Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 17
RANNSOKN
Tafla I. Meðaltal (staðalfrávik) grunnupplýsinga þátttekanda samkvæmt hópaskiptingu.
Engin meðferð (E) Virk meðferð (M) Liðskipti (L) Allir
Aldur * 38,6 (20,1) 51,3 (16,6) 67,0 (10,1) 55,6 (18,5)
Líkamsþyngdarstuðull t 21,5(3,1) 25,8 (4,9) 25,3 (4,0) 24,8 (4,5)
VAS ’ 2,2 (1,7) 4,6 (2,3) 6,0 (2,5) 4,6 (2,7)
Almenn færni * 89,8 (12,0) 61,9(23,1) 46,6 (23,0) 64,2 (26,2)
KOOS-verkir t 82,3 (9,7) 58,8 (17,9) 48,6 (15,8) 58,9 (19,9)
KOOS-einkenni t 79,8 (10,7) 54,0 (18,6) 50,7 (17,4) 57,5 (20,0)
KOOS-ADL t 92,5 (8,2) 67,0 (18,4) 55,5 (16,7) 67,3 (21,0)
KOOS-IT t 65,4 (20,2) 24,7 (21,4) 18,3 (15,8) 30,6 (26,2)
KOOS-lífsgæði t 65,1 (15,5) 41,6 (18,5) 25,6 (13,4) 39,6 (21,6)
‘tölfræðilega marktækur munur á meðaltali allra hópa (psO.001), ttölfræðilega marktækur munur á meðaltali allra hópa (p<0,01), ttölfræðilega marktækur munur á meðaltali E og M hópa
og meðaltali E og L hópa (p<0,001). ADL= athafnir daglegs lífs, ÍT= íþróttir og tómstundir.
Niðurstöður
Marktæk breyting varð á skorum allra undirþátta KOOS hjá þeim
sem fengu meðferð við hnékvilla sínum (p<0,001; mynd 1). Á sama
tíma minnkuðu verkir samkvæmt VAS-kvarðanum (p<0,001), mat
á eigin færni batnaði (p=0,001) og bæting varð hjá þeim 13 einstak-
lingum sem metnir voru með TUG-prófinu (p=0,002). Hins vegar
breyttist skor ekki milli mælinga hjá einstaklingum með óbreytt
ástand í hné (mynd 2) og lágu ICC-gildi á bilinu 0,825 til 0,930 (tafla
II) og neðri öryggismörk voru lægst við 0,657.
Innra réttmæti var metið með Cronbach's alpha, sem var á
bilinu 0,726 til 0,966 fyrir hvern undirþátt KOOS-listans, en SEM
var frá 2,5 til 3,8 og MDD frá 7,0 til 10,4 (tafla II).
Tölfræðileg neikvæð fylgni fannst milli allra undirþátta KOOS
og verkjamats með VAS-kvarða, þar sem minni verkir gáfu lægra
VAS-skor en hærra (betra) KOOS-skor. Sterkustu tengslin voru
milli verkjaþáttar KOOS og VAS, (r=-0,772; p<0,001, mynd 3).
Marktæk jákvæð fylgni var á milli tölulegs mats á eigin færni í hné
við daglegar athafnir og allra undirþátta KOOS, en sterkust voru
tengslin við undirþátt athafna daglegs lífs (r=0,781; p<0,001). Þá
var marktæk neikvæð fylgni milli frammistöðu í TUG-prófinu og
útkomu allra undirþátta KOOS, en sterkust voru tengsl við íþrótta-
og tómstundaþátt KOOS (r=-0,495; p<0,001).
Samantekt á meðaltali mælinga samkvