Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2012, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.07.2012, Qupperneq 39
UMFJOLLUN O G GREINAR vörur. Hveitið kemur síðar til sögunnar og þegar líður á 20. öldina tekur það yfir en rúgurinn nánast hverfur. Samsetning á kornmat í fæði okkar hefur því gjörbreyst frá því að vera að mestu leyti heilkorna- vörur, rúgur, hafrar og bygg, í fínunna og mikið unna vöru, þar sem hvítt hveiti er nánast allsráðandi. Hollusta kornmatar og raunar annarrar kolvetnaríkrar fæðu er því allt önnur og lakari nú en áður, enda sykur og sætindi, gosdrykkir og alls kyns viðbættur sykur einnig orðinn stór þáttur í kolvetnaneyslunni, auk fínunna korns- ins. Gæði kolvetna eru því áhersluatriði í næringarmálunum, meðal annars í nýjum norrænum næringarráðleggingum og meira lagt upp úr uppruna þeirra og sam- setningu en áður." Ekki bara efnin heidur maturinn Laufey segir að íslendingar hafi breytt sinni mjölneyslu jafnvel meira en íbúar hinna Norðurlandanna sem haldi fastar í grófa kornið en við. Hún telur að erfitt geti verið að greina hvaða brauð í búðum og bakaríum séu bökuð úr heilkorni og hver ekki. Þess vegna þurfi glögga inni- haldslýsingu eða aðrar merkingar á brauð- umbúðum og að heiti brauða endurspegli innihald þeirra. „Það sést ekki endilega á brauðinu hvort það er gert úr heilkorni, því kornin þurfa ekki að vera sýnileg eða ómöluð í heilkorna vörum. Aðalatriðið er að ekki sé búið að sigta klíðið og kímið frá korninu," upplýsir hún. Einnig bendir hún á að þótt seyddu rúgbrauðin séu auðþekkt, gróf og trefjarík, sé það mikill sykur í þeim að erfitt sé að skilgreina þau sem hollustuvöru. „Sá siður breiddist út fyrir örfáum áratugum hér á landi að setja allan þennan sykur í seydd rúgbrauð, en þannig var það ekki áður fyrr og er alger- lega óþarft," segir Laufey ákveðin. Svo minnir hún líka á hin kjarngóðu óseyddu rúgbrauð og segir að þannig hafi íslensk Grófa korninu hefur verið lítill gaumur gefinn en Mið- jarðarhafsmataræðið Itefur hins vegar breiðst út um alla álfuna, segirLaufey. Mynd/Anton Brink brauð verið í gamla daga. „Núna köllum við þau dönsk af því íslenska uppskriftin týndist um tíma," bætir hún við brosandi. Laufey ítrekar að brauð sé hollt og heil- korna þó búið sé að mala kornið, ef allt sé í því sem var í korninu upphaflega. „Það eru ekki bara trefjaefnin sem við þurfum að hugsa um þó að trefjar skipti okkur miklu máli," útskýrir hún. „Maturinn er samsettur úr aragrúa efna og við þekkjum þau alls ekki öll, hvað þá hollustueigin- leika þeirra. Við erum hins vegar of fljót að eigna einstökum efnum, sem við þekkjum vel, hvers kyns heilsusamleg áhrif fæðunnar og förum jafnvel að bæta þeim í unnar vörur. Trefjaefnin eru þeirra á meðal og líka ýmis andoxunarefni. En það er upprunalegi maturinn sjálfur sem skiptir máli og býr yfir hollustunni, en ekki tilbúnar efnablöndur. Það er eigin- lega þannig að því meira sem við nær- ingarfræðingar vitum og lærum um efnin í matnum því meiri áherslu leggjum við á matinn sjálfan. Hollan mat." Bar saman tóbak og óhoilan mat Laufey segir fjölmargt áhugavert hafa komið fram á norrænu næringarráðstefn- unni. Efni um holdafarið sé eitt af því sem uppúr standi og þá ekki síst erindi Tim Lobstein. „Það var mikil ádrepa," segir hún. „Lobstein er þekktur og vel að sér en talar tæpitungulaust sem er sjaldgæft af vísindamanni. Hann starfar fyrir aðgerða- hóp alþjóðlegra offitusamtaka og talaði um stefnur og stjórnvaldsaðgerðir og hversu mikilvægar þær eru ef við eigum að snúa við faraldri offitu á heimsvísu. Hann telur að við þurfum að beita svip- uðum aðferðum gegn óhollum matvælum og gegn tóbakinu. Rétt eins og með tóbakið, þurfi að setja bönd á matvæla- iðnaðinn. Þetta er vissulega sjónarmið en sjálfri finnst mér erfitt að bera saman mat og tóbak. Við viljum losna við tóbakið en ekki matinn. Ég tel að við eigum að reyna til þrautar að semja við matvælafyrirtækin um að minnka salt og sykur í mat og við bakarana um að baka úr heilkorni. Svo þarf líka að setja skýrari reglur um sölu og markaðssetningu matvöru." L. LÆKNAblaðið 2012/98 427

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.