Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 32
UMFJÖLLUN OG GREINAR kosti eina heimsókn á spítalann til eftirlits. Það minnkar líkurnar á endurinnlögn." Speglun í beinni útsendingu I lok þings norrænu meltingarlæknanna er ástæða til að líta um öxl og spyrja Einar hvort hann sé sáttur við framkvæmdina eftir að hafa verið með hugann við þetta verkefni síðastliðin tvö ár. „Ég er sáttur, hugmynd sem margir höfðu litla trú á að myndi ganga upp varð að veruleika. Það var bein útsending á þremur speglunum frá Landspítala niður á Grand Hótel, sem var boðið upp á sem hluta af „post- graduate" námskeiði fyrsta dag þingsins. Þetta verkefni var búið að valda mér og öðrum mikilli streitu, margt getur farið úrskeiðis, því það er ekkert einfalt mál að spegla þrjá sjúklinga í beinni útsendingu, en þetta gekk vel, bæði tæknilega og af hálfu læknanna sem sáu um speglanirnar. Þetta atriði hafði mikið aðdráttarafl og ég ákvað að vera á ráðstefnustað á meðan á útsendingu stæði til að geta verið skot- spónn, ef illa gengi. En allt gekk vel og meðferð á ungum sjúklingi í þriðju spegl- uninni var til dæmis mjög vel heppnuð. Svona lagað hefur ekki verið gert áður á íslandi og ég er feginn að allt gekk upp." Auk þessa atriðis var Einar með erindi undir nokkrum dagskrárliðum og ekki að sjá á honum að álagið væri jafn mikið og raun bar vitni. En hann kannast við að það hafi verið allnokkurt: „Mig dreymdi í nótt að ég væri að fara að halda fyrirlestur, glærurnar voru allar í rugli og ekkert virtist ganga upp." Miklir möguleikar til rannsókna á íslandi Gæði erinda íslensku læknanna á ráð- stefnunni vöktu athygli, er Island „komið á kortið" í rannsóknum á þessu sviði? „Við eigum mikla möguleika hér á landi. Við getum unnið með vel afmarkað þýði þar sem sjúkdómssaga er tiltölulega auð- rekjanleg. Skorpulifur, briskirtilsvandamál og krabbamein í meltingarvegi eru allt sjúkdómar sem við erum að skilgreina og kortleggja hér á spítalanum og lítum þá meðal annars á arfgerð sem Islensk erfða- greining hefur staðið fyrir rannsóknum á í samstarfi við íslenska lækna. Svipgerð sjúkdóms, á hvaða hátt hann kemur fram, er þáttur sem ég hef mikinn áhuga á. Við getum gert mismunandi lýðgrundaðar rannsóknir, til dæmis í lyf-faraldsfræði. Þetta verður sífellt auðveldara eftir því sem lyfjagagnagrunnur landlæknisemb- ættisins verður betri. Þá er hægt að fylgj- ast með áhrifum lyfja til lengri tíma, bæði til góðs og ills. Við getum rakið sjaldgæfar aukaverkanir, hversu margir eru í áhættu og annað slíkt, sem er mun erfiðara er- lendis en hér, þar sem upplýsingarnar eru á einni hendi. Þetta veitir okkur til dæmis góða möguleika á að skoða lifrarskaða út frá lyfjum sem sjúklingarnir taka." Seretide Diskus (Flútíkasón og salmeteról) ATC flokkur: R03AK06. Hver skammtur af Seretide Diskus gefur: 50 mlkróg af salmeteróli (sem salmeterólxínafóat) og 100,250 eða 500 míkróg af flútíkasón- própíónati. Ábendingar: Aslmi: Seretide Diskus er ætlað til samfelldrar meðferðar gegn astma, þar sem samsett meðferð (langverkandi berkjuvíkkandi lyfs og barkstera til innöndunar) á við: þegar ekki næst nægileg stjórn á sjúkdómnum með notkun barkstera til innöndunar og stuttverkandi berkjuvikkandi (beta-2- örvandi) lyfja eða þegar viðunandi stjórn á sjúkdómnum næst með notkun barkstera til innöndunar og langverkandi