Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Rannsókn á áhættuþáttum hjarta- og æða- sjúkdóma hjá geðklofasjúklingum á geðsviði Landspítala Ólafur Sveinsson12 læknir, Kristófer Þorleifsson1 læknir, Thor Aspelund34 tölfræðingur, Halldór Kolbeinsson1 læknir ÁGRIP Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að geðklofasjúklingar lifa að jafnaði um 15-20 árum skemur en almenningur og skiptir aukin tiðni hjarta- og æða- sjúkdóma þar mestu máli. Geðklofasjúklingar eru vangreindir og vanmeð- höndlaðir hvað varðar sykursýki, háþrýsting og blóðfituröskun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi efnaskiptavillu, sykursýki, háþrýstings og blóðfituröskunar meðal geðklofasjúklinga á íslandi. Efniviður og aðferðir: Gögnum var safnað hjá 106 geðklofasjúklingum á legu- og göngudeildum geðsviðs Kleppsspítala á árunum 2007-2009. Niðurstöðurnar voru bornar saman við þekktar tíðnitölur úr almennu þýði. Niðurstöður: Alls tóku 106 einstaklingar þátt í rannsókninni, 86 karl- menn og 20 konur. Alls greindust 57% með efnaskiptavillu, samanborið við 14% hjá almenningi, p<0,0001. ( heild reyktu 73% einstaklinganna en 21% almennings (p<0,0001). Alls voru 23,6% með háþrýsting og eingöngu 20% af þeim voru á háþrýstingsmeðferð. Meðalsystólan var 134,2 mmHg, p=<0,001 miðað við almenning. Alls mældust 15% með fastandi sykuryfir 7 mmól/l. Eingöngu 38% þeirra voru áður greindir með sykursýki. Meðal- þyngdarstuðull var 29,7 kg/m2, p=0,0007 miðað við almenning. Alls voru 45% haldnir offitu (þyngdarstuðull >30 kg/m2) og eingöngu 32% voru í kjörþyngd. Alls voru 82% með mittismál yfir viðmiðunarmörkum. Ályktanir: Líkamlegt ástand geðklofasjúklinga á Islandi er slæmt og áhætta þeirra fyrir hjarta- og æðasjúkdómum er há. Fylgjast þarf reglubundið með líkamsþyngd, blóðþrýstingi, blóðsykri og blóðfitum. Nauðsynlegt er að fræða sjúklinginn um líkamlega heilsu í meira mæli og styðja hann til lífsstílsbreytinga sem felast í heilbrigðara matarræði, meiri hreyfingu og reyk- og vímuleysi. Inngangur 1 Endurhæfingardeildir geðsviðs að Kleppi, Landspítala, 2taugadeild Karolinska sjúkrahússins, Stokkhólmi, 3Hjartavernd, 4Háskóli íslands. Fyrirspurnir: ólafur Sveinsson olafur.sveinsson@karolinska.se Greinin barst: 14. mars 2012, samþykkt til birtingar: 30. maí 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Rannsóknir hafa sýnt að geðklofasjúklingar lifa að meðaltali um 15-20 árum skemur en almenningur og skiptir aukin tíðni hjarta- og æðasjúkdóma þar mestu máli! Efnaskiptavilla (metabolic syndrome) er sterkur áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Svokölluð CATIE-rannsókn (The Clinical Antipsychotic Trials of Intervention Effectiveness schizophrenia trial) sýndi fram á að algengi efnaskiptavillu er mikið og marktækt aukið meðal langveikra geðklofasjúklinga í Bandaríkj- unum.2 Rannsóknir á Norðurlöndum hafa staðfest hið sama.3-4 Margar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt aukn- ar reykingar meðal geðklofasjúklinga. Algengi reykinga hjá almenningi hefur minnkað frá 45% á sjöunda ára- tugnum í 25% í dag, en er mun hærra meðal geðklofa- sjúklinga (70-90%) og virðist ekki fara lækkandi.5-6 Þekkt er að geðrofslyf, ekki síst nýju óhefðbundnu lyfin, geta valdið þyngdaraukningu og truflun á blóð- fitu- og sykurefnaskiptum. í dag eru flestir geðklofasjúk- lingar meðhöndlaðir með lyfjum úr fyrrnefndum flokki. Óhefðbundnu geðklofalyfin klózapín og ólanzapín eru sérstaklega þekkt fyrir að valda þyngdaraukningu og truflun á blóðfitu- og sykurefnaskiptum.7 Helsta ástæða þyngdaraukningarinnar er talin vera blokkun á hista- mín- og serótónínviðtökum. Rannsóknir hafa sýnt að geðklofasjúklingar hreyfa sig einnig minna og borða óhollari mat en almenning- ur.9-10 Virðast þeir sækja mikið í kolvetnisríka fæðu á borð við sælgæti og gosdrykki. Ástæður þess eru ekki vel þekktar en þær kann að mega rekja að einhverju leyti til lyfjanna. Hreyfingarleysið skýrist einnig af vanvirkni (neikvæðum einkennum) sem eru hluti af langvinnu sjúkdómsmynstri geðklofasjúkdóms. Almennt hafa rannsóknir ekki sýnt aukna tíðni háþrýstings meðal geðklofasjúklinga með óyggjandi hætti.5 Sumar rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á undirmeðhöndlun háþrýstings meðal þessa hóps. í CATIE-rannsókninni í Bandaríkjunum var til að mynda aðeins rúmlega einn þriðji geðklofasjúklinga með há- þrýsting á háþrýstingslyfjum." Sykursýki er tvöfalt algengari meðal geðklofasjúk- linga en hjá almennu þýði.5-12 Hreyfingarleysi og offita eru taldar mögulegar skýringar. Rannsóknir hafa sýnt að nýju geðklofalyfin, sérstaklega lyfin ólanzapín og klózapín, geti aukið áhættu á sykursýki!3-14 Hækkuð þríglýseríð og lækkað HDL-kólesteról eru algengari hjá geðklofasjúklingum en almennu þýði!1 í CATIE-rannsókninni kom í ljós að eingöngu 12% sjúk- linga með blóðfituröskun voru á meðferð.11 Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi efnaskiptavillu, offitu, sykursýki, háþrýstings og blóð- fituröskunar meðal geðklofasjúklinga á íslandi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var þverskurðarrannsókn á geðklofasjúk- lingum legu- og göngudeilda endurhæfingarþáttar geð- sviðs Kleppsspítala. Rúmlega helmingur voru göngu- deildarsjúklingar og tæplega helmingur inniliggjandi. Af 138 sjúklingum sem boðin var þátttaka, tóku 106 LÆKNAblaðið 2012/98 399

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.