Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2012, Síða 42

Læknablaðið - 15.02.2012, Síða 42
UMFJOLLUN O G GREINAR Læknastöðin Mjúdd Læknaslöðin Mjódd Geðdeild LSH Bráðamóttakan Fossvogi virka og hverjir ekki. Breytingarnar voru því bara hugsaðar sem fyrsta skrefið í lengri vegferð og buðu upp á fjórar mis- munandi umhverfisaðstæður. í stórum dráttum voru niðurstöð- urnar þær að karlar og konur upplifðu breytingar með ólíkum hætti en slíkur kynjamunur er býsna algengur í rann- sóknum í umhverfissálfræði og er mikil- vægt rannsóknarefni útaf fyrir sig. Þannig höfðu breytingarnar ekki tölfræðilega marktæk áhrif á mat karla, ólíkt því sem gerðist hjá konum. Hjá konum hafði bæði breyttur vegglitur og innsetning gróðurs tölfræðilega marktæk áhrif, með öðrum orðum má segja að konur töldu að bið- stofuumhverfi með ljósbrúnum veggjum og gróðri leiddi frekar til sálfræðilegrar endurheimtar og þar af leiðandi til betri líðanar en hvítmáluð biðstofa án gróðurs. Sé nánar rýnt í niðurstöðurnar kemur í ljós að konum finnst gróðurinn gleðja augað og skapa ákveðna andlega fjarveru frá daglegu amstri og skyldum. Rannsóknir hafa sýnt að slík „hrifning" og „fjarvera" eru mikilvægar forsendur sálfræðilegrar endurheimtar. Ef litið er til vegglitarins þá töldu konurnar hann einnig hjálpa mikið við að skapa hina andleg fjarveru. Það er þó mikilvægt að taka fram að áhrif breytinganna voru almennt séð tiltölu- lega hógvær, sem í sjálfu sér þarf ekki að koma á óvart. í sinni upprunalegu mynd fékk biðstofan falleinkunn hjá konum en eftir breytingarnar var hún orðin sæmileg. Svigrúm tii frekari betrumbóta er því enn mikið, sem sýnir í raun hversu óaðlaðandi og ágengt umhverfi þessarar biðstofu var." Tengslin við náttúruna Eitt af því sem flestir þekkja á eigin skinni og rannsóknir innan umhverfissálfræði hafa dyggilega stutt eru heilsubætandi áhrif gróðurs fyrir fólk. „Vissan er slík að nánast er hægt að fullyrða það. Gróður og þar með einhvers konar tengsl við náttúr- una hafa róandi og heilandi áhrif. Grænn litur, og svokallaðir jarðarlitir almennt, eru taldir hafa góð og heilandi áhrif. Þetta hefur verið vitað um aldir og fólk hefur ávallt leitað til náttúrunnar þegar efla á sál og líkama. Fólk hefur einnig sóst eftir að skreyta umhverfi sitt með hlutum úr náttúrunni eða líkja eftir þeim. Þróunin á 20. öldinni í spítalaumhverfi sérstaklega beindist þó mest að tæknilegum lausnum og að hönnun þess miðaði að því að byggja yfir þau tæki og tól sem þyrfti til að stunda nútímalækningar. Þær byggingar sem við höfum í dag eru í rauninni byggðar utan um tæknina fremur en sjúklinginn og því varla hægt að segja að spítalaumhverfi nútímans sé aðlaðandi. Þarna fórum við svolítið útaf sporinu og þá er ekkert annað að gera en vippa sér aftur inn á það og taka umhverfisþættina miklu markvissari og sterkari tökum." Umhverfissálfræði er hraðvaxandi fræðigrein og Páll Jakob segir að vitund fólks um áhrif umhverfisins á andlega og líkamlega líðan þess sé sífellt að aukast. „Það er ekki bara umhverfisþættir eins og efnamengun eða hávaði sem hafa áhrif á okkur. Sífellt er að koma betur í ljós að skipulag og hönnun umhverfis, jafnt á stórum og smáum skala hefur, mikil og margvísleg áhrif á líðan og lífsgæði fólks. Sem lítið dæmi um það má nefna að samhliða söfnun rannsóknargagna skráðum við sætin sem fólk settist í þegar það beið á biðstofunni og komumst að því að í eina sætaröð settist aldrei neinn nema tilneyddur. Slíkt kemur ekki á óvart, enda afar ólíklegt að fólk sem er að sækja sér lækningu við hættulegum sjúkdómi, J 114 LÆKNAblaöið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.