Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 30
TILFELLI MÁNAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins Svar og umræða Sjúklingur var með sýklasóttarlost, blóðstorkusótt (disseminated intravascular coagulation) og bráða nýrnabilun ásamt gríðarlegri sundrun á rauðum blóðkornum (hemolysis). Ur blóðræktun rækt- aðist Clostridium perfringens og Escherichia coli, en þvagræktun var neikvæð. Hann fékk blóðþrýstingshækkandi lyf, vökva, blóðgjöf og blóðflögur. Sýklalyfjameðferð var breytt í Piperacillin/Tazo- bactam í æð. Þrátt fyrir öfluga stuðningsmeðferð fór ástand hans versnandi, með fjöllíffærabilun, hjartastoppi og andláti að morgni þriðja legudags. Við krufningu sást kýli í lifur með drepsvæði í kring og við smásjárskoðun á lifrarvef sáust gram-jákvæðar staf- laga bakteríur. Ekki greindust merki um illkynja vöxt eða rof á meltingarvegi. Clostridium perfringens er loftfirrð, sporamyndandi gram-já- kvæð staflaga baktería af ætt Clostridia. Bakterían er til staðar í náttúrunni, bæði í jarðvegi og getur verið hluti af eðlilegri bakter- íuflóru í meltingarvegi hraustra manna og dýra. Ekki er óalgengt að C. perfringens valdi matareitrun.1 Bakterían getur einnig valdið drepi með loftmyndun út frá sárasýkingum, eftir fæðingu, fóstur- eyðingu eða annað sem veldur rofi á húð eða slímhúðum, til dæm- is í meltingarvegi eða gallvegum.2 Sýklasótt með C. perfringens verður oftast hjá ónæmisbældum sjúklingum, eða þeim sem eru með sykursýki og/eða illkynja sjúkdóma,2 en hefur einnig verið lýst hjá hraustum einstaklingum.3 Mikil sundrun á rauðum blóðkornum (massive hemolysis) er sjaldgæfur fylgikvilli C. perfringens blóðsýkingar og tengist afar hárri dánartíðni, 70-100%.4-5 Astæða þessarar sundrunar er myndun bakteríunnar á a-toxíni, sem er eiturefni sem hefur meðal annars fosfólípasa C virkni.6 a-toxínið ræðst á frumuhimnu rauðra blóðkorna og sundrar þeim, þannig að frítt hemóglóbín lekur út í sermi og getur því orðið mikið misræmi á mæliniðurstöðum fyrir hemóglóbín og hematókrít. Aðeins fáeinar aðrar sýkingar geta valdið eyðingu eða sundrun á rauðum blóðkornum, þar á meðal malaría (sérstaklega Plasmodium falciparum), bartonellosis, babesiosis og sýkingar með shiga-toxínmyndandi bakteríum, þar sem E. coli 0157:H7 er þekktasta dæmið (hemolytic-uremic syndrome, HUS, eða rauðkornasundrunar- og nýrnabilunarheilkenni). Ekki er hægt að útiloka þann fræðilega möguleika að E. coli hafi átt einhvern þátt í sjúkdómsmyndinni, enda þótt það hljóti að teljast fremur langsótt. Til viðbótar við a-toxín framleiðir C. perfringens nokkur önnur eiturefni, þar á meðal perfringolysin O sem hefur verið bendlað við blóðstorkusótt í sjúklingum með sýklasótt.7 C. perfringens blóðsýking getur leitt til nýrnabilunar sem getur verið afleiðing lágþrýstings, hemóglóbínmigu og myoglóbínmigu. Sjúkdómar í lifur og gallvegum eru algengasta uppspretta C. perfringens blóðsýkinga eins og í þessu tilfelli.8 Meðaldánartíðni sjúklinga með C. perfringens sýkingu í blóði er 27%, en sýkla- sóttarlost, blóðstorkusótt og greinanleg loftmyndun tengist verri horfum8 eins og raunin varð hér. C. perfringens er yfirleitt vel næm fyrir mörgum sýklalyfjum, þar á meðal penicillín-samböndum og er oft mælt með penicillíni G við staðfestum sýkingum. Virkni kefalosporína hefur ekki verið mikið rannsökuð in vivo, enda þótt sýnt hafi verið fram á virkni þeirra in vitro. Upphafsmeðferð með Cefuroxími í æð er algeng hjá sjúklingum með kviðarholssýkingar á skurðdeildum, en telst ekki vera kjörmeðferð C. perfringens blóð- sýkinga. Sýklalyfjameðferð var því breytt fljótlega eftir komu. Á hinn bóginn rennir þetta tilfelli og önnur áþekk stoðum undir þá kenningu að hinar slæmu horfur sjúklinga tengist að verulegu leyti myndun bakteríunnar á eiturefnum sem hugsanlega halda áfram að skaða sjúkling þótt bakteríurnar séu drepnar. Ekki er mælt með að gefa sýklalyf þegar um matareitrun af völdum C. perfringens er að ræða. Heimildir 1. Sparks SG, Carman RJ, Sarker MR, McClane BA. Genotyping of enterotoxigenic clostridium perfringens fecal isolates associated with antibiotic-associated diarrhea and food poisoning in north America. J Clin Microbiology 2001; 39: 883-8. 2. Rechner PM, Agger WA, Mruz K, Cogbill TH. Clinical features of clostridial bacteremia: a review from a rural area. Clin Infect Dis 2001; 33: 349-53. 3. Leal J, Gregson DB, Ross T, Church DL, Laupland KB. Epidemiology of Clostridium species bacteremia in Calgary, Canada, 2000-2006. J Infect 2008; 57:198-203. 4. Rogstad B, Ritland S, Lunde S, Hagen AG. Clostridium perfringens septicemia with massive hemolysis. Infection 1993; 21: 54-6. 5. Kreidl KO, Green GR, Wren SM. Intravascular hemolysis from a Clostridium perfringens liver abscess. J Am Coll Surg 2002; 194: 387. 6. Hubl W, Mostbeck B, Hartleb H, Pointner H, Kofler K, Bayer PM. Investigation of the pathogenesis of massive hemolysis in a case of Clostridium perfringens septicemia. Ann Hematol 1993; 67:145-7. 7. Bryant AE. Biology and pathogenesis of thrombosis and procoagulant activity in invasive infections caused by group A streptococci and Clostridium perfringens. Clin Microbiol Rev 2003; 16:451-62. 8. Fujita H, Nishimura S, Kurosawa S, Akiya I, Nakamura-Uchiyama F, Ohnishi K. Clinical and epidemiological features of Clostridium perfringens bacteremia: a review of 18 cases over 8 year-period in a tertiary care center in metropolitan Tokyo area in Japan. Intem Med 2010; 49: 2433-7. Case of the month: Patient with septic shock and massive intravascular haemolysis Key words: Septic shock, massive haemoiysis, Clostridium perfringens. Tilfelliö barst 5. mars 2012, samþykkt til birtingar: 20. apríl 2012. 290 LÆKNAblaðið 2012/98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.