyf Já Bati 87/karl Slag Ásvelgislungnabólga 1 Sýklalyf Nei Lést 85/karl Parkinsonsveiki Ásvelgislungnabólga 2 Sýklalyf Nei Lést Minniháttar fylgikvillar 82/kona Slag Ásvelgislungnabólga 1 Sýklalyf Nei Bati 81/kona Slag Lífhimnubólga 3 Sýklalyf Nei Bati 64/karl Hreyfitaugahrörnun Lifhimnubólga 0 Sýklalyf Nei Bati 90/karl Kyngingarvandamál Lífhimnubólga 1 Verkjalyf Nei Bati 64/karl Krabbamein Lífhimnubólga 2 Sýklalyf Nei Bati 62/karl Hreyfitaugahrörnun Lífhimnubólga/húðsýking 0/60 Sýklalyf Nei Bati 68/karl Slag Húðsýking 15 Sýklalyf Nei Bati 56/karl Áverki eftir slys Húðsýking 2 Sýklalyf Nei Bati 73/karl Slag PEG grafið í magaslimhúð" 790 Engin Nei Bati 52/karl Þarmalömun Blæðing í kviðvegg 1 Verkjalyf Nei Bati 67/kona Hreyfitaugahrörnun Ásvelgislungnabólga 2 Sýklalyf Nei Bati 59/kona Krabbamein Lifhimnubólga 0 Sýklalyf Nei Bati PEG = percutaneous endoscopic gastrostomy *Tímalengd í dögum frá PEG aðgerð að greiningu fylgikvilla. ** Buried bumper syndrome 0 dagar = samdægurs hins vegar marktækt algengari ábending á fyrra tímabilinu (23,7% á móti 5,7%; p=0,016). Önnur algengasta ábendingin voru krabba- mein (13,3%), en um helmingur þeirra (18/35) voru krabbamein í höfði og hálsi. Af öðrum krabbameinum voru krabbamein í efri hluta maga, vélinda eða lungum með kyngingarerfiðleikum al- gengust (9/35). Um 11% PEG-aðgerða tengdust langvinnum veik- indum á sjúkrahúsi vegna erfiðra skurðaðgerða, endastigslungna- sjúkdóma, hjartasjúkdóma og gjörgæslulegu. Langvinn veikindi voru marktækt algengari ábending á fyrri hluta tímabilsins (21% á móti 7%; p=0,003). í 7% (19/263) tilfella var ábendingin áverkar eftir slys, svo sem höfuðáverkar eða lömun vegna hálsmænuskaða, og var sú ábending marktækt algengari á seinna tímabilinu (1,4% á móti 9,4%; p=0,03). í 57% tilfella (149/263) var mögulegt að meta tímann sem leið frá því sjúkdómsástandið sem leiddi til PEG-aðgerðar hófst eða greindist. Miðgildistímalengdin var 26 dagar en bilið var allt frá samdægurs til 2,8 ára. Hjá 65 sjúklingum með slag var miðgildis- tímalengdin sem leið frá slaginu til PEG-aðgerðar 19 dagar, en tímabilið var allt frá 6 dögum til 2,9 mánaða. PEG hafði verið fjarlægt hjá 26% (67/263) sjúklinga við lok rann- sóknarinnar. Tæplega helmingur þeirra (32/67) voru sjúklingar með taugasjúkdóma sem ábendingu fyrir PEG. í flestum tilvika (64/67) var PEG fjarlægt þar sem ekki var þörf fyrir það lengur en í þremur tilfella var PEG fjarlægt vegna fylgikvilla. Miðgildis- tímalengd PEG-notkunar hjá sjúklingum með slag voru 53 dagar (bil 2 dagar-3 ár). Fylgikvillar greindust hjá 17 sjúklingum (6,5%), sjá töflu II. Miðaldur var 67,7 ár (bil 52-90 ár). Meiriháttar fylgikvillar greind- ust hjá 5 (1,9%) og minniháttar hjá 12 (4,6%). Lífhimnubólga var algengasti fylgikvillinn, 41,2% (7/17) og húðsýking, með eða án ígerðar, var fyigikvilli hjá 29% (5/17). Aðeins einn þeirra sem fékk lífhimnubólgu eða húðsýkingu fékk fyrirbyggjandi sýklalyf í æð í tengslum við PEG-aðgerðina. Fjórir (24%) sjúklingar fengu ásvelgislungnabólgu einum til tveimur dögum eftir PEG-aðgerð, sem talin var afleiðing speglunar og PEG-aðgerðar. Þrír þeirra fengu fyrirbyggjandi sýklalyf í æð í tengslum við PEG-aðgerðina. Tveir þeirra létust, fjórum og 5 dögum eftir PEG-aðgerð vegna lungnabólgunnar, þrátt fyrir sýklalyfjagjöf, en tveir læknuðust. Aðgerðartengd dauðsföll voru því tvö (0,8%), bæði af völdum lungnabólgu. Enginn sjúklingur fékk blæðingu í meltingarveg sem rekja mátti til PEG-aðgerðar en einn fékk blæðingu í kvið- vegg samkvæmt tölvusneiðmynd og klíník en þurfti ekki blóðgjöf. Fimmtán fylgikvillanna komu fram innan fjögurra daga frá PEG- aðgerðinni en tvær húðsýkinganna komu fram 15 og 60 dögum síðar. Hjá einum sjúklingi hafði innri hnappur slöngunnar grafist inn í magaslímhúðina (buried bnmper syndrome) rúmum tveimur árum eftir ísetningu. Enginn fékk áverka á önnur líffæri í tengslum við PEG, svo sem ristil, milta, lifur eða smáþarma. Fjarlægja þurfti PEG hjá þremur sjúklinga vegna fylgikvilla. Enginn munur var á heildartíðni fylgikvilla á milli tímabila (5% í því fyrra og 6,5% í því seinna). Meðaltími eftirfylgni eftir PEG-aðgerð voru tvö ár (bil 0-10 ár). Við lok rannsóknarinnar höfðu 166 (63%) sjúklinganna látist. Mið- gildistímalengd frá PEG-aðgerð til andláts var 4,3 mánuður (bil 0 dagar-9.3 ár). Eins árs dánartíðni alls þýðisins var 41% (107/263) og 30% (23/76) meðal sjúklinga með slag. Þrjátíu og fimm (13%) sjúk- LÆKNAblaðið 2012/98 99

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.