Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 29
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Læknisþjónusta á íslandi er viðkvæm Orri Þór Ormarsson Höfundur er barnaskurðlæknir á Landspítala og í stjórn Læknafélags íslands. otormarsson@hotmail.com Á íslandi hafa gæði læknaþjónustu verið meiri en hægt er að búast við hjá þjóð af okkar stærð. Það hefur tekið áratugi að byggja hana upp og hefur uppbyggingin ekki orðið vegna frumkvæðis heilbrigð- isyfirvalda. Hún varð til fyrir tilstuðlan metnaðarfullra íslenskra lækna sem hafa með tengslum sínum við stór háskóla- sjúkrahús erlendis tryggt gæðin. Gæði læknisþjónustu byggist á mörg- um þáttum og mikilvægasti þátturinn eru læknarnir sjálfir. Hvernig verða íslenskir læknar góðir? Fyrst ber að nefna að í læknanám sækja duglegir og metnaðarfullir ein- staklingar enda þarf töluvert að leggja á sig til þess að komast að í læknanám á íslandi og klára það. Margt hefur verið sagt um ástæður þess að ungt fólk sækir í námið, en hverjar sem þær eru er ljóst að Leiðrétting Læknablaðið biðst velvirðingar á hafa farið rangt með nafn eins af nýkosn- um stjórnarmönnum í Læknafélagi Reykjavíkur í júníblaðinu. Hið rétta er að í stjórn sitja nú: Steinn Jóns- son formaður, Reynir Arngrímsson varaformaður, Jón Gunnar Hannesson ritari, Jörundur Kristinsson gjaldkeri og Ebba Margrét Magnúsdóttir með- stjórnandi. Áheyrnarfulltrúi Félags al- mennra lækna er Össur Ingi Emilsson. alltaf þurfa að vera til staðar metnaður og dugnaður. Að loknu námi heima fara flestir ís- lenskir læknar utan til að sækja sér frekari menntun og sérhæfingu. Þar sem almennt er góð reynsla af íslenskum læknum erlendis komast þeir að á góðum sjúkra- húsum, oftar en ekki á háskólasjúkrahús- um. Þessi reynsla af íslenskum læknum hefur byggst upp á mörgum árum. Áður fyrr var það ekki sjálfgefið að íslenskir læknar kæmust að á háskólasjúkrahúsum erlendis. Flestir hafa svo komið heim að námi loknu, með mikilvæga reynslu og nýja þekkingu, sem nýtist í starfi, við upp- byggingu læknisþjónustunnar og ekki síst við kennslu læknanema og annarra heil- brigðisstétta. Þannig er nokkurskonar hringrás í gangi. Vel menntaðir íslenskir læknar koma heim og tryggja bæði góða læknis- þjónustu og gott læknanám á Islandi sem aftur skilar frambærilegum læknum til náms erlendis. Þannig viðhelst sú góða reynslu af íslenskum læknum sem við þekkjum í dag. Þetta ferli er auðvelt að eyðileggja og gæti það niðurbrot þegar verið hafið. Sérfræðilæknar sem hér hafa starfað hverfa til starfa erlendis og það er lítil endurnýjun á íslenskum læknum erlendis frá. Hvað gerist svo? Hvað gerir þú ef þú getur ekki fengið þann besta til þín? Jú þú færð þann næst- besta og ef hann vill ekki koma þá færðu þann þriðjabesta. Þessi þriðjibesti gæti gefið af sér þriðjubestu kennslu sem völ er á. Við skilum af okkur verr menntuðum læknum til sérnáms erlendis, reynsla af íslenskum læknum versnar, verra verður fyrir þá að komast að á góðum spítölum og heim skila sér, ef koma heim yfirhöfuð, verr menntaðir læknar og læknanámi á ís- landi hrakar enn frekar. Hvað er til ráða? Við getum sagt sem svo að við erum einungis 300.000 manna þjóð og ættum því ekki að hafa sérstakar áhyggjur af því að vera með læknisþjónustu í samræmi við það, halda kjörum lækna niðri og fara áhyggjulaus í þann niðurávið-spíral sem við gætum þegar verið byrjuð í. Hitt er að tryggja góð laun og starfsað- stöðu lækna, en ein af meginforsendum þess að viðhalda góðri heilbrigðisþjónustu er að laun lækna á íslandi séu samanburð- arhæf við önnur lönd. Þetta á sérstaklega við um grunnlaun lækna. Sú lenska að horfa á heildarlaun lækna, sem að stórum hluta eru tilkomin vegna vaktavinnu, verður að hætta. Taka verður tillit til lengdar námsins og stutts starfsaldurs, flutninga milli landa og því sem snýr að fjölskyldunni, en oft kost- ar læknanám fórnir maka auk þess sem að börn geta oft lent í vanda með tungumál, vinatengsl og fleira. Það verður að vera fjölþætt val um vinnustaði og starfsvettvang lækna. Algjörlega ríkisrekin læknisþjónusta er örugg leið til að minnka gæði og afköst hennar og það allra versta er ef íslenskir læknar missa trúna á og metnað fyrir læknisþjónustunni. Gæði íslenskrar læknisþjónusta er ekki sjálfgefin, hún er á ábyrgð okkar lækna og tengist beint við kjör og starfsumhverfi lækna. Það er okkar að standa vörn um hana. Stjórn LÍ Þorbjörn Jónsson, formaður Valgerður Á. Rúnarsdóttir, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Anna K. Jóhannsdóttir, ritari Árdís Björk Ármannsdóttir Orri Þór Ormarsson Salome Ásta Arnardóttir Steinn Jónsson Þórey Steinarsdóttir I pistlunum Úrpenna stjórnarmanna U birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. LÆKNAblaöiö 2012/98 417

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.