Læknablaðið - 15.05.2012, Page 62
Ritstjórn vill fá fleiri raddir kolleganna til að hljóma. I þessu skyni hefur
blaðið kallað eftir pistlum frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda
Læknafélags íslands og Reykjavíkur.
Frá innkirtlafélaginu
Kolbeinn Guðmundsson
Formaður Félags um innkirtlafræði
Kolbeinn.Gudmundsson@lyfjastofnun.is
Félag um innkirtlafræði var stofnað 1981
af Gunnari Sigurðssyni og Astráði B.
Hreiðarssyni. Tilgangurinn var fyrst og
fremst að „stuðla að aukinni fræðslu og
skoðanaskiptum á sviði þessarar vaxandi
greinar læknisfræðinnar" eins og segir í
fundargerð stofnfundar. Það verður ekki
annað sagt en að stofnfélagarnir hafi
staðið við sín fyrirheit, enda hefur félagið
verið mjög virkt i fræðslu og fundastarfi
síðastliðin 30 ár. Eins og nafn félagsins
ber með sér er það ekki eingöngu opið
læknum með sérfræðiviðurkenningu á
sviði innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma,
þó nýlegar lagabreytingar hafi fest þetta
félag í sessi sem sérgreinastéttarfélag fyrr-
nefndra sérfræðinga. Frá árinu 2004 hefur
félögum því verið skipt í „aðalfélaga" sem
hafa sérfræðiviðurkenningu og „aukafé-
laga" sem koma úr ýmsum undirgreinum
en deila áhuga á efnaskipta- og innkirtla-
sjúkdómum. Félagið hefur því breiðan hóp
áhangenda úr öðrum sérgreinum. Félagið
er ekki stórt, telur i dag 14 aðalmeðlimi,
þar af 5 barnalækna og 9 lyflækna með
áðurnefnda undirgrein. Efnaskiptasjúk-
dómar eru í eðli sínu mjög þverfaglegir.
Bæði eru einkenni sjúkdómanna oft marg-
slungin og meðferð sjúkdómanna og
aukaverkana þeirra oft í höndum margra
sérgreina. Þetta er meginástæðan fyrir
breidd í félagatali okkar.
Efnaskiptasjúkdómar eru í hugum
margra „raritet" og er það að hluta til
rétt, en á móti kemur að þeir eru margir.
Stærstu vandamál heilbrigðiskerfisins og
þau sem vaxa hraðast falla undir efna-
skiptin, það er áunnin sykursýki og offita.
Áætlanir Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar gera ráð fyrir að 346 milljónir
manna þjáist af sykursýki í heiminum í
dag og að af þeim sem eru með áunna syk-
ursýki sé meira en þriðjungur ógreindur.
Samkvæmt tölum frá Hjartavernd voru
5400 karlar (6%) og 2800 konur (3%) á
aldrinum 25-84 ára með áunna sykursýki
árið 2007 (þar af þriðjungur ógreindur).
Við höfum verið svo lánsöm að nýgengi
insúlínháðrar sykursýki hefur verið lægri
hér en í okkar nágrannalöndum, en tíðnin
er vaxandi í takt við vaxandi tíðni annars
staðar í þróuðum löndum. Þessi staðreynd
er í raun mjög merkileg í ljósi þess að
erfðafræðilegur skyldleiki okkar við hinar
Norðurlandaþjóðirnar er mikill. Öflugt
göngudeildarstarf er á Landspítala, bæði á
barnadeild og lyflækningadeild, og árang-
ur af meðferð hér góður í samanburði við
alþjóðlega staðla. Notkun á insúlíndælum
fyrir sjúklinga með insúlínháða sykursýki
er algeng og eru um það bil 60% barna
með slíkan búnað og um 15% fullorðinna.
Offituvandinn sem sjúkdómur er víðast
hvar hálf munaðarlaus en hefur í vaxandi
mæli lent á herðum efnaskiptalækna.
Á þetta ekki síst við um börn sem for-
eldrar telja að séu með efnaskiptagalla. Að
sjálfsögðu er það sjaldnast raunin en það
er sorgleg staðreynd að vaxandi hópur
unglinga er að birtast með forstig áunn-
innar sykursýki og jafnvel að greinast með
áunna sykursýki. Við erum sem betur
fer ekki búin að ná Bandaríkjamönnum
í þessari vá, en þar er tíðni áunninnar
sykursýki meðal barna og unglinga orðin
hærri en tíðni insúlínháðrar sykursýki í
sumum fylkjum. Hugtakið fullorðinssyk-
ursýki er því orðið úrelt. Tvöföldun hefur
orðið á tíðni meðgöngusykursýki undan-
farin fjögur ár, sem er beint tengt aukinni
þyngd kvenna. Hefur þetta í för með sér
alvarlegar afleiðingar fyrir mæður og
börn þeirra og útgjöld í heilbrigðiskerfinu.
Þó að efnaskiptasjúkdómar séu sjaldan
orsök offitunnar, veldur offita ýmsum
efnaskiptaröskunum fyrir utan sykursýki.
Má hér nefna blóðfituvandamál, fjöl-
blöðrueggjastokka og háþrýsting. Ekki má
gera lítið úr mikilvægi þess að skima fyrir
sjaldgæfum orsökum offitu, svo sem Cus-
hing-heilkenni eða vanstarfsemi skjald-
kirtils. Sérstaklega í alvarlegri tilfellum
þar sem hugað er að hjáveituaðgerðum.
Önnur algeng vandamál eru vaxtar- og
kynþroskafrávik hjá börnum, vanstarfsemi
og ofstarfsemi á skjaldkirtli og hnútar í
skjaldkirtli. Einstaklingum í kynskiptaferli
hér á landi fer fjölgandi og eru undir
eftirliti innkirtlalækna. Hormónaháður
háþrýstingur er einnig vaxandi greining,
áður talinn 0,2-2% en nú allt að 10% af
öllum háþrýstingi.
Sjúkdómar í heiladingli eru margvís-
legir. Gott samstarf er við heilaskurð-
lækna, háls-, nef- og eyrnaskurðlækna,
krabbameins- og geislalækna á þessu sviði
og árangur af meðferð þessara sjaldgæfu
sjúkdóma mjög góður. Mikið er talað
um úreltan tækjakost Landspítala, en á
þessu sviði getum við státað af góðum
tækjakosti til aðgerða og myndgreiningar.
Tengsl kollega við „uppeldisstöðvar" sínar
erlendis sanna hér enn og aftur gildi sitt,
en hingað til lands hafa komið erlendir
sérfræðingar í þræðingum og taugaskurð-
lækningum til að gera aðgerðir, sjúkling-
um til gagns og þæginda, en af þessu hlýst
einnig gríðarlegur sparnaður.
Hátæknihluti fagsins er í góðum
málum. Áhyggjurnar nú snúa frekar að
lágtæknimálum. Á ég hér við forvarnir og
almennar lýðheilsuaðgerðir á sviði nær-
ingar og hreyfingar. Beinkröm og D-víta-
mínskortur meðal barna og fullorðinna
er staðreynd og D-vítamínbætt léttmjólk
leysir ekki ein þann vanda. Almenn kunn-
átta í næringarfræði er mjög bágborin,
bæði meðal almennings og margra heil-
brigðisstétta, og virðist stýrt meira af
auglýsendum en yfirvöldum. Skólamáltíðir
barna voru góð hugmynd en gæði þeirra
og þar með uppeldisgildi eru því miður
ekki alltaf til fyrirmyndar. Innkirtlalæknar
og aðrir eiga mikið verk óunnið.
322 LÆKNAblaðið 2012/98