Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 37
UMFJÖLLUN O G GREINAR
„Svo nefndu þeir bara að ég væri ég“
- norrænu lýðheilsuverðlaunin fékk Haraldur Briem
Spánný símamynd af Haraldi, tekin í Gjógv á Austurey. Engin sýnileg heilbrigöisvá en heilmikil umlmerfisVÁ!
■ ■ ■ Gunnþóra Gunnarsdóttir
Norrænu lýðheilsuverðlaunin féllu
Haraldi Briem sóttvarnalækni í skaut
þetta árið og voru afhent í Björgvin 11.
júní síðastliðinn, á árlegum fundi nor-
rænna heilbrigðisráðherra. Þegar fulltrúi
Lxknablaðsins hefur samband við hann
10 dögum síðar til að óska honum til
hamingju og falast eftir smáviðtali er
hann staddur í Færeyjum að fagna 40
ára læknaprófi, ásamt kollegum sem út-
skrifuðust um leið og hann vorið 1972.
En á milli heimsóknar til færeyska land-
læknisins og ferðar að Kirkjubæ gefur
hann sér þó tíma í smá spjall.
Fjölmörg atriði voru talin upp Haraldi til
gildis í rökstuðningi fyrir verðlaunaveit-
ingunni: Ráðstafanir sem hann greip til í
Eyjafjallajökulsgosinu með því að dreifa
gleraugum og grímum og heilsufarsrann-
sóknir í upphafi gossins, svo og víðtæk
vísindastörf á sviði sóttvarna og smit-
sjúkdóma, bæði á íslandi og í norrænu
samstarfi. Hann kveðst ekki síst ánægður
með að stofnun námsbrautar í lýðheilsu-
vísindum við Háskóla íslands fyrir 5 árum
skuli tilgreind. „Ég átti þátt í að koma
þeirri braut á laggirnar og hún hefur
blómgast og dafnað með góðu fólki sem
þar vinnur," segir hann. „Svo nefndu þeir
bara að ég væri ég!"
Þetta er merkisár hjá Haraldi því ofan á
annað eru 30 ár síðan hann lauk doktors-
prófi í læknavísindum frá Karolinska
háskólasjúkrahúsinu. Hann hóf störf
á Borgarspítalanum 1983 og varð síðar
yfirlæknir á smitsjúkdómadeild. Starfið
þróaðist út í að fylgjast almennt með far-
sóttum í landinu og síðan ný sóttvarnalög
tóku gildi 1998 hefur hann gegnt starfi
sóttvarnalæknis.
„Starfið gengur út á að vakta og bregð-
ast við, fylgjast með smitsjúkdómum í
samfélaginu og líka eitur- og geislavirkum
efnum sem kunna að hafa bráð áhrif á
lýðheilsu," segir hann. „Einnig tilkynna
læknar og rannsóknarstofur okkur ef
eitthvað er athugavert og ef grípa þarf
einhvers staðar inn í þá gerum við það.
Við erum í nánu samstarfi við Matvæla-
stofnun, Umhverfisstofnun og Heilbrigðis-
eftirlit. Sóttvarnalæknir er líka tengiliður
við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og ef vá
steðjar að hér eða úti í heimi verður hann
að meta hvernig eigi að bregðast við því.
Svo skipuleggur hann líka bólusetningar í
landinu."
Eitt af því sem sóttvarnalæknir þarf
að vera á varðbergi gegn eru fjölónæmir
stofnar baktería. „Okkur stafar alltaf ógn
Haraldur fæddist árið 1945. Hann lauk
læknaprófi frá Háskóla Islands 1972, fékk
sérfræðiréttindi í bráðum smitsjúkdómum
1979 og í smitsjúkdómum innan lyflæknis-
fræði 1980. Doktorspróf 1982. Haraldur
hefur birt mýmargar fræðigreinar, hann er
í norrænum samstarfshópi um heilbrigðis-
viðbúnað og situr í ritstjórn Scandinavian
Journal for Infectious Diseases og Eurosur-
veillance.
af ónæmum stofnum og við reynum að
vera fljót að grípa til ráða þegar þeirra
verður vart. Sjúkrastofnanir okkar eru
mjög á verði og fólk er einangrað sem
er með bakteríur með mikið lyfjaþol eða
ónæmi. Það er passað upp á það," segir
Haraldur.
En hvert skyldi hann telja brýnasta
verkefnið núna í lýðheilsumálum íslend-
inga? „Við erum almennt séð á góðu róli.
Til dæmis hefur dregið mjög úr sýkingum
í matvælaiðnaðinum, bæði salmonellu og
kamfýlobakteríu. Heimsfaraldur af inflú-
ensu hefur nýlega gengið yfir með sínum
vandræðum sem urðu náttúrlega ekkert
í líkingu við þau sem voru 1918. Samt
getur svoleiðs ástand komið upp aftur og
þó sú hótun sé ekki augljós í augnablik-
inu þurfum við að fara vel í gegnum það
hvernig við ætlum að bregðast við þegar
slíkir hlutir gerast svo við séum vel undir
það búin þegar þar að kemur."
LÆKNAblaðið 2012/98 425