Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 25
TILFELLI MÁNAÐARINS Tilfelli mánaðarins Kona með blóðmigu og meðvitundarskerðingu Ólöf Birna Margrétardóttir1 læknir, Guðmundur Geirsson2 læknir, Margrét Agnarsdóttir'* iæknir, Elfar Úlfarsson4 læknir Tilfellið ’Slysa- og bráðadeild, 2þvagfæraskurðdeild, 3rannsóknastofu í meinafræði, 4heila- og taugaskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnir: Guðmundur Geirsson gug@landspitali. is 72 ára kona leitaði á slysa- og bráðadeild vegna nokk- urra mánaða sögu um slappleika, megrun, ógleði og lystarleysi auk stórsærrar blóðmigu. Hún átti að baki um 30 pakkaár og var á lyfjum við háþrýstingi, annars hraust. Líkamsskoðun og almenn blóðrannsókn við komu ómarkverð. Þvagstrimilspróf var jákvætt fyrir blóði en þvagræktun neikvæð. Tölvusneiðmynd af kviði sýndi 6-7 sm æxli í blöðruvegg en engar eitlastækkanir. Konan var lögð inn en daginn eftir innlögn varð hún rugluð og meðvitundarskert. Tölvusneiðmynd af höfði sýndi fyrirferð í litla heila og mjög þanin heilahólf. Gerð var bráðaaðgerð þar sem dren var lagt í heilahólf, létt á vatnsþrýstingnum og lagaðist meðvitundar- ástand mikið við það. Til nánari greiningar var gerð segulómskoðun af höfði (mynd 1). Hver er greiningin? Greinin barst: 21. desember 2011, samþykkt til birtingar: 1. júní 2012. Höfundar tiltaka engin hagsmunatengsl. Mynd 1. Segulómskoðunarmynd afhöfði, T1 þversneiðmynd meðgadolinium-skuggaefni til vinstri og T2 þversneiðmynd til hægri. LÆKNAblaðið 2012/98 413

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.