Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 36
UMFJOLLUN O G GREINAR TeymiÖ sem sinnir Brachy- meðferÖinni á Landspítala. Fremri röðfrá vinstri: Maria Victoria Sastre eðlisfræðingur, Sigrún Steindórsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Sandra Páls- dóttir sjúkraliði og Inger- Lena Lamtn eðlisfræðingur (frá Lundi). Efri röðfrá vinstri: Eiríkur Jónsson yfirlæknir, Hrafnhildur Baldurs- dóttir hjúkrunarfræðingur/ deildarstjóri, Garðar Mýr- dal eðlisfræðingur, Baldvin Kristjánsson þvagfæra- skurðlæknir, Hanna Björg Henrysdóttir eðlis- fræðingur, Jón Hrafnkels- son krabbameinslæknir og Margrét Einarsdóttir krabbameinslæknir (frá Lundi). Minna inngrip en með skurðaðgerð - um geislun við blöðruhálskrabba ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Innri geislun á blöðruhálskrabbameini er ný meðferð sem Landspítali hefur boð- ið uppá síðan í febrúar. Það er Baldvin Kristjánsson sérfræðingur í þvagfæra- sjúkdómum sem hefur ásamt Garðari Mýrdal eðlisfræðingi haft yfirumsjón með uppsetningu meðferðarinnar hér- lendis, en hún er að hans sögn sniðin eftir sams konar meðferð á krabbameins- deild háskólasjúkrahússins í Lundi. „Þetta hefur verið kallað Brachy-terapía en það þýðir nálæg meðferð og dregur nafn sitt af því að geislað er nálægt en ekki ut- anfrá með því að koma fyrir geislavirkum kornum með nál beint í æxlið. Með því er hægt að gefa stóran geislaskammt en hafa sem minnst áhrif á heilbrigðan vef í kring- um æxlið," segir Baldvin Kristjánsson. „Þessi meðferð hentar ákveðnum hópi sjúklinga, þeim sem eru með krabbamein- ið á byrjunarstigi, æxlið er staðbundið og kirtilstærðin er undir 50 millilítrum, PSA-gildið er undir 10 og hið svokallaða Gleason score undir 7 en það segir til um hversu vel eða illa æxlisvefurinn er þroskaður. Aldur sjúklinganna er frá 50 til 70 ára. Árangurinn hefur sýnt sig að vera jafngóður og þegar kirtillinn er fjar- lægður með skurðaðgerð og geislað er utanfrá. Það sem gerir þessa meðferð eftir- sóknarverða eru mun minni aukaverkanir og inngripið er minna. Sjúklingurinn fer heim samdægurs eða daginn eftir með- ferðina, er með þvaglegg í einn sólarhring og er frá vinnu í 4-5 daga." Aðgerðin tekur allt að fjórum klukku- stundum og byggir á mikilli teymisvinnu, þvagfærasérfræðings, geislunarlæknis, hjúkrunarfræðings, eðlisfræðinga og sjúkraliða. „Hún fer þannig fram að teknar eru sneiðmyndir með ómunartæki í gegnum endaþarminn, þær myndir koma fram á tölvuskjá og forritið sem við notum býr til þrívíddarmynd af kirtlinum og síðan sjá eðlisfræðingarnir í teyminu ásamt geislunarlækninum um að búa til svokallaða geislaplönun sem nálunum með geislavirku kornunum er svo stýrt eftir inn í blöðruhálskirtilinn. Kornin eru geislavirkt joð 1-125 og eru geislavirk í 4-5 mánuði. Við hverja aðgerð eru notaðar allt að 40 nálar og kornin sem sett eru í kirtilinn eru á bilinu 50-75. Með þessu fæst mjög jöfn og há geislun á kirtilinn en hún fer lítið út fyrir, því geislunarradíus hvers korns er aðeins 3 millimetrar. Sjúklingur- inn gengur með þetta og smám saman fjarar geislunin út og eftir tvö ár er hún algjörlega horfin. Fylgikvillar eru til að byrja með erting í þvagblöðru og tíðari þvaglát en það gengur fljótt yfir. Stinningarvandamál eru stór fylgikvilli skurðaðgerðar og ytri geisl- unar og 40-70% af þeim sjúklingum finna fyrir því. Brachy-aðgerðin sýnir að 20-50% sjúklinga finna fyrir stinningarvanda en hafi engin vandamál verið fyrir aðgerðina eru þau yfirleitt úr sögunni eftir 9-12 mánuði. Það má því segja að allar tölur um fylgikvilla séu talsvert lægri við þessa meðferð." Löng saga Brachy-aðgerðar Baldvin segir að Brachy-aðgerð eigi sér talsvert langa sögu en árið 1917 reyndi bandaríski læknirinn Benjamin D. Barrin- 296 LÆKNAblaðið 2012/98 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.