berkjuvíkkandi (beta-2-örvandi) lyfja. Athugið: Seretide Diskus 50/100 mikróg styrkleikinn hæfir hvorki fullorðnum sjúklingum né börnum með slæman astma. Langvinn lungnaleppa: Seretide Diskus er ætlað til meðferðar á einkennum hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu með FEV, < 60% af áætluðu eðlilegu gildi (fyrir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) sem hafa umtalsverð einkenni þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi iyfjum og sögu um endurtekna versnun. Skammtar og lyfjagjöf Seretide Diskus er eingöngu ætlað til innöndunar. Gera þarf sjúklingum Ijóst að Seretide Diskus verður að nota daglega til að ná hámarksárangri, jafnvel þótt einkenni séu ekki til staðar. Finna þarf lægsta skammt sem nær að halda einkennum niðri. Þegar hægt er að halda einkennum niðri með lægsta styrkleika samsettu meðferðarinnar, tvisvar á dag, gæti næsta skref falist í að prófa eingöngu barkstera til innöndunar. Einnig væri hægt að finna hæfilegan skammt af Seretide Diskus, til notkunar einu sinni á dag, fyrir sjúklinga sem þarfnast langvirks berkjuvíkkandi lyfs ef læknirinn telur það nægja til þess að halda sjúkdómnum i skefjum. Ef lyfið er notað einu sinni á dag og sjúklingurinn hefur haft nætureinkenni gæti hann notað lyfið á kvöldin en ef sjúklingurinn hefur aðallega haft einkenni á daginn gæti hann notað lyfið á morgnana. Ef sjúklingur þarf á skömmtum að halda sem liggja utan ráðlagðra skammtastærða, ætti að ávísa viðeigandi skömmtum af berkjuvíkkandi lyfi og/eða barkstera. Ráðlagðir skammtar: Aslmi: Fullorðnir og unglingar 12 ára og eldri: Einn skammtur með 50 mlkróg salmeteról og 100 míkróg flútikasónprópiónat, tvisvar sinnum á dag eða einn skammtur með 50 mikróg salmeteról og 250 mikróg flútíkasónprópiónat, tvisvar sinnum á dag eða einn skammtur með 50 mikróg salmeteról og 500 mikróg flútikasónprópiónat, tvisvar sinnum á dag. Börn 4 ára og eldri: Einn skammtur með 50 mikróg salmeteról og 100 mlkróg flútíkasónprópiónat, tvisvar sinnum á dag. Hámarksskammtur af flútikasónprópiónati i Seretide Diskus, sem skráður er fyrir börn, er 100 mikróg tvisvar á dag. Upplýsingar varðandi notkun Seretide Diskus hjá börnum yngri en 4 ára, liggja ekki fy'rir. Langvinn lungnaleppa: fuWorimr. Einn skammtur með 50 míkróg salmeteról og 500 míkróg flútikasónprópíónat, tvísvar sinnum á dag. Sérslakir sjúklingahópar: Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruðum eða sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Það liggja ekki fyrir upplýsingar um notkun Seretide Diskus hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Notkun Diskus-tækisíns: Tækið er opnað og hlaðið með þar til gerðri sveif. Munnstykkið er síðan sett i munninn og það umlukið með vörunum. Þá er hægt að anda skammtinum að sér og síðan er tækinu lokað. Frábendingar Seretide Diskus er ekki ætlað sjúklingum með ofnæmi fyrir virku efnunum eða hjálparefninu. