Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 27
TILFELLI MÁNAÐARINS
þar sem tekin eru sýni til vefjagreiningar.1 Stigun byggist á skoðun
og myndgreiningarrannsóknum ásamt meinafræðisvörum. Meina-
fræðileg stigun segir mest um horfur og er nákvæm stigun með
TNM-stigunarkerfinu því mikilvæg þegar tekin er ákvörðun um
meðferð.2
Meðferð og horfur fara eftir útbreiðslu sjúkdómsins.1 Meðferðin
fer eftir meinafræðiniðurstöðum þar sem tekið er tillit til vefjafræði,
gráðu og hve djúpt æxlið vex.4 Skurðaðgerð með brottnámi æxlis
er meginmeðferð við þvagvegakrabbameini. Sjúklingar sem hafa
einungis krabbamein í þekjunni fara oftast í heflunaraðgerð (trans-
urethral resection ofbladder tumor, TURBT).1'4 í vissum tilfellum (stig
T1 og Tis) er lyfjameðferð gefin staðbundið í blöðruna. Þeir sem eru
með krabbameinsvöxt í vöðvalagi gangast oftast undir brottnám á
þvagblöðru ásamt aðlægum eitlum. Þvagi er þá beint aðrar leiðir
með þvagveitu (cutaneous ureteroileostomy eða nýblaðra).4 Krabba-
meinslyfjameðferð er notuð í lengra gengnum sjúkdómi og/eða
ef meinvörp eru til staðar.1 Meinvörpin eru algengust í aðlægum
eitlum og líffærum en geta sáð sér lengra, þá helst til lifrar (38%),
lungna (36%), beina (27%), nýrnahettna (21%) og þarma (13%).
Meinvörp í heila eru mjög sjaldgæf.5 I flestum tilfellum koma
heilameinvörp fram hjá sjúklingum sem hafa farið í lyfjameðferð
eða blöðrubrottnám og eru með langt genginn sjúkdóm og dreifð
meinvörp.5
Þetta tilfelli þykir einstakt þar sem sjúklingur hafði hratt vax-
andi einkenni frá meinvarpi í litla heila frá blöðrukrabbameini þar
sem hvorki var hægt að sýna fram á vöxt niður í vöðvalag blöðru né
æxlisvöxtur sjáanlegur í aðlægum eitlum. Aðeins örfáum slíkum
tilfellum hefur verið lýst áður.5'6 Vissulega er alltaf möguleiki á
staðbundinni undirstigun og því oftast framkvæmd endurheflun
til að fá betri vefjasýni, sérstaklega ef æxlin eru mörg eða stór eða
ef enginn vöðvavefur sést við smásjárskoðun.7 Stundum kemur
endanleg T-stigun ekki fram fyrr en eftir brottnám á blöðrunni við
aðgerð eða krufningu. í þessu tilfelli var ekki talin þörf á endur-
heflun þar sem búið var að staðfesta meinvarp í heila og hún hefði
því ekki breytt neinu um meðferð.
Heimildir
1. Jónasson JG, Tryggvadóttir L. Krabbamein á fslandi - Upplýsingar úr Krabbameinsskrá fyrir
tímabilið 1957-2006. Krabbameinsfélagið, Reykjavík 2008.
2. Kirkali Z, Chan T, Manoharan M, Algaba F, Busch C, Cheng L, et al. Bladder cancer:
epidemiology, staging and grading, and diagnosis. Urology 2005; 66(6 Suppl 1): 4-34.
3. Fajkovic H, Halpem JA, Cha EK, Bahadori A, Chromecki TF, Karakiewicz PI, et al. Impact of
gender on bladder cancer incidence, staging, and prognosis. World J Urol 2011; 29:457-63.
4. Bellmunt J, Orsola A, Wiegel T, Guix M, De Santis M, Kataja V, et al. Bladder cancer: ESMO
Clinical Practice Guidelines for diagnosis, treatment and follow-up. Ann Oncol 2011; 22:
Suppl 6: vi45-9.
5. Davies B. Large cerebellar lesion as original manifestation of transitional cell carcinoma of
the bladder. Urology 2003; 62: 749.
6. D'Souza N, Khan MJ, Robinson S, Motiwala H. A rare and unusual case of isolated cere-
bellar metastasis from a non-muscle invasive transitional cell carcinoma of bladder. JRSM
Short Rep 2011; 2:50.
7. Babjuk M, Oosterlinck W, Sylvester R, Kaasinen E, Böhle A, Palou J, et al. Guidelines on
Non-muscle-invasive Bladder Cancer (TaTl and CIS). European Association of Urology
Guidelines. 2012.
Case of the month: Woman with hematuria and depressed mental status
Margretardottir OB1, Geirsson G2, Agnarsdottir M3, Ulfarsson E4
’Emergency Department, 2Department of Urology, 3Department of Pathology,
4Department of Neurosurgery, Landspítali University Hospital.
