Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 33
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Ljósir punktar Þórey Steinarsdóttir fulltrúi Félags almennra lækna í stjórn Læknafélags fslands thorey.steinarsdottinSgmail.com Með hækkandi sól nú á vordögum er gott að staldra aðeins við og skoða hvað hefur gengið vel, hvaða sigrar hafa unnist og hverju vinna síðasta árs hefur skilað okk- ur. Sem stjórnarmaður í FAL síðustu tvö ár hef ég tekið þátt umfjöllun um fjölmörg mál sem snúa að starfi okkar sem lækna, að finna út hvar eru brotalamir og hvað má bæta. Okkur er tamt að horfa á það sem illa gengur, fer úrskeiðis eða þegar við teljum að brotið sé á okkur. Þetta starf er að sjálfsögðu mikilvægt, því annars myndum við aldrei berjast fyrir breyting- um til batnaðar og hlutirnir yrðu óbreyttir um ókomna tíð. En ekki má gleyma að taka eftir og gleðjast yfir sigrunum. Stéttarfélagsmál eru gjarnan þess eðlis að stór stökk í baráttunni fyrir bættum kjörum sjást sjaldan. Breytingarnar taka oft langan tíma og koma í smá skrefum og því tökum við síður eftir þeim. En ef vel er að gáð sjáum við þó að hlutirnir þokast í rétta átt. Allavega stundum. Þegar nýir kjarasamningar voru gerðir á síðasta ári voru námsferðir almennra lækna eitt af þeim atriðum sem almennir læknar gerðu miklar athugasemdir við. Með sanni var þetta eitt af þeim málum sem lögð var hvað mest áhersla á. í sparn- aði síðustu ára var sá mikilvægi þáttur í okkar starfi, sem símenntun er, skorinn burt á sumum sviðum spítalans. Vegna þröngra ákvæða í þágildandi kjarasamn- ingi mátti túlka hann svo að læknar þyrftu að uppfylla ströng skilyrði til að eiga rétt á námsferðum. Með nýjum kjarasamningi var tekið á þessu atriði og nú eru almennir læknar frá Islandi farnir að sjást oftar með kollegum sínum á þingum erlendis. Þessi breyting var til mikilla bóta. Ég tel að allir læknar séu sammála um mikii- vægi þess að fá tækifæri til að víkka sjón- deildarhringinn og kynnast því sem er að gerast fyrir utan landsteinana, auka við þekkingu sína, fylgjast með því sem er að gerast í vísindaheiminum og styrkja tengslanetið. Ekki er síður mikilvægt að sinna þessum hluta af starfi okkar lækna við upphaf starfsferilsins en síðar á lífs- leiðinni. Læknar sem eignast börn fá greiddan fæðingarstyrk frá Fjölskyldu- og styrktar- sjóði LÍ (FOSL). Reglur FOSL hafa kveðið á um að allir læknar sem eignast barn geti sótt um og fengið greidda fasta upp- hæð úr sjóðnum. Þetta er sambærilegt við reglur annarra stéttarfélaga. Ef hins vegar báðir foreldrar barnsins eru læknar, sem þó nokkur dæmi eru um á ári hverju, hefur einungis annað foreldrið fengið fæðingarstyrkinn greiddan. í nútíma jafn- réttisþjóðfélagi skýtur þetta ansi skökku við. Hafa reglulega borist kvartanir um þetta mál frá félagsmönnum. í vetur var reglum sjóðsins breytt og fá nú báðir for- eldrar styrk úr sjóðnum. Annað foreldrið fullan styrk en hitt foreldrið hálfan. Þetta er eitt af þeim réttindamálum sem rædd hafa verið í þó nokkur ár, en hefur nú með sanni þokast í rétta átt. Innan Landspítalans hefur í vetur verið lögð mikil vinna í að bæta starfsaðstæður kandídata. Hópur kandídata í hagsmuna- nefnd FAL hefur þar unnið mikið starf í samvinnu við vísinda-, mennta- og ný- sköpunarsvið Landspítalans. Kandídatar er sá hópur innan spítalans sem flakkar hvað mest á milli deilda. Vinnulag deilda er ólíkt og hlutverk og skyldur kandídata geta verið ansi ólíkar eftir því á hvaða deild þeir vinna þann mánuðinn. Er það því ákveðið gæðamál að hafa góðar verk- lagsreglur til að styðjast við, svo ljóst sé frá fyrsta degi hvert er hlutverk kandídatsins á deildinni, hvaða verkum hann á að sinna og hvernig. Þarna er ekki verið að tala um læknisfræði, heldur praktísk atriði við vinnu eins og á hvaða fundi er ætlast til að kandídatinn mæti, hvort og hvaða göngu- deild hann á að sinna, hvort og hvenær hann á að sinna innskriftum eða eftirfylgd sjúklinga, svo eitthvað sé nefnt. Ansi stór hópur kandídata er menntaður erlendis og hefur aldrei unnið á Landspítalanum. Æði oft er enginn til að taka beinlínis á móti þeim við komuna á spítalann og setja þá almennilega inn í starfið. Þessi vinna við skýrar verklagsreglur kemur þeim þá mikið til hjálpar. Eins og alltaf eru margir hlutir sem gera má betur og eru þess virði að berjast fyrir til að bæta kjör okkar. Á sumar- deginum fyrsta, þegar þetta er ritað, er þó viðeigandi að horfa á björtu hliðarnar og gleðjast yfir því sem vel hefur gengið. Framtíðin er björt og maður getur ekki annað en brosað út í annað þegar maður rekst endrum og eins á nýja sérfræðinga á göngum spítalans. Nýflutta heim frá útlöndum og þeir segja manni að það sé nú ekki svo slæmt að vera á íslandi. Stjórn LÍ Þorbjörn Jónsson, formaður Valgerður Á. Rúnarsdóttir, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Anna K. Jóhannsdóttir, ritari Árdís BjörkÁrmannsdóttir Orri Þór Ormarsson Salome Ásta Arnardóttir Steinn Jónsson Þórey Steinarsdóttir [ pistlunum Úrpenna stjórnarmanna Ll birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. LÆKNAblaðið 2012/98 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.