Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 44
UMFJÖLLUN O G GREINAR Leiðbeinandi álit Persónuverndar torveldar landlækni að rækja lögbundið eftirlit með heilbrigðisþjónustunni í landinu Einar Stefán Björnsson Helgi Sigurðsson Tómas Guðbjartsson Höfundar eru prófessorar við læknadeild HÍ og starfsmenn Landspítala. Leiðbeinandi álit Persónuverndar um með- ferð persónuupplýsinga varðandi heimildir lýtalækna og þar með annarra lækna til að láta af hendi persónugreinanlegar upp- lýsingar til landlæknis hefur vakið furðu margra og þar á meðal undirritaðra. Við erum ósammála þeim sem styðja túlkun Persónuverndar í síðasta tölublaði Lækna- blaðsins.' Að okkar mati er ekki ásættanlegt að togast þurfi á um túlkun laga er varða opinbert eftirlit með öryggi sjúklinga. Eftirlitshlutverk landlæknis er marg- þætt. Það á meðal annars að tryggja gæði heilbrigðisþjónustunnar og að öryggi sjúklinga og almennings sé ávallt í hávegum haft, hvort heldur sem leitað er eftir heil- brigðisþjónustu hjá opinberum aðilum eða einkaaðilum. I þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við hefur eftirlit með heil- brigðisþjónustu verið eflt á síðustu árum. Dæmi um slíkt gæðaeftirlit er skráning á fylgikvillum meðferðar en í leiðara Lækna- blaðsins nýlega var einmitt bent á nauðsyn miðlægrar skráningar ígræða sem notast er við í skurðlækningum.2 Að sjálfsögðu er þagnarskylda lækna og trúnaður milli læknis og sjúklings einn af hornsteinum góðrar læknisfræði. En að nota trúnaðar- og þagnarskyldu sem lykil- rök gegn því að landlæknir hafi aðgang að persónugreinanlegum gögnum stenst ekki nánari skoðun. Það er að okkar mati fráleitt að beita þeim rökum að trúnaður við sjúklinga sé ekki tryggður ef upplýsingar sem tengjast eðlilegu gæðaeftirliti með heil- brigðisþjónustu séu í höndum landlæknis, enda er landlæknir bundinn trúnaði ekki síður en aðrir læknar. Öryggi sjúklinga vegur hér þungt og má ekki gleymast frekar en mikilvægi þess að halda þagnarskyldu við sjúklinga. Mál lýtalæknanna sem hefur hér orðið að umtalsefni sýnir í hnotskurn að eftirlitskerfi vantaði. En að okkar mati hefur umræðan og viðbrögðin í kjölfarið því miður ekki far- ið í þann farveg að auka traust almennings á heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi. Túlkun Persónuverndar er reyndar leið- beinandi og vísar til stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs en þó einkum til þagnar- skyldunnar, en umfjöllunin hefur skapað tortryggni í garð landlæknisembættisins og eftirlitshlutverks þess. í umsögnum um málið í Læknablaðinu er komið inn á það að lykilatriði þagnar- skyldunnar sé að hún sé túlkuð þröngt og að þriðji aðili megi ekki fá aðgang að pers- ónugreinanlegum upplýsingum, nema með samþykki eða ósk viðkomandi sjúklings. Það gleymist í umfjölluninni að landlæknir er eftirlitsaðili með læknum og setur þeim leiðbeiningar um góða starfshætti, þar með talið um trúnaðar- og þagnarskylduna. Það sem meira er, landlæknir er líka í því hlut- verki að gæta hagsmuna sjúklinga gagnvart læknum og heilbrigðisþjónustunni sem þeir fá hverju sinni. Það orkar tvímælis að fjalla um landlækni eins og hann sé óviðkomandi utanaðkomandi aðili að sambandi sjúklings og læknis. Lögmaður yfir 100 kvenna sem fengu PlP-púðana hefur verið dæmdur til að afhenda skattrannsóknarstjóra persónu- greinanlegar trúnaðarupplýsingar um skjólstæðinga sína, en á sama tíma fær land- læknir ekki aðgang að mun takmarkaðri persónugreinanlegum upplýsingum. Land- læknir er að sinna lögbundnu gæðaeftirliti til að gæta hagsmuna og tryggja öryggi sjúklinga, en skattrannsóknarstjóri er að gæta fjárhagslegra hagsmuna fyrir ríkis- sjóð. Er þetta ekki þversögn í umfjöllun um persónuverndarsjónarmið? Túlkun Persónuverndar torveldar land- lækni að rækja lögbundið eftirlit með heil- brigðisþjónustunni í landinu. Við teljum að breyta verði lögum og regluverki er varða eftirlitsskyldu landlæknis, þannig að enginn vafi leiki á því að landlæknir hafi aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum. Þannig eru hagsmunir og öryggi sjúklinga og al- mennings betur tryggðir. Heimildir 1. Sigurjónsson H. Niðurstaðan er afgerandi og ótvíræð - um álit Persónuvemdar. Sigrún Jóhannesdóttir, Dögg Pálsdóttir, Jón Snædal, Steinn Jónsson og Geir Gunnlaugsson segja sína skoðun Læknablaðið 2012; 98: 368-371. 2. Guðbjartsson T. Rekjanleiki ígræða í skurðlækningum. Læknablaðið 2012; 98:141. Professor och Universitetslektor i infektionsmedicin Institutionen för klinisk och experimentell medicin vid Halsouniversitetet söker en professor och en universitetslektor i infektionsmedicin. Ámnesomrádet ár övergripande och innefattar medicinsk mikrobiologi, klinisk bakteriologi och virologi samt infektionsmedicin. Linköpings universitet expanding reality Mer information finns pá www.liu.se/jobba Sista ansökningsdag ár 31 augusti 2012 m 1 I 5 g § 3 á 432 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.