Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2012, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.02.2012, Qupperneq 53
Sjaldgæfar: Lungnabólga. Blóð og eitlar: Algengar: Eitilfrumnafæð, hvítfrumnafæð. Geðræn vandamál: Algengar: Þungiyndi. Sjaldgæfar: Depurð. Taugakerfi: Mjög algengar: Höfuðverkur. Algengar: Sundl, náladofi, mígreni. Augu: Algengar: Þokusýn, augnverkur. Sjaldgæfar: Sjónudepilsbjúgur (Ekki skráð í rannsókn D2301 (FREEDOMS) með Gilenya 0,5 mg. Tíðniflokkun er byggð á tíðni með Gilenya 0,5 mg (0,5% samanborið við 0,2% í interferon beta-la hópnum) í rannsókn D2302 (TRANSFORMS)). Hiarta: Algengar: Hægtaktur, gáttasleglarof. Æðar: Algengar: Háþrýstingur. Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti: Mjög algengar: Hósti. Algengar: Mæði. Meltingarfæri: Mjög algengar: Niðurgangur. Húð og undirhúð: Algengar: Exem, hárlos, kláði. Stoðkerfi og stoðvefur: Mjög algengar: Bakverkir. Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað: Algengar: Þróttleysi. Rannsóknaniðurstöður: Mjög algengar: Hækkun alanín transamínasa (ALT). Algengar: Hækkun gamma-glútamýl transferasa (GGT), hækkun lifrarensíma, óeðlilegar niðurstöður lifrarprófa, hækkun þríglýseríða í blóði, þyngdartap. Sjaldgæfar: Fækkun daufkvrninga. Lýsing á völdum aukaverkunum: Svkinaar: í klínískum rannsóknum á MS-sjúkdómi var heildartíðni sýkinga (72%) og alvarlegra sýkinga (2%) af 0,5 mg skammtinum svipuð og af lyfleysu. Hins vegar voru sýkingar í neðri öndunarvegum, aðallega berkjubólga og í minna mæli lungnabólga, algengari hjá sjúklingum á meðferð með Gilenya. Tvö dauðsföll af völdum herpessýkingar áttu sér stað við notkun stærri skammtsins, 1,25 mg. Annað var herpes simplex heilabólga hjá sjúklingi sem fékk acyclovir meðferð eftir eina viku og hitt var dreifð frumsýking af völdum varicella zoster veiru hjá sjúklingi sem ekki hafði áður verið útsettur fyrir varicella og sem fékk háskammta sterameðferð samhliða, við MS-sjúkdómskasti. Sjónudepilsbjúgur: í klínískum rannsóknum á MS-sjúkdómi kom sjónudepilsbjúgur fram hjá 0,4% sjúklinga á meðferð með ráðlögðum 0,5 mg skammti og 1,1% sjúklinga sem fengu meðferð með stærri skammtinum, 1,25 mg. Flest tilvikin áttu sér stað innan 3-4 mánaða eftir að meðferð hófst. Sumir sjúklinganna fundu fyrir þokusjón eða minnkaðri sjónskerpu, en aðrir höfðu engin einkenni og greindust við reglubundna augnskoðun. Sjónudepilsbjúgurinn lagaðist yfirleitt af sjálfu sér eða hvarf alveg eftir að meðferð með Gilenya var hætt. Hættan á þetta komi fram aftur ef meðferð með lyfinu er hafin að nýju hefur ekki verið metin. Tíðni sjónudepilsbjúgs er aukin hjá sjúklingum með MS-sjúkdóm sem hafa sögu um æðubólgu (17% hjá þeim sem eru með sögu um æðubólgu samanborið við 0,6% án sögu um æðubólgu). Gilenya hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með MS-sjúkdóm sem einnig hafa sykursýki, sjúkdóm sem tengist aukinni hættu á sjónudepilsbjúg. í klínískum rannsóknum á nýrnaígræðslum sem einnig tóku til sjúklinga með sykursýki, leiddi meðferð með 2,5 mg og 5 mg af fingolimodi til tvöfaldrar aukningar á tíðni sjónudepilsbjúgs. Hægur hjartsláttur: Gilenya hægir tímabundið á hjartslætti við upphaf meðferðar og getur einnig valdið seinkun á leiðni milli gátta og slegla. ( klínískum rannsóknum á MS-sjúkdómi komu hámarksáhrifin fram 4-5 klst. eftir að meðferð var hafin, þar sem lækkun á meðalhjartsláttartíðni var 8 slög á mínútu af Gilenya 0,5 mg. Hjartsláttartíðni undir 40 slögum á mínútu sást mjög sjaldan hjá sjúklingum á meðferð með 0,5 mg af Gilenya. Hjartsláttartíðni náði aftur upphaflegum gildum innan 1 mánaðar við langvarandi meðferð. Hægtaktur var yfirleitt án einkenna en sumir sjúklingar fundu fyrir vægum eða miðlungsmiklum einkennum, þ.m.t. sundli, þreytu og/eða hjartsláttarónotum, sem hurfu innan 24 klukkustunda eftir að meðferð var hafin. í klínískum rannsóknum á MS-sjúkdómi greindist fyrstu gráðu gáttasleglarof (lengt PR bil á hjartarafriti) eftir að meðferð var hafin hjá 4,7% sjúklinga á 0,5 mg af fingolimodi, hjá 2,8% sjúklinga á interferoni beta-la til notkunar í vöðva og hjá 1,5% sjúklinga á lyfleysu. Annarrar gráðu gáttasleglarof greindist hjá færri en 0,5% sjúklinga á 0,5 mg af Gilenya. Eitt tilvik tímabundins þriðju gráðu gáttasleglarofs átti sér stað þremur klukkustundum eftir að fyrsti skammturinn af fingolimodi 1,25 mg var gefinn og stóð það í 30 sekúndur. Sjúklingurinn náði sér sjálfkrafa. Leiðslutruflanirnar voru yfirleitt tímabundnar, án einkenna og gengu til baka innan 24 klukkustunda eftir að meðferð var hafin. Flestir sjúklinganna þurftu ekki á læknisfræðilegu inngripi að halda, en einn sjúklingur sem var á 0,5 mg af Gilenya fékk isoprenalin við einkennalausu annarrar gráðu gáttasleglarofi af Mobitz I gerð. Blóðþrýstingur: í klínískum rannsóknum á MS-sjúkdómi voru tengsl milli Gilenya 0,5 mg og hækkunar á slagbilsþrýstingi um að meðaltali u.þ.b. 2 mmHg og u.þ.b. 1 mmHg á lagbilsþrýstingi, sem gerði vart við sig um það bil 2 mánuðum eftir upphaf meðferðar. Þessi aukning var viðvarandi við áframhaldandi meðferð. Greint var frá háþrýstingi hjá 6,1% sjúklinga á 0,5 mg af fingolimodi og hjá 3,8% sjúklinga á lyfleysu. Lifrartransamínasar: í klínískum rannsóknum á MS-sjúkdómi varð einkennalaus hækkun á gildum lifrartransamínasa í sermi umfram þreföld eðlileg efri mörk hjá 8% sjúklinga og umfram fimmföld eðlileg efri mörk hjá 2% sjúklinga á meðferð með 0,5 mg af Gilenya. Hjá sumum sjúklingum hefur hækkun lifrartransamínasa endurtekið sig við endurtekna meðferð, en það styður það að um tengsl við lyfið sé að ræða. í klínískum rannsóknum urðu hækkanir á transamínösum hvenær sem var meðan á meðferðinni stóð þótt meirihlutinn kæmi fram á fyrstu 12 mánuðunum. Gildi transamínasa í sermi urðu aftur eðlileg á um það bil 2 mánuðum eftir að meðferð með Gilenya var hætt. Hjá fámennum hópi sjúklinga (N=10 á 1,25 mg, N=2 á 0,5 mg) sem höfðu hækkuð gildi transamínasa umfram fimmföld eðlileg efri mörk, en héldu áfram á meðferð með Gilenya, náðu gildin aftur eðlilegum mörkum á um það bil 5 mánuðum. Taugakerfi: Mjög sjaldgæf tilvik sem áttu sér stað í taugakerfinu, hjá sjúklingum sem voru á meðferð með stórum skömmtum af fingolimodi (1,25 mg eða 5,0 mg), voru m.a. heilaslag vegna blóðþurrðar, eða blæðingar og aftanvert afturkræft heilakvillaheilkenni (posterior reversible encephalopathy syndrome). Einnig hefur verið greint frá ódæmigerðum taugasjúkdómum, svo sem tilvikum sem líkjast bráðri, dreifðri heila- og mænubólgu (acute disseminated encephalomyelitis (ADEM)). Æðar: Mjög sjaldgæf tilvik lokana á útæðum í slagæðakerfinu áttu sér stað hjá sjúklingum á meðferð með fingolimodi i stórum skömmtum (1,25 mg). Öndunarfæri: Minniháttar skammtaháðar lækkanir á FEV^ (forced expiratory volume) gildum og kolmónoxíðflutningsgetu lungna (DLCO) komu fram við meðferð með Gilenya og hófust á fyrsta mánuði og héldust stöðugar eftir það. Eftir 24 mánuði var lækkunin frá upphafsgildum í hundraðshlutum af áætluðu FEVi 3,1% fyrir fingolimod 0,5 mg og 2,0% fyrir lyfleysu, en sá munur hvarf eftir að meðferð var hætt. Minnkun DLCO eftir 24 mánuði var 3,8% fyrir fingolimod 0,5 mg og 2,7% fyrir lyfleysu. Eitilfrumukrabbamein: Greint hefur verið frá þremur tilvikum af eitilfrumukrabbameini, þ.m.t. einu banvænu tilviki af eitilfrumukrabbameini af B-frumugerð sem var jákvætt fyrir Epstein-Barr veiru hjá fleiri en 4.000 sjúklingum (um það bil 10.000 sjúklingaár) sem fengu fingolimod, ráðlagðan 0,5 mg skammt eða meira, í klínísku rannsóknunum á MS-sjúkdómi. Þessi tíðni, 3 af hverjum 10.000 sjúklingaárum (95% Cl: 0,6-8,8 á hver 10.000 sjúklingaár) er sambærileg við almenna tíðni sem er 1,9 af hverjum 10.000 sjúklingaárum. Ofskömmtun: Engin tilvik ofskömmtunar hafa verið tilkynnt. Hins vegar þoldu heilbrigðir sjálfboðaliðar vel staka skammta sem voru allt að 80 faldur ráðlagður skammtur (0,5 mg) vel. Við 40 mg skammt, greindu 5 af 6 einstaklingum frá vægum brjóstþyngslum eða óþægindum sem voru í klínísku samræmi við viðbrögð í smáum öndunarvegum. Fingolimod getur valdið hægum hjartslætti og getur hægt á leiðni milli gátta og slegla. Fingolimod er hvorki hægt að fjarlægja úr líkamanum með skilun né plasmaskiptum. Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm Limited, Wimblehurst Road, Horsham, West Sussex, RH12 5 AB, Bretland. Umboðsaðili á íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabær.Sími: 535-7000.Textinn var síðast samþykktur 14. desember 2011. Ath. textinn er styttur. Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is Pakkningastærð(ir): 7 stk. og 28 stk. Afgreiðslutilhögun (afgreiðsluflokkun): Lyfseðilsskylt (R), sérfræðingsmerkt (Z), sjúkrahúslyf (S). Verð (samþykkt hámarksverð í janúar 2012): 0,5 mg 7 stk. 93.157 kr. 0,5 mg, 28 stk. 357.056 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: Lyfið er sjúkrhúslyf og tekur SÍ ekki þátt í að greiða lyfið. Heimildir: 1. Cohen JA, Barkhof F, Comi G, et al. Oral fingolimod or intramuscular interferon for relapsing multiple sclerosis. N Engl J Med. 2010;362:402-414, (TRANSFORMS). 2. Kappos L, Radue E-W, O'Connor P, et al. A placebo-controlled trial of oral fingolimod in relapsing multiple sclerosis. N Engl J Med. 2010;362:387-401 (FREEDOMS). 