Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2012, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.07.2012, Qupperneq 24
RANNSÓKN Horfur Talið er að illkynja vöxtur sé líklegri til að verða á stöðum þar sem rennslisstöðvun verður á galli, en hún er talin valda ertingu og bólgu í gallvegum. Gallblöðrukrabbamein er algengara í einstak- lingum með APBJ og er mælt með að fjarlægja gallblöðru vegna þessa. Þar sem útvíkkun er á gallvegi verða til kjöraðstæður fyrir langvarandi bólgu, sem leiðir til breytingar á frumu-DNA, sem veldur breyttum eiginleika frumna og svo forstigsbreytingum í slímhimnunni. Þetta umhverfi er einnig frjór jarðvegur fyrir bakt- eríur eins og E. coli sem er þekkt fyrir að brjóta gallsýrur niður í krabbameinsvaldandi efni (carcinogen).6 Þá er mikilvægt að nefna það að illkynja vöxtur er ekki aðeins bundinn við gallvegablöðr- urnar heldur getur myndast hvar sem er í gallvegum eða bris- gangi, jafnvel eftir að blöðrurnar hafa verið fjarlægðar.5 Hættan á illkynja umbreytingu gallvegablaðra er vel þekkt og er tíðni krabbameins talin liggja á bilinu 10-30%. Þá er hlutfalls- leg áhætta (relative risk) þeirra sem hafa útvíkkanir á gallvegum á illkynja myndun 20-30 sinnum hærri en almennt gerist.3 Aldur við greiningu er talinn hafa mikil áhrif á krabbameinshættu en hætta einstaklings sem greinist með gallvegablöðru fyrir 10 ára aldur er um 1% en 15% hjá einstaklingi sem er eldri en tvítugur.13 Algengasta staðsetning krabbameins er í gallvegum utan lifrar eða um 50-62% og þarf því ekki að koma á óvart að blöðrur af tegund I og IV eru þær gerðir sem hvað sterkast eru tengdar við krabbamein. Kirtilmyndandi krabbamein (adenocarcinoma) er algengasta vefjagerðin, eða í 84% tilfella. Flest krabbamein í gall- vegablöðrum greinast á sama tíma og blaðran (synchronous) en til eru dæmi um að þau hafi greinst mörgum árum eftir að gallvega- blöðrur hafa verið fjarlægðar. Það er því afar mikilvægt að þessum sjúklingum sé fylgt eftir í lengri tíma, en miðgildi lifunar (median survival) þeirra sem greinst hafa með krabbamein er 6-21 mánuður og tveggja ára lífslíkur um það bil 5%.3 Umræða Þrjú tilfelli gallvegablaðra greindust á árunum 2000-2010 á íslandi við hefðbundna uppvinnslu kviðverkja frá efri hlutar kviðar. Til- fellin, tveir fullorðnir og eitt barn, höfðu ekki klassíska birtingar- mynd. Fjölbreytt birtingarmynd sjúkdómsins þykir renna stoðum undir það að verið sé að flokka saman ólíka sjúkdóma.6 f tveimur tilfellum af þremur var um gallvegablöðru af tegund II að ræða en það er sjaldgæfasta formið. Ómskoðun var fyrsta myndgreiningar- rannsóknin í öllum tilfellum og kom meðferðaraðilum snemma á sporið með greininguna. Brottnám gallvegablaðra með eða án samtengingar gallvega við görn er meginmeðferð sjúkdómsins en sýnt hefur verið fram á að minni líkur séu á þróun illkynja vaxtar ef blaðra er fjarlægð.1 2 3 4 5 í öllum tilfellum var gallvegablaðran fjar- lægð ásamt gallblöðru (þegar hún var fyrir hendi) og er sú meðferð í samræmi við meðferðartilmæli. Vegna mikillar hættu á illkynja umbreytingu gallvega er mælt með lífstíðareftirfylgd eftir brott- nám gallvegablaðra.9 í fyrri tveimur tilfellunum var skipulögð langtímaeftirfylgd en í því þriðja var eftirliti hætt 5 árum eftir aðgerð. Gallvegablöðrur eru sjaldgæfar en mikilvægt er að greina þær snemma og meðhöndla rétt. Heimildir 1. Todani T, Watanabe Y, Narusue M, Tabuchi K, Okajima K. Congenital bile duct cysts: Classification, operative procedures, and review of thirty-seven cases including cancer arising from choledochal cyst. Am J Surg 1977; 134: 263-9. 