Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 41
UMFJÖLLUN O G GREINAR Óttar Guðmundssoti inni í Lauganesi í 105 Reykjavík. Þar bjó Hallgerður langbrók um skeið og sagt er að þar sé hún grafin um það bil undir gatnamótum Laugarncsvegar og Kleppsvegar. og Kveld-Úlfur líka, eins og nafnið bendir til. Egill er manískur og þunglyndur en við megum ekki gleyma því að þetta eru höfðingjasögur og það var ekki fínt að vera mjög geðveikur. Egill Skalla-Gríms- son er þó með flestar geðgreiningar allra persóna Islendingasagnanna og af þeim eru helstar geðhvörf, drykkjusýki og sið- blinda. Elann er morðóður á köflum og stórhættulegur umhverfi sínu. Hann hefði mögulega eytt einhverjum tíma í fangelsi á okkar tímum en hann hefði jafnframt verið líklegur til að hljóta Nóbelsverðlaun- in í bókmenntum, enda algjör snillingur á því sviði. Egill er mikið ólíkindatól sem erfitt hefði verið að hemja eða hafa ein- hverja stjórn á." Óttar gaf út íslensku kynlífsbókina árið 1990, sem vakti mikla athygli, og þar leitaði hann talsvert í íslendingasögurnar. „Ég tók ákveðin dæmi úr sögunum þegar ég var að fjalla um tiltekna kynlífsvanda, ýjaði að því að Gunnar og Njáll hefðu hugsanlega verið samkynhneigðir og skoðaði fleiri persónur á ámóta frjáls- legan hátt. Þetta vakti athygli en það voru margir sem gagnrýndu þessa meðferð á sögunum og ég áttaði mig á því að þetta var ekki vel séð. Það rann upp fyrir mér að Islendingasögurnar eru á vissan hátt heilagar og um þær mátti ekki fjalla nema á ákveðinn viðurkenndan hátt. Með þess- ari bók minni núna er ég að skora þetta viðhorf á hólm og segja að allir megi leita í þennan arf okkar, hvort sem þeir hafa þreytt nám í íslensku og bókmenntum við Háskóla íslands eða ekki. Þannig verða sögurnar lifandi, en ég óttast að þær séu að hverfa úr vitund almennings, um þær er ekki lifandi umræða í samfélaginu og þessu vil ég taka þátt í að breyta. Mér finnst mikill styrkur að því að vinur minn Torfi Tulinius prófessor í miðaldabók- menntum ritar eftirmála í bókina og við höfum rætt efni hennar í þaula. Mér finnst að með því sé Torfi að bjóða mig velkominn í samfélag þeirra sem fjalla um Islendingasögurnar þó ég sé með aðra sýn, annan bakgrunn og aðra menntun en hefðbundnir fræðimenn á þessu sérstaka sviði. Torfi hefur sýnt þessari bók mikinn áhuga og áhugasvið okkar skarast veru- lega þar sem hann er mikill áhugamaður um kenningar Freuds og hefur beitt þeim við bókmenntarýni sína." Þrátt fyrir áhuga sinn á íslendingasög- unum í áratugi segir Óttar hugmyndina að þessari bók fremur nýtilkomna. „Ég ætlaði upphaflega að skrifa bók um kynlíf í íslendingasögunum og hóf lestur þeirra að nýju fyrir nokkrum árum með það að markmiði. Ég áttaði mig fljótt á því sem ég í rauninni mátti vita að það er mjög lítið sagt frá kynlífi í sögunum. Þá kviknaði þessi hugmynd að fara inn í sögurnar og kalla hetjur þeirra til viðtals við mig á stofuna. Þar gefst þeim tækifæri til að rekja raunir sínar og vandkvæði, ég greini geðrænt ástand þeirra samkvæmt nútíma- staðli geðlæknisfræðinnar og velti fyrir mér hvar persónurnar væru staddar í dag í okkar samfélagi. Hugsanlega sjá lesendur einhverjar hliðstæður við helstu hetjur og skúrka samtímans en það er meðfram til- gangurinn að sýna fram á tímaleysi þess- ara stórkostlegu sagna." LÆKNAblaðið 2012/98 301
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.