Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 18
RANNSÓKN
og styður sú niðurstaða mat á áreiðanleika mælitækisins. Reiknað
MDD-gildi var á bilinu 7 til 10,5 sem er í samræmi við lága staðal-
villu og heldur lægra en áður hefur verið nefnt fyrir þennan lista.19
Breyting varð hjá þeim einstaklingum yfir þann tíma sem þeir
hlutu meðferð við hnékvilla sínum, eins og búist hafði verið við,
og mæld breyting mun meiri en reiknað MDD-gildi, sem gefur til
kynna að breytingin hafi verið klínískt mikilvæg.
Gildin fyrir Cronbach's alpha voru ofan þess viðmiðs sem notað
var sem ásættanlegt fyrir alla undirþætti KOOS. Gildið fyrir ADL-
undirþáttinn er mjög hátt og hefur sú verið raunin í öðrum rann-
sóknum8'9'11 og vakið spurningar um hvort einhverjum af þeim 17
spurningum þess undirþáttar sé ofaukið. Hins vegar er á það að
líta að þessi þáttur listans inniheldur langflestar spurningar, sem
getur líka að einhverju leyti skýrt hærra Cronbach's alpha gildi.20
Lægsta gildið var fyrir þann undirþátt sem snýr að hnéeinkenn-
um, enda er þar helst að finna spurningar sem vísa til ólíkra og oft
ótengdra einkenna hnéliðar, og því við þessu að búast. Sýnt hefur
verið fram á sterk tengsl milli innra réttmætis mælitækis og getu
þess til að sýna mælanlega breytingu.21 Höfundarnir ályktuðu að
innra réttmæti endurspegli möguleika mælitækisins til að meta
breytingar yfir tíma og eru niðurstöður þessarar rannsóknar í
samræmi við það.
Tölfræðileg fylgni fannst milli allra undirþátta KOOS-listans
og þeirra mælinga sem notaðar voru til samanburðar og studdu
niðurstöður varðandi réttmæti mælitækisins. Eins og búist hafði
verið við og í samræmi við það sem aðrir hafa sýnt9 voru sterkust
tengslin milli VAS og verkjaþáttar KOOS, og í samræmi við vinnu-
tilgátur voru tengslin milli tölulegs mats þátttakenda á færni í hné
við daglegar athafnir sterkust við ADL-undirþátt listans. Mat á
færni með TUG-prófinu var notað fyrir eldri einstaklinga og þá
sem áttu í erfiðleikum með þá þætti sem reynir á í prófinu, því
þakáhrif hafa áhrif á mælingar ef fólk er líkamlega vel á sig komið.
Prófið krefst þess að fólk reyni að framkvæma þrautina hratt, enda
þótt um stuttan veg sé farið. Því kemur ekki á óvart að hjá þeim
hópi fólks sem voru prófaðir með TUG, kom fram sterkust töl-
fræðileg fylgni við íþrótta- og tómstundaþátt KOOS. Aðrar birtar
rannsóknir virðast ekki hafa notað færnipróf sem þetta til mats
á réttmæti, heldur notað annars konar spurningalista til að meta
líkamlegt ástand.711 Almennt er talið að fólk hafi tilhneigingu til
að meta færni sína betri en hún mælist við færnimiðaðar próf-
anir22'24 og í ljósi þess má segja að þessi niðurstaða sé mikilvæg
hvað varðar réttmæti kvarðans, en hafa ber í huga að aðeins hluti
þátttakenda var prófaður með TUG, sem rýrir ytra réttmæti þessa
þáttar.
Enda þótt allir þátttakendur hafi fundið fyrir einkennum frá
hné sem höfðu áhrif á daglegar athafnir er við því að búast að þeir
sem eru á leið í liðskiptaaðgerð séu verr staddir en þeir sem ekki
leita sérstakrar meðferðar við sínum hnékvilla. Mælingar sýndu
þennan mun milli okkar hópa með óyggjandi hætti, sem og milli
þeirra sem hlutu virka meðferð við hnékvilla og hinna sem ekki
sóttu meðferð. Hins vegar var ekki tölfræðilega marktækur munur
milli þeirra tveggja hópa með alvarlegri einkenni hvað varðar tvo
af undirþáttum KOOS (einkenni, og íþróttir og tómstundir). I
rannsókn Ornetti11 voru bornir saman þr£r hópar með mismikið
slit í hné og fannst tölfræðilegur munur milli hópar við alla undir-
þætti. Meðalútkoma allra undirþátta í þeirri rannsókn hjá besta
og versta hópnum var sambærileg því sem kom fram hjá besta og
versta hóp þessarar rannsóknar, en útkomumælingar meðferðar-
hóps þessarar rannsóknar voru hins vegar lakari en miðjuhóps Or-
netti. Sá hópur sem sótti virka meðferð í þessari rannsókn hafði að
jafnaði töluverð einkenni frá hné sem skerti verulega getu þeirra
til athafna tengdum íþróttum og tómstundum, líkt og hjá þeim
sem voru á leið í aðgerð. Það sem skildi hins vegar á milli þessara
hópa með tölfræðilega marktækum hætti voru þrír þættir: verkir,
færni við athafnir daglegs lífs, og lífsgæði, sem eru einmitt mikil-
vægustu atriðin þegar kemur að ákvörðun um liðskiptaaðgerð.25
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslenski KOOS-
spurningalistinn sé réttmætt og áreiðanlegt mælitæki. Listinn
kemur að góðum notum við klínískt mat á einstaklingum með
margvíslega hnékvilla og endurteknar mælingar geta gefið til
kynna hvort einstaklingum versni yfir tímabilið eða breyting verði
til batnaðar, til dæmis eftir endurhæfingu eða læknisfræðilegt
inngrip. Mælitæki sem byggja á sjálfsmati hafa sínar takmarkanir
þrátt fyrir augljóst notagildi, og færnimiðað mat með viðeigandi
prófunum ætti einnig að framkvæma til að fá heildrænt mat á
starfrænni færni einstaklingsins.
Þakkir
Þakkir fá þátttakendur, sem og sjúkraþjálfarar og annað starfsfólk
á Reykjalundi, Sjúkraþjálfun íslands, í Hveragerði, á Landspítala
og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Án þeirra hefði þessi rannsókn ekki
verið möguleg. Styrkir til verkefnisins voru veittir úr þýðingasjóði
og vísindasjóði Félags íslenskra sjúkraþjálfara.
406 LÆKNAblaðið 2012/98