3. Brinkmann V. Sphingosine 1-phosphate receptors in health and disease: mechanistic insights from gene deletion studies and reverse pharmacology. Pharmacol Ther. 2001;115:84-105.4. Sérlyfjatexti Gilenya. Sjá textann á vef Lyfjastofnunar á www.serlyfjaskra.is undir Gilenya. Duodart, hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríö. Ábendingar: Meöferö viö miðlungsmiklum eöa verulegum einkennum af völdum góökynja stækkunar á blöðruhálskirtli (benign prostatic hyperplasia, BPH). Draga úr hættu á bráðri þvagteppu (acute urinary retention, AUR) og þörf fyrir skurðaðgerö hjá sjúklingum með miðlungsmikil eða veruleg einkenni af völdum góökynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Skammtar og lyfjagjöf: Ráölagður skammtur af Duodart er eitt hylki (0,5 mg/0,4 mg) til inntöku u.þ.b. 30 mínútum eftir sömu máltíðina á hverjum degi. Hylkin skal gleypa heil og hvorki tyggja þau né opna. Frábendingar: Ekki má nota Duodart hjá: konum, börnum eöa unglingum, sjúklingum með ofnæmi fyrir dútasteríði, öðrum 5-alfa-redúktasahemlum, tamsúlósíni (þ.m.t. ofsabjúgi af völdum tamsúlósíns), soja, jarðhnetum eða einhverju ööru hjálparefnanna. Sjúklingum með sögu um réttstööulágþrýsting. sjúklingum meö verulega skerta lifrarstarfsemi.Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Duodart skal einungis ávísað að undangengnu vandlegu mati á ávinningi og áhættu og eftir að skoðaðir hafa verið aðrir meðferðarkostir, þar á meðal einlyfjameöferðir. Læknum skal vera Ijóst að grunngildi PSA sem er lægra en 4 ng/ml hjá sjúklingum sem taka Duodart útilokar ekki krabbamein í blööruhálskirtli. Duodart veldur lækkun á þéttni PSA í sermi um u.þ.b. 50% eftir 6 mánuöi hjá sjúklingum meö góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli, jafnvel þegar um krabbamein í blöðruhálskirtli er að ræða. Því skal tvöfalda PSA-gildi hjá einstaklingi sem hefur fengið meöferð með Duodart í 6 mánuði eða lengur, til samanburðar viö eölileg gildi hjá körlum sem ekki eru í meöferð. Gæta skal varúðar við meðferö hjá sjúklingum meö alvarlega skeröingu á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun minni en 10 ml/mín) þar sem rannsóknir hafa ekki verið gerðar hjá þessum sjúklingum. Eins og á við um aöra alfa-blokka, getur komið fram lækkun á blóðþrýstingi meðan á meðferð með tamsúlósíni stendur, sem í mjög sjaldgæfum tilvikum getur valdiö yfirliði. Sjúklingum sem hefja meðferð meö Duodart skal bent á aö leggjast niður við fyrstu einkenni um réttstöðulágþrýsting (sundl, máttleysi) þar til einkennin hafa gengiö til baka. Ekki ráðlagt aö hefja meðferð meö Duodart hjá sjúklingum sem eru að fara í dreraðgerö. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Engar rannsóknir á milliverkunum hafa veriö gerðar með Duodart. Áhrif annarra lyfja á lyfjahvörf dútasteríös; Notkun samhliða CYP3A4- og/eóa P-glýkópróteinhemlum: Brotthvarf dútasteríös er aöallega Langtímameöferð með lyfjum sem eru öflugir CYP3A4- hemlar samhliöa dútasteríömeðferö, getur aukið þéttni dútasteríös í sermi. Tamsúlósín: Notkun tamsúlósínhýdróklóríðs samhliöa lyfjum sem geta lækkað blóðþrýsting, þ.m.t. svæfingalyfjum og öðrum afla-1-adrenvirkum blokkum, gæti aukið blóöþrýstingslækkandi áhrifin. Gæta skal varúöar við notkun warfaríns samhliða tamsúlósínhýdróklóríði. Díklófenak getur aukið brotthvarfshraöa tamsúlósíns. Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf: Duodart er ekki ætlað konum. Frjósemi: Greint hefur verið frá því að dútasteríö hafi áhrif á eiginleika sæðis hjá heilbrigðum körlum. Ahrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Duodart á hæfni til aksturs eða stjórnunar véla. Hins vegar skal upplýsa sjúklinga um aö hugsanlega geti komið fram einkenni sem tengjast réttstöðulágþrýstingi, svo sem sundl, meðan þeir taka Duodart. Aukaverkanir: Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar með Duodart; hins vegar hefur veriö sýnt fram á jafngildi Duodart og samsettrar meðferðar með dútasteríöi og tamsúlósíni. Upplýsingar sem eru birtar hér tengjast samhliða gjöf dútasteríðs og tamsúlósíns, úr greiningu á gögnum fyrir 2 ár í CombAT (Combination of Avodart and Tamsulosin)-rannsókninni, samanburði á dútasteríði 0,5 mg og tamsúlósíni 0,4 mg einu sinni á dag í 4 ár við samhliða gjöf eöa sem einlyfjameðferð. SAMHLIÐA GJÖF DÚTASTERÍÐS OG TAMSÚLÓSÍNS. Gögn frá 4 ára CombAT-rannsókninni hafa sýnt að tíöni allra aukaverkana sem rannsóknaraðili taldi lyfjatengdar á fyrsta, öðru, þriðja og fjóröa ári meðferðar var 22% fyrsta árið, 6% annað árið, 4% þriöja áriö og 2% fjóröa áriö viö samsetta meöferð meö dútasteríöi + tamsúlósíni, 15% fyrsta árið, 6% annað árið, 3% þriðja árið og 2% fjóröa árið við meöferð með dútasteríöi einu sér og 13% fyrsta áriö, 5% annað árið, 2% þriöja árið og 2% fjórða árið við meðferö með tamsúlósíni einu sér. Hærri tíðni aukaverkana í hópnum sem fékk samsetta meðferð, á fyrsta ári meðferðar, var vegna hærri tíðni kvilla í æxlunarfærum, einkum vandamála tengdum sáðláti, sem komu fram hjá þessum hópi. Eftirfarandi aukaverkanir sem rannsóknaraðili taldi lyfjatengdar hafa verið skráöar með tíöni sem er hærri en eða jöfn og 1% á fyrsta ári meöferðar í CombAT-rannsókninni; tíðni þessara aukaverkana á fjórum árum meðferðarinnar er sýnd í töflunni hér á eftir: (1ár)(2ár)(3ár)(4ár). Getuleysi : Samsetning (6,3%)(1,8%)(0,9%); Dútasterið (5,1%)(1,6%)(0,6%)(0,3%) Tamsúlósín (3,3%)(1,0%)(0,6%)(1,1%) Breytt (minnkuö) Kynhvöt: Samsetning (5,3%)(0,8%)(0,2%)(0%); Dútasteríð (3,8%)(1,0%)(0,2%)(0%); Tamsúlósín (2,5%)(0,7%)(0,2%)(<0,1%). Truflun á sáöláti: Samsetning (9%)(1,0%)(0,5%)(<0,1%); Dútasteríð (1,5%)(0,5%)(0,2%)(0,3%) Tamsúlósín (2,7%)(0,5%)(0,2%)(0,3%). Einkenni í brjóstum: Samsetning (2,1 %)(0,8%)(0,9%)(0,6%); Dútasteríð (1,7%)(1,2%)(0,5%)(0,7%) Tamsúlósín (0,8%)(0,4%)(0,2%)(0%). Sundl: Samsetning (1,4%)(0,1 %)(<0,1 %)(0,2%); Dútasteríð (0,7%)(0,1 %)(<0,1 %)(<0,1 %); Tamsúlósín (1,3%)(0,4%)(<0,1%)(0%).Afgreiðslutilhögun: lyfseðilsskylt, R, E Pakkningar og verð: 1. janúar. 2012, 30 stk. 6.026 kr Handhafi markaðsleyfis: GlaxoSmithKline ehf., Þverholti 14 105 Reykjavík, 17. október 2011. Styttur SPC texti, nánari upplýsingar er aö finna á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is LÆKNAblaðið 2012/98 125

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.