Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Síða 14

Læknablaðið - 15.05.2012, Síða 14
RANNSÓKN marktækt hærra, eða 48% borið saman við 4% í viðmiðunarhópi (p<0,001). Gerð var fjölþátta aðhvarfsgreining á áhættuþáttum innlagnar á gjörgæsludeild. Einungis voru notaðar breytur sem þekktar voru fyrir aðgerð. Inn í upphaflega líkanið voru teknar þær breytur sem skráðar voru fyrir aðgerð og tengjast verri útkomu, auk lýðfræði- legra breyta (aldur, kyn, reykingar, aðgerðartegund, niðurstaða blástursprófs, tilviljunargreining, og tilvist langvinnrar lungna- teppu, hjartsláttaróreglu eða kransæðasjúkdóms). Hærri aldur (OR 1,07, 95% ÖB 1,00-1,14, p=0,04) og saga um langvinna lungna- teppu (OR 4,07, 95% ÖB 1,14-11,50, p=0,01) reyndust sjálfstæðir áhættuþættir gjörgæsluinnlagnar en í líkaninu var einnig leiðrétt fyrir tilviljunargreiningu (OR 2,57, 95% ÖB 0,90-7,28, p=0,08) og hámarksútblástursmagni lungna (FVC, forced vital capacity) (OR 1,43, 95% ÖB 0,78-2,60, p=0,25). Umræða Tíðni innlagna á gjörgæsludeild eftir lungnaskurðaðgerðir við lungnakrabbameini reyndist frekar lág (8%) og breyttist lítið á þeim 10 árum sem rannsóknin tók til. Lág tíðni gjörgæsluinn- lagna er athyglisverð þar sem margir þessara sjúklinga hafa langa reykingasögu og eru með alvarlegan teppusjúkdóm í lungum, auk hjarta- og æðasjúkdóma. I tveimur nýlegum erlendum rannsókn- um var tíðni gjörgæsluinnlagna 6-10% en þeim í báðum voru tekn- ir með sjúklingar sem gengist höfðu undir lungnabrottnám.1213 Annað sem torveldar samanburð við aðrar rannsóknir er að mismunandi er eftir stofnunum hvernig vöktun þessara sjúklinga er háttað. Einnig geta skilgreiningar á gjörgæsludeild, vöknunar- deild og hágæsludeild verið misjafnar milli stofnana. I rannsókn Okiror var hlutfall innlagna á gjörgæsludeild þó svipað, eða 7%.13 Hins vegar lágu sjúklingar í þeirri rannsókn að miðgildi í þrjá daga á gjörgæsludeild í stað eins í okkar rannsókn. Aður voru innlagnir á gjörgæsludeild eftir þessar aðgerðir mun algengari á Landspítala, eða 64% á árunum 1994-1998.14 Ástæður fyrir þess- ari fækkun eru sennilega margþættar. Framfarir í svæfingum og verkjameðferð gætu hafa skipt máli, eins og aukin notkun utan- bastsdeyfinga. Einnig gæti bætt tækni við skurðaðgerðirnar skýrt hluta fækkunarinnar, til dæmis aukin notkun fremri hliðarskurð- ar sem veldur minni verkjum en aftari hliðarskurður.15 Sennilega vega þó þyngra breyttar ábendingar fyrir innlögn á gjörgæslu en þær hafa breyst með árunum. Þannig eru nær eingöngu lagðir inn á gjörgæsludeild Landspítala sjúklingar sem þarfnast vöktunar og meðferðar sem eingöngu er veitt á gjörgæsludeild, en hinir fara í gegnum vöknunardeild og þaðan á legudeild. Fækkun gjörgæsluinnlagna stuðlar að því að halda niðri kostn- aði tengdum aðgerðunum. Þessi þróun verður að teljast jákvæð þar sem sólarhringur á gjörgæsludeild er talsvert dýrari en á legu- deild. Auk þess er fjöldi gjörgæsluplássa takmarkaður á sama tíma og skurðaðgerðum vegna lungnakrabbameins hefur fjölgað, bæði vegna fjölgunar tilfella en einnig vegna þess að sífellt eldri og veikari sjúklingar eru teknir í aðgerð.4 5-16 Einungis 10 sjúklingar (4%) þurftu að leggjast á gjörgæsludeild af vöknunardeild eða legudeild allt rannsóknartímabilið, sem verður að teljast lágt hlutfall. í fjórum tilfellum var lágur blóð- þrýstingur