Læknablaðið - 15.02.2012, Qupperneq 33
RANNSÓKN
Tafla IV. Tuttugu slysatíðustu vegarkaflar landsins utan þéttbýlis á hverja milljón ekna km 2007-2010.
Vegur Landsvæði Leið Slys per milljón ekna km
1. Þórshöfn - Vopnafjörður Austurland Sandvíkurheiði 3,42
2. Stykkishólmur - Búðardalur Vesturland Skógarströnd 2,88
3. Þjóðvegur 1 - Vopnafjörður - Þjv. 1 Austurland Hellisheiði/Vopnafjarðarheiði 2,54
4. Þingeyri - Súðavík Vestfirðir Vestfjarðagöng 2,17
5. Stykkishólmur - Hellissandur Vesturland Snæfellsnes 1,89
6. Brjánslækur - Þingeyri Vestfirðir Dynjandis-/Hrafnseyrarheiði 1,89
7. Brjánslækur - Patreksfjörður - Bíldudalur Vestfirðir Kleifaheiði, Hálfdán 1,81
8. Neskaupstaður - Stöðvarfjörður Austurland Oddsskarð, Fáskrúðsfjarðargöng 1,68
9. Kópasker - Þórshöfn Norðurland Öxarfjarðarheiði 1,65
10. Djúpivogur - Höfn Austurland Þvottárskriður, Almannaskarðsgöng 1,61
11. Stokkseyri - Grindavík Suðurland Herdísarvík 1,55
12. Egilsstaðir - Djúpivogur Austurland öxi 1,52
13. Súðavík - Reykjanes Vestfirðir Djúp 1,51
14. Seyðisfjörður - Reyðarfjörður Austurland Fjarðarheiði, Fagridalur 1,50
15. Stöðvarfjörður - Djúpivogur Austurland Berufjörður 1,47
16. Dettifoss (afleggjari) - Egilsstaðir Austurland Mýrdalsöræfi 1,41
17. Egilsstaðir- Borgarfjörður Austurland 1,35
18. Jökulsárlón - Skaftafell Suðurland 1,34
19. Blönduós - Varmahlíð Norðurland Vatnsskarð 1,31
20. Borgarnes - Stykkishólmur Vesturland Vatnaleið 1,31
fyrir fjölda slysa en raðtöluna 2 fyrir tíðni slysa og meðaltalið því
1,5. Hættulegasti vegarkaflinn hefur því lægstu tölunar.
Marktækni sambandsins milli staðsetningar og alvarleika slysa
var reiknuð með kí-kvaðratprófi. Fylgni milli fjölda slysa á hvern
ekinn km og fjölda slysa á hverja milljón ekna km var reiknuð
sem Pearson's r. Tölfræðileg marktækni miðaðist við p-gildi <0,05.
Niðurstöður
Tafla I sýnir skiptingu slysa milli höfuðborgarsvæðis, annars þétt-
býlis, þjóðvegar 1 utan þéttbýlis og annarra vega á rannsóknar-
tímabilinu. I um 85% umferðarslysa urðu engin meiðsl á fólki en í
0,2% tilvika urðu dauðaslys.
Rúmur helmingur slysanna varð á höfuðborgarsvæðinu þar
sem íbúafjöldi er mestur og umferð þyngst. Þar varð jafnframt
rúmlega helmingur slysa þar sem engin meiðsli urðu. Hins vegar
varð minnihluti slysa með meiðslum á höfuðborgarsvæðinu og
einungis lítill hluti banaslysa. Svipað á raunar við um slys í öðru
þéttbýli þar sem minniháttar slys eru hlutfallslega algeng en al-
varleg slys fátíð.
Slys á vegum úti voru 29% allra umferðarslysa, þar af voru 9%
þeirra á þjóðvegi 1. Hins vegar varð um helmingur allra slysa með
meiðslum og þrjú af hverjum fjórum banaslysum í umferðinni
á þessum vegum. Banaslys urðu þannig fjórfalt fleiri á þjóðvegi
1 og tvöfalt fleiri á öðrum vegum en búast hefði mátt við miðað
við heildarfjölda slysa. Um 0,7% allra slysa á hringveginum voru
banaslys en 35% allra banaslysa í umferðinni urðu á hringveg-
inum.
Tafla II sýnir fjölda slysa á 45 helstu vegarköflum utan þétt-
býlis. Alls voru vegarkaflarnir rúmlega 3500 km að lengd, á þeim
eknir um fjórir milljarðar km á árunum 2007-2010 og fjöldi slysa
var 3.861.
Á Suðvesturlandi urðu flest slys eða 8,5 á hvern kílómetra vega
samanborið við 1,1 á landinu öllu. Hins vegar urðu slys á milljón
ekna kílómetra nokkru færri þar en á öðrum landsvæðum. Á Vest-
fjörðum og Austurlandi voru tiltölulega fá slys á hvem kílómetra
en fjöldi slysa á milljón ekna kílómetra ríflega helmingi meiri en
meðaltalið á landsvísu.
Slysaflestu vegarkaflnr lattdsins utan þéttbýlis
Tafla III sýnir þá 20 vegarkafla þar sem flest slys urðu á hvern
kílómetra. Efst er Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Kefla-
víkur (10,3 slys/km), síðan Suðurlandsvegur milli Reykjavíkur og
Selfoss (10 slys/km) og í þriðja sæti Vesturlandsvegur frá Þing-
vallaafleggjara að Borgarnesi (6,2 slys/km).
I hópi þeirra 10 vegarkafla landsins þar sem flest slys verða
er einnig að finna tvo vegarkafla á Suðurlandi, frá Laugarvatni
að Eyrarbakka og milli Hvolsvallar og Selfoss. í þessum hópi eru
jafnframt kaflarnir frá Staðarskála um Blönduós og Varmahlíð
til Akureyrar, frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar um Fjarðarheiði og
Fagradal og frá Neskaupstað til Stöðvarfjarðar um Oddsskarð og
Fáskrúðsfjarðargöng. Meðal 20 slysaflestu vegarkaflanna eru til
viðbótar þrír kaflar á Suðurlandi, þrír á Vesturlandi, þrír á Norð-
urlandi og einn á Vestfjörðum.
Aðeins einn kafli á Vestfjörðum er í hópi þeirra 20 þar sem flest
slys urðu á hvern km. Milli Þingeyrar og Súðavíkur um Gemlu-
fallsheiði og Vestfjarðagöngin varð að meðaltali eitt slys á hvern
km á þessu fjögurra ára tímabili. Af þeim 60 slysum sem urðu
á þessum kafla á tímabilinu urðu 13 slys á tæplega 5 km kafla
norðan Súðavíkur í átt til Isafjarðar og 13 slys á 7 km kafla frá
LÆKNAblaðið 2012/98 105