Correspondence: Guömundur Geirsson gug@landspitali.is
Styttur sérlyfjaskrártexti AVAMYS 27,5 mlkrógrömm/
úðaskammt, nefúði, dreifa
Ábendingar: Fullorðnir, unglingar (12 ára og eldri) og bðm (6
- 11 ára): Avamys er ætlað til meðferðar við einkennum
ofnæmiskvefs. Skammtar og lyfjagjöf: Flútíkasónfúróat-nefúði
er eingöngu til notkunar í nef. Fullorðnir og unglingar (12 ára
og eldri): Ráðlagður upphafsskammtur er tveir úðaskammtar
(27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati I hverjum úðaskammti)
I hvora nös einu sinni á dag (heildardagskammtur, 110
míkrógrömm). Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur
náðst gæti minni skammtur, einn úðaskammtur í hvora nös,
nægt til viðhaldsmeðferðar. Börn (6 til 11 ára): Ráðlagður
upphafsskammtur er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni
á dag (heildardagskammtur, 55 míkrógrömm). Sjúklingar sem
sýna ekki fullnægjandi svörun við einum úðaskammti í hvora
nös einu sinni á dag geta notað tvo úðaskammta í hvora nös
einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur
náðst er mælt með því að minnka skammtinn niður í einn
úðaskammt í hvora nös, einu sinni á dag. Böm yngri en 6 ára:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfins hjá börnum yngri en 6
ára. Aldraðir sjúklingar, sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi,
sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Engin þörf er á aðlögun
skammta hjá þessum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu
eða einhverju hjálparefnanna í Avamys. Sérstök varnaðarorð
og varúðarreglur við notkun: Flútíkasónfúróat umbrotnar
verulega i fyrstu umferð um lifur, því er líklegt að almenn
útsetning fyrir flútíkasónfúróati, gefnu um nef, sé aukin hjá
sjúklingum með alvarlegan lifrarsjúkdóm. Samhliða gjöf
rítónavírs er ekki ráðlögð. Áhrif á líkamann i heild geta komið
fram vegna notkunar barkstera í nef, sérstaklega vegna stórra
skammta sem ávísað er til langs tíma. Greint hefur veriö frá
vaxtarskerðingu hjá börnum sem fá barkstera í nef í skráðum
skömmtum. Mælt er með því að reglulega sé fylgst með hæð
barna sem fá langvarandi meðferð með barksterum í nef.
Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Brotthvarf
flútikasónfúróats gerist hratt með verulegum umbrotum í
fyrstu umferð um lifur, fyrir tilstilli cýtókróm P450 3A4.
Meðganga og brjóstagjöf: Engar fullnægjandi niðurstöður
liggja fyrir varðandi notkun flútíkasónfúróats hjá þunguðum
konum. Flútíkasónfúróat skal aðeins nota á meðgöngu ef
ávinningur fyrir móðurina er meiri en möguleg áhætta fyrir
fóstrið eða barnið. Ekki er vitað hvort flútíkasónfúróat skilst út
í brjóstamjólk hjá konum. Hjá konum með barn á brjósti ætti
gjöf flútíkasónfúróats einungis að koma til greina ef
væntanlegt gagn fyrir móðurina er meira en hugsanleg áhætta
fyrir barnið. Aukaverkanir: Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti
Mjög algengar: Blóðnasir. Algengar: Sáramyndun í nefi.
Nánari upplýsingar www.serlyfjaskra.is
Pakkningar og verð 01.04.11; Avamys 27,5 pg, 120 úðaskam-
matar verð kr. 2.764
Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14,
105 Reykjavík.
* Rannsóknirnar á árstíðabundnu ofnæmiskvefi voru
framkvæmdar á fullorðnum og ungmennum/'5
t í samanburði við lyfleysu.
Heimildir:
1. Canonica GW. A survey of the burden of allergic rhinitis in
Europe. Allergy 2007; 62 (85):17-25.
2. Fokkens WJ, Jogi R, Reinartz S etal. Once daily fluticasone
furoate nasal spray is effective in seasonal allergic rhinitis
caused by grass pollen. Allergy 2007; 62:1078-1084.
3. Kaiser HB, Naclerio RM, Given J et al. Fluticasone furoate
nasal spray: a single treatment option for the symptoms of
seasonal allergic rhinitis. J Allergy Clin Immunol 2007;
119(6): 1430-1437.
4. Martin BG, Ratner PH, Hampel FC et al. Optimal dose
selection of fluticasone furoate nasal spray for the treatment
of seasonal allergic rhinitis in adults and adolescents. Allergy
AsthmaProc 2007; 28(2): 216-225.
5. Ratner P, Andrews C, van Bavel J et al. Once-daily
fluticasone furoate* nasal spray (FF) effectiveiy treats ocular
symptoms of seasonal allergic rhinitis (SAR) caused by
mountain cedar pollen.'USAN approved name. JAIIergy Clin
Immunol 2007; 119(Supp 1): S231 .Date of preparation:
Febrúar 2009
LÆKNAblaðið 2012/98 415