ástæða gjörgæsluinnlagnar en þrír þessara sjúklinga höfðu fengið utanbastsdeyfingu. Ekki reyndist þó munur á hlut- falli sjúklinga með utanbastsdeyfingu í gjörgæsluhópi og viðmið- unarhópi. Hins vegar reyndust bæði hár aldur og saga um lang- vinna lungnateppu spá fyrir um líkur þess að sjúklingar lögðust á gjörgæsludeild. Þetta er í samræmi við nýlega rannsókn12 þar sem útbúið var áhættulíkan fyrir innlögn á gjörgæsludeild. Þar reyndust hár aldur, áætlað FEVl eftir aðgerð <65%, loftdreifipróf (DLCO) <50% og hjarta- og æðasjúkdómar vera helstu áhættu- þættir innlagnar. Ekki er til alþjóðlega viðurkennt spálíkan sem segir til um áhættu sjúklinga fyrir lungnaskurðaðgerð, líkt og EuroSCORE- áhættulíkanið fyrir opnar hjartaaðgerðir.17 1 erlendum rannsókn- um eru helstu áhættuþættir skurðdauða eftir lungnaskurðaðgerð lágt FEVl-gildi, hár aldur og saga um lungnateppu og kransæða- sjúkdóm.18,19 í rannsókn Pieretti og félaga spáði tegund aðgerðar, hár ASA-flokkur, skert lungnastarfsemi og saga um aðra alvarlega sjúkdóma fyrir um líkur á innlögn á gjörgæsludeild.20 Dánartíðni innan 30 daga reyndist lág, eða 0,8%. Þetta er lægra en í flestum erlendum rannsóknum þar sem hún er oftast á bilinu 0,6-4% fyrir blaðnám og fleyg- eða geiraskurði.21-22 Lág dánartíðni gefur til kynna að snemmkominn árangur þessara aðgerða sé góður á Landspítala. Eins og búast mátti við reyndust bæði alvarlegir og minniháttar fylgikvillar algengari hjá gjörgæslusjúklingum en í viðmiðunar- hópi. Þetta kemur ekki á óvart þar sem alvarlegur fylgikvilli á borð við hjarta- og öndunarbilun eða blæðingu var oft ástæða innlagnar á gjörgæsludeild. Langvarandi loftleki (>7 daga) var algengasti fylgikvillinn í báðum hópum en hann krefst brjósthols- kera sem eykur verki og lengir legutíma. Gáttatif og lungnabólga voru einnig algeng í báðum hópum. Af alvarlegum fylgikvillum voru blæðingar algengastar. Oftast blæddi frá lungnaslagæð eða lungnabláæð og þurftu 7 sjúklinganna að fara í enduraðgerð til þess að stöðva blæðinguna. Flestum sjúklingum sem lögðust á gjörgæsludeild farnaðist vel eftir útskrift, en aðeins þrír sjúklingar af 21 þurftu á endurinnlögn að halda. Einn þessara sjúklinga lést á gjörgæsludeild en annar í sömu spítalalegu. Styrkur þessarar rannsóknar er að hún nær til allra sjúklinga sem gengust undir blaðnám, fleyg- og geiraskurði á 10 ára tímabili. Stuðst var við ítarlegan gagnagrunn hjarta- og lungnaskurðdeild- ar Landspítala en þar eru skráðar allar lungnaskurðaðgerðir sem framkvæmdar hafa verið við lungnakrabbameini á íslandi síðast- liðna tvo áratugi. Hins vegar er veikleiki rannsóknarinnar sá að stuðst var afturvirkt við upplýsingar úr sjúkraskrám, til dæmis hvað varðar ástæður fyrir innlögn á gjörgæslu. í sumum tilvikum reyndist skráning innlagnarástæðu ófullkomin, en dagálar á gjör- gæsludeild voru jafnan nákvæmir og skipulega færðir. Annað sem veikir rannsóknina er að sjúklingar sem lögðust á gjörgæsludeild þurftu ekki allir sérhæfða gjörgæslumeðferð og í þeim tilvikum virðist hafa verið um lengda vöktun að ræða. Aðeins lögðust 8% sjúklinga á gjörgæsludeild eftir lungna- skurðaðgerð við lungnakrabbameini (lungnabrottnám undanskil- in) og reyndust hærri aldur og saga um langvinna lungnateppu sjálfstæðir áhættuþættir fyrir innlögn þangað. 274 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.