Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 21
RANNSOKN Blöðrur á gallvegum - sjúkratilfelli Karl Kristinsson' læknir, Kristín Huld Haraldsdóttir' læknir, Páll Helgi Möller12læknir ÁGRIP Birtingarmynd gallvegablaðra erfjölbreytt og við uppvinnslu þeirra beinist grunur að algengari sjúkdómum eins og gallsteinum, gallblöðrubólgu eða brisbólgu. Frumgreining er gerð með ómskoðun en I kjölfarið fylgja sértækari myndgreiningar eins og segulómun af gall- og brisgöngum (magnetic resonance cholangiopancreatography) eða holsjárröntgen- myndataka af gall- og brisgöngum (endoscopic retrograde cholangiop- ancreatography). Hætta á illkynja umbreytingu gallvegablaðra er þekkt og ertíðnin um 10-30%. Meðferð felst I brottnámi með skurðaðgerð. Gall- vegablöðrur eru sjaldgæfar og á árunum 2000-2010 greindust þrjú tilfelli á Islandi. Hér á eftir fer lýsing á einu þessara tilfella ásamt stuttu yfirliti yfir birtingarmynd, greiningu, meðferð og horfur. Inngangur ’Skurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir: Karl Kristinsson karlkris@landspitali. is Gallvegablöðrur eru útvíkkanir á gallvegum og geta komið fyrir hvar sem er frá lifur og að skeifugörn.1 Þær greinast yfirleitt þegar sjúklingar eru á barnsaldri og talsverðar líkur eru á að þær verði að illkynja vexti.2 Gallvegablöðrur eru sjaldgæfar og við yfirferð okkar sem takmarkaðist við árin 2000-2010 fundust þrjú tilfelli á Landspítala. Af því hversu sérhæfð meðferð er á sjúk- dómnum má draga þá ályktun að þetta séu öll tilfelli af gallvegablöðrum á landinu á þessu tímabili. Leitað var afturskyggnt í aðgerðar- og greiningargagnagrunnum og voru upplýsingar um tvö tilfellanna því takmarkað- ar. Tilfellið sem hér er til umfjöllunar var greint og með- höndlað af einum höfunda greinarinnar. Tilgangurinn með yfirferð þessa sjúkratilfellis er að vekja athygli á þessum sjaldgæfa en alvarlega sjúkdómi, ásamt því að fara yfir birtingarmynd, greiningu, meðferð og horfur. Fengin voru tilskilin leyfi fyrir rannsókninni. Sjúkratilfelli Fjörutíu og eins árs gamall karlmaður leitaði á bráða- móttöku Landspítala með tveggja vikna sögu um verkja- köst um ofanverðan kvið. Komudag hafði verkurinn ágerst og kom á hálftíma fresti. Manninum var óglatt en hafði ekki kastað upp. Hægðir höfðu verið reglu- legar. I heilsufarssögu kom fram saga um blóðsegarek til lungna eftir fótbrot 5 árum áður og því var hann á hjartamagnýl. Hann hafði auk þess áður fengið nýrna- steina og farið í kviðslitsaðgerð. Greinin barst: 20. desember 2011, samþykkt til birtingar: 7. júní 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Skoðun Við komu var hann meðtekinn af verk en með eðlilegt litarhaft. Lífsmörk voru eðlileg. Hann var með mjúkan kvið en þreifieymsli um hann ofanverðan. Önnur skoð- un var innan eðlilegra marka. Rannsóknir og meöferö Blóðhagur, blóðsölt og kreatínín voru eðlileg en CRP (c-reactive protein) var lítillega hækkað eða 16 mg/mL (viðmiðunarmörk <10). Lifrarpróf höfðu hækkað, meðal annars var bilirúbín 80 pmól/L (5-25). Ómskoðun af lifur og gallvegum sýndi væga þykknun á gallblöðru- vegg og vakti grun um blöðru sem virtist ganga út frá gallvegum. Segulómun (magnetic resonance cholangiop- ancreatography, MRCP) sýndi væga gallblöðrubólgu og gallvegablöðru sem grunur var á að gengi út frá hægri gallgangi lifrar (ductus hepaticus dexter) (mynd 1). Hol- sjárröntgenmyndataka (endoscopic retrograde cltolangiop- ancreatography, ERCP) sýndi eðlilega gallvegi og enga steina og enga fyllingu á gallvegablöðru. Einkenni gengu yfir og Iifrarpróf leiðréttust. Mað- urinn var tekinn í opna kviðarholsaðgerð þar sem gall- blaðra var fjarlægð ásamt gallvegablöðru af tegund II (mynd 2 og 3). Meinafræðirannsókn sýndi gallvega- blöðru sem var 2,5 cm í þvermál án illkynja vaxtar. Hann útskrifaðist 7 dögum eftir aðgerð, en í legunni Mynd 1. Segulómskoðun afgall- og brisgöngum (MRCP) sýnir gallblöðru og gallvegablöðru (ör). LÆKNAblaðið 2012/98 409

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.