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Meðferð á astma ætti venjulega að fylgja áfangaáætlun og svörun sjúklings ætti að meta útfrá klínískum einkennum og lungnaprófum. Seretide Diskus er ekki ætlað til meðhöndlunar á bráðum astmaeinkennum sem þarfnast skjót- og stuttverkandi berkjuvikkandi lyfja. Ráðleggja ætti sjúklingum að hafa lyf við bráðum astmaköstum ávallt við höndina. Önnur sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun (sjá nánar sérlyfjaskrártexta). Milliverkanir Forðast ber notkun bæði sérhæfðra og ósérhæfðra beta-blokka nema þörfin fyrir þá sé mjög brýn. Samtímis notkun annarra beta-adrenvirkra lyfja getur hugsanlega valdið aukinni verkun. Undir eðlilegum kringumstæðum fæst mjög lág þéttni flútíkasónprópiónats f plasma eftir innöndun lyfsins, vegna verulegra umbrota við fyrstu umferð um lifur og mikillar úthreinsunar fyrir tilstilli cýtókróms P450 3A4 I meltingarvegi og lifur. Því er ólíklegt að klíniskt mikilvægar milliverkanir við flútikasónprópiónat komi fram. Meðganga og brjóstagjöf Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi notkun á salmeteróli og flútíkasónprópíónati á meðgöngu og við brjóstagjöf hjá konum, til þess að meta hugsanleg skaðleg áhrif. Notkun Seretide Diskus á meðgöngu ætti einungis að Ihuga þegar væntanlegur ávinningur fyrir móður er meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstur. Við meðferð hjá þunguðum konum ætti að nota lægsta skammt af flútfkasónprópíónati sem nægir til að halda astmaeinkennum I skefjum. Aukaverkanir Þar sem Seretide Diskus inniheldur salmeteról og flútíkasónprópíónat má búast við aukaverkunum af sömu gerð og vægi og af hvoru lyfinu fyrir sig. Ekki eru nein tilfelli frekari aukaverkana þegar lyfin eru gefin samtimis. Mjög algengar (2:1/10), höfuðverkur, skjálftl. Algengar (21/100 og <1/10) hjartsláttarónot, erting I hálsi, hæsi/raddtruflanir, vöðvakrampar. Sjaldgæfar (£1/1000 og <1/100) Ofnæmisviðbrögð I húð, hraður hjartsláttur.Lyfjafræðilegar aukaverkanir beta-2-örvandi efna, svo sem skjálfti, hjartsláttarónot og höfuðverkur hafa komið fram, en hafa yfirleitt verið timabundnar og minnkað við reglubundna meðferð. Vegna flútikasónprópíónatþátfarins geta hæsi og sveppasýking i munni og hálsi komið fram hjá sumum sjúklingum. Hægt er að draga úr bæði hæsi og tíðni sveppasýkinga með því að skola munninn með vatni, eftir notkun lyfsins. Hugsanlegar almennar aukaverkanir eru m.a. Cushingssjúkdómur, einkenni sem líkjast Cushingssjúkdómi, bæling á nýrnahettustarfsemi, seinkun á vextí hjá börnum og unglingum, beinþynning, drer i auga og gláka. Örsjaldan hefur verið greint frá hækkun blóðsykurs. Eins og á við um önnur innöndunarlyf getur óvæntur berkjusamdráttur komið fyrir. HANDHAFI MARKAÐSLEYFIS GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14,105 Reykjavík PAKKNINGAR OG VERÐ (mars 2012) Seretide Diskus 50/100 mikróg/skammt innöndunarduft, 60 afmældir skammtar. Kr. 6.640 - Greiðsluþáttaka B merkt Seretide Diskus 50/250 mikróg/skammt innöndunardufl, 60 afmældir skammtar. Kr. 10.376 - Greiðsluþáttaka 0 merkt Seretide Diskus 50/500 mikróg/skammt innöndunarduft, 60 afmældir skammtar. Kr. 13.978 - Greiðsluþáttaka 0 merkt Seretide innúðalyf 25/50 mikróg/skammt 120 skammtar. Kr. 6.640 - Greiðsluþáttaka B merkt Seretide innúðalyf 25/125 míkróg/skammt 120skammtar. Kr. 11.498 - Greiðsluþáttaka 0 merkt Seretide innúðalyf 25/250 míkróg/skamml 120 skammtar. Kr. 15.784 - Greiðsluþáttaka 0 merkt Heimildir: 1. Anthonisen NR et al. JAMA1994; 272:1497-1505. 2. IRF. Reanalyse af TORCH. November 2009. www.irf.dk 3. Calverley Petal. New Engi J Med. 2007; 356:775-789. 4. Celli BR et al. Am J Respir Crit Care Med. 2008; 178:332-338. 420 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.