Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Síða 9

Læknablaðið - 15.05.2012, Síða 9
RITSTJÓRNARGREIN Lyfjaávísanir í réttum höndum? Hulda Hjartardóttir Fæðingalæknir á kvennadeild Landspítala huldahja@landspitali.is Nýlega lagði velferðarráðherra fram frum- varp um breytingar á lyfjalögum og lögum um lýðheilsu (ávísanaheimild) þar sem á að veita hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum heimild til að ávísa hormónatengdum getn- aðarvörnum að undangenginni sérstakri þjálfun eða kennslu. Þessi frumvarpsdrög hafa valdið þó nokkurri umræðu meðal lækna og hjúkrunarfræðinga/ljósmæðra eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, enda er þarna um grundvallarbreytingu og skörun á starfssviði þessara stétta að ræða þó í litlum mæli sé. Málið á sér nokkurn aðdraganda og er hægt að rekja það aftur um nær 5 ár. Arið 2007 óskaði landlæknir eftir áliti Félags islenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) varðandi til- lögur þáverandi ráðherra heilbrigðismála um takmarkað leyfi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að skrifa upp á horm- ónagetnaðarvarnir. FIFK skipaði starfshóp til að fjalla um málið og komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á slíkum breytingum. í fyrsta lagi hefði mik- ill árangur náðst í fækkun fóstureyðinga almennt, og þá sérstaklega í yngstu aldurs- hópunum. Fæðingatíðni kvenna yngri en 20 ára væri aðeins um 1,3% og væri því ekki stórt heilsufarvandamál. í öðru lagi væri óþarfi að bæta við starfsfólki sem gæti ávís- að hormónagetnaðarvörnum því aðgengi fólks að getnaðarvörnum eins og getnaðar- varnapillunni væri gott, stutt bið væri eftir að hitta lækna í heilsugæslu og á stofum og menntun lækna gerði þá til þess fallna að skrifa lyfseðla en ekki menntun hjúkrun- arfræðinga. Hægt væri að bæta aðgengi ungs fólks að getnaðarvörnum á annan hátt, til dæmis með verðlækkun. Tekið var fram í bréfinu að ef niðurstaða þessa máls innan stjórnkerfisins yrði önnur en álit FÍFK, kallaði það á frekari umræðu meðal fagfólks: heimilislækna, lyfjafræðinga og háskólakennara. Þrátt fyrir þetta álit sendi þáverandi landlæknir erindi til ráðherra þar sem mælt var með því að lögum yrði breytt samkvæmt ofangreindu. Ekki heyrð- ist meira af þessu máli þar til allt í einu að boðað var til fundar í velferðarráðuneytinu í nóvember síðastliðnum. Var undirrituð þó aðeins boðuð á fundinn vegna þess að at- hugull framkvæmdastjóri Læknafélagsins tók eftir því í fundarboði að fulltrúi FÍFK hafði ekki verið boðaður og hafði samband við ráðuneytið. Fjöldi manns var boðaður á fundinn, fulltrúar hinna ýmsu fagfélaga, ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga, lyfjafræð- inga, heilsugæslunnar og háskóladeilda. A fundinum voru drög að frumvarpinu kynnt og óskað eftir athugasemdum. Flestir þeirra sem á fundinum voru lýstu yfir ánægju sinni með frumvarpsdrögin. Rök á móti komu flest frá fulltrúum þeirra fagfélaga lækna sem á fundinum voru og frá heilsugæslulæknum. Mikill meirihluti fulltrúa á fundinum var ekki læknismennt- aður. Það kom fram á fundinum að þetta frumvarp yrði lagt fram og of seint væri að koma með skriflegar athugasemdir. Frumvarpið hefur verið í umfjöllun þing- flokka en ekki náðist að leggja það fram formlega á þessu þingi. Af hálfu félaga í FÍFK og FÍH var strax brugðist við til að reyna að leiðrétta rangfærslur sem fram komu í rökstuðningi með frumvarpinu. Er þar vísað til þess að haft hafi verið samráð við heilbrigðisvísindasvið Háskóla íslands, Embætti landlæknis og Lyfjastofnun. Ekki er minnst á þá sem höfðu aðra skoðun á málinu og komu henni á framfæri við undirbúning málsins. I rökstuðningi með frumvarpinu er einnig vísað í skýrslu Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem birtist síðla árs 2011. í skýrslu nefndar- innar koma fram áhyggjur af þungunum stúlkna, 18 ára og yngri, og eru þær taldar geta stafað af þekkingarskorti og lélegu aðgengi þeirra að getnaðarvörnum og ráð- gjöf um þær. Leggur nefndin til að aðgengi þessa hóps að getnaðarvörnum verði bætt. I skýrslu nefndarinnar er byggt á tölum sem teknar eru úr samhengi við þróun síð- ustu ára og sem eru að minnsta kosti 6 ára gamlar. Bent skal á að mikill árangur hefur náðst í að fækka þungunum og barns- fæðingum meðal stúlkna á þessum aldri. Fjöldi fæðinga hjá stúlkum yngri en 17 ára var um 1% allra fæðinga fyrir 30 árum en er nú aðeins 0,1%. Sömu sögu má segja um fæðingar í aldurshópnum yngri en 18 ára sem voru rúmlega 3% fyrir 30 árum en eru nú um 0,5%. Fæðingar í þessum aldurshópi hafa alltaf verið fleiri en á hinum Norður- löndunum og er sennileg skýring á því að nokkru leyti menningarmunur. Hvað snertir fóstureyðingar er ísland í næst- neðsta sæti meðal Norðurlandanna. Fjöldi fóstureyðinga í aldurshópnum 15-19 ára var 21/1000 fæðingar árið 1999 en var 12/1000 árið 2009. Tíðni fóstureyðinga er hæst í Svíþjóð og Noregi þar sem ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa fengið takmarkað ávísanaleyfi. I frumvarpinu er engin út- færsla á nauðsynlegri viðbótarmenntun þessara starfsstétta né tilkostnaður við hana. Lítill munur er á kostnaði við vinnu lækna og hjúkrunarfræðinga í heilsugæsl- unni. Þegar grannt er skoðað liggja því hvorki sterk kostnaðarleg né fagleg rök að baki þessum breytingartillögum. Tillögur um breytingar á lögum um lyfjaávísanir ætti að gera í góðu samráði við lækna sem er eina starfsstéttin sem hefur nauðsynlega menntun til þess starfa. Ég legg til að fyrirhugað frumvarp verði dreg- ið til baka og haldið verði áfram vinnu við að fræða ungt fólk um kynlíf og getnaðar- varnir í góðri samvinnu lækna, hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra. Should other health professionals than doctors be allowed to prescribe hormonal contraception? Hulda Hjartardóttir: Consultant Obstetrician LÆKNAblaðið 2012/98 269

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.