Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2012, Side 39

Læknablaðið - 15.05.2012, Side 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR Eftirlit landlæknis með lyfjaávísunum lækna: samstarf eða forsjárhyggja? Lilja Sigrún Jónsdóttir lilja.jonsdottir@landlaeknir.is Eins og fram kom í aprílhefti blaðsins stóð Embætti land- læknis fyrir málþingi á Læknadögum um eftirlit með lyfjaávísunum. Bjorn Krolner heimilislæknir í Kaupmanna- höfn var aðalfyrirlesari mál- þingsins. Hann hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu starfsemi Institut for Rationel Farmakoterapi (IRF) sem unn- ið hefur að markvissum lyfja- ávísunum lækna í Danmörku frá 1999. Sú starfseining er nýflutt til Sundhedsstyrelsen (systurstofnunar landlæknis í Danmörku). Bjorn lýsti í erindi sínu reynslu af áratugastarfi sem heimilislæknir og svo aðkomu að uppbyggingu og starfi IRF. I Danmörku er vökt- un varðandi ávanabindandi lyf á vegum héraðslækna. IRF sér um vöktun varðandi öll önnur lyf en þau ávanabindandi og veitir starfandi heimilislækn- um ýmsa þjónustu. Starfsmenn IRF hafa verið beðnir um að ræða við lækna um morfínlyf og benzodiazepínlyf en ekki viljað það. Bjorn fjallaði einnig um fjöllyfjanotkun, og sagði að margar leiðir væru reyndar til að stemma stigu við henni. IRF hefur gefið út litla bók sem kallast Medicingennemgnng, þar eru leiðbeiningar til að styðja lækna í að skoða lyfjanotkun sjúklinga. Hún er aðgengileg á heimasiðu IRF undir værktojer ásamt fleira athyglisverðu efni. Bjorn sagði að nálgun við fjöl- lyfjanotkun væri ekki einfalt mál, fjöldi lyfja ekki alltaf besti kvarðinn og hvort strikið væri sett við 5 eða 7 lyf skipti ekki höfuðmáli. í starfi IRF ráða sparnaðarsjónarmið ekki ferð- inni, heldur gæðasjónarmið; að minnka aukaverkanir og auka gæði meðferðarinnar. Vel gætu verið tilvik þar sem sjúklingur væri á mörgum lyfjum og þau væru öll notuð á markvissan hátt. Þess vegna væri ekki heppilegt að setja þak á hversu mörgum lyfjum sjúklingur gæti verið á. Ábyrg lyfjanotkun skipti hins vegar miklu máli og svo dæmi sé tekið mega menn ekki vera á meira en einu benzodíazepínlyfi ef þeir ætla að fá endurnýjað ökuskírteini x Danmörku. Athygli vakti að danskir læknar hafa beinan aðgang að rafrænum upp- lýsingum um lyfjanotkun sjúk- linga sinna og þurfa einungis að auðkenna sig með rafrænum hætti til að geta flett upp hvaða sjúklingi sem er. Þeir sjá einnig hvaða aðrir læknar ávísa lyfjum á sjúklinginn og þannig verður samstarf meðferðaraðila oft markvissara. Eftirlit með að þeir séu ekki að skoða lyfja- upplýsingar um sjúklinga að óþörfu er að nokkru leyti í höndum sjúklinganna, sem hafa aðgang að eigin lyfjasögu og geta þá einnig séð hverjir hafa skoðað lyfjasögu þeirra. Frekari upplýsingar um starf Bjorns Krolner og samstarfs- aðila hjá IRF er að finna á irf. dk Upptökur af fundinum á Læknadögum eru aðgengi- legar læknum á innri vef Læknafélags fslands, ásamt glærum fyrirlesaranna. AKADEM ISKA SJUKHUSET Specialistlakare inom anestesi- och intensiwárd Akademiska sjukhuset ar Sveriges aldsta universitetssjukhus. Det ar ocksá ett av landets största med 8 ooo anstallda och í 200 várdplatser. Förutom rollen som lánssjukhus ar sjukhuset storsaljare av högspecialiserad várd och betjánar 2 miljoner mánniskor i mellansverige. Vi söker nu erfarna specialister inom anestesi- och intensiwárd. Vill du veta mer dr du vdlkommen att kontakta Verksamhetschef Göran Angergárd, telefon: +46 (0)70-611 90 11 e-post: goran.angergard@akademiska.se Vdlkommen med Din ansökan márkt med referensnummer DAT 12-47 inklusive CV senast den 1 juni 2012, till personal.dat@akademiska.se alternativt till Akademiska sjukhuset, Diagnostik-, anestesi- och teknikdivisionens administration, ingáng 61,1 tr, 751 85 Uppsala, Sverige. www.akademiska.se landstinget i uppsala lán LÆKNAblaðið 2012/98 299

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.