2. Lipsett PA, Pitt HA, Colombani PM, Boitnott JK, Cameron JL. Choledochal cyst disease. A changing pattem of presentation. Ann Surg 1994; 220: 644-52. 3. Mesleh M, Deziel DJ. Bile duct cysts. Surg Clin North Am 2008; 88:1369-84. 4. Edil BH, Cameron JL, Reddy S, Lum Y, Lipsett PA, Nathan H, et al. Choledochal cyst disease in children and adults: a 30-year single-institution experience. J Am Coll Surg 2008; 206:1000-5; discussion 1005-8. 5. Kendrick ML, Nagomey DM. Bile duct cysts: contempor- ary surgical management. Curr Opin Gastroenterol 2009; 25: 240-4. 6. Singham J, Yoshida EM, Scudamore CH. Choledochal cysts: part 1 of 3: classification and pathogenesis. Can J Surg 2009; 52: 434-40. 7. Singham J, Yoshida EM, Scudamore CH. Choledochal cysts: part 2 of 3: Diagnosis. Can J Surg 2009; 52: 506-11. 8. Park DH, Kim MH, Lee SK, Lee SS, Choi JS, Lee YS, et al. Can MRCP replace the diagnostic role of ERCP for patients with choledochal cysts? Gastrointest Endoscopy 2005; 62: 360-6. 9. Singham J, Yoshida EM, Scudamore CH. Choledochal cysts. Part 3 of 3: management. Can J Surg 2010; 53:51-6. 10. Yamataka A, Ohshiro K, Okada Y, Hosoda Y, Fujiwara T, Kohno S, et al. Complications after cyst excision with hepaticoenterostomy for choledochal cysts and their surgical management in children versus adults. J Pediatr Surg 1997; 32:1097-102. 11. Tian Y, Wu SD, Zhu AD, Chen DX. Management of type I choledochal cyst in adult: totally laparoscopic resection and Roux-en-Y hepaticoenterostomy. J Gastrointest Surg 2010; 14:1381-8. 12. Santore MT, Behar BJ, Blinman TA, Doolin EJ, Hedrick HL, Mattei P, et al. Hepaticoduodenostomy vs hepaticojejuno- stomy for reconstruction after resection of choledochal cyst. J Pediatr Surg 2011; 46: 209-13. 13. Voyles CR, Smadja C, Shands WC, Blumgart LH. Carcinoma in choledochal cysts. Age-related incidence. ENGLISH SUMMARY Choledochal cyst - case report KristinssonK, Haraldsdottir KH, MöllerPH The clinical manifestation of a choledochal cyst is diverse and can mimic common diseases like gallstones, cholecystitis or pancreatitis. Initial diagnosis is often suspected after ultrasound of the biliary tract and confirmed with more specific studies as magnetic resonance cholangiopancreatography or endoscopic retrograde cholangiopanc- reatography. The risk of malignant transformation is well documented and the mainstay of therapy is excision of the choledochal cysts along with the gallbladder. Choledochal cysts are a rare phenomenon and only three cases were diagnosed in lceland in the years 2000-2010. The following is a description of one of these cases along with an overview of the literature. Key words: Choledochal cyst, biliary tract cancer, magnetic resonance cholangiopancreatography. Correspondence: Karl Kristinsson, karlkris@landspitali.is 'Department of Surgery, Landspitali - University Hospital, Reykjavik, lceland, 2Faculty of Medicine, University of lceland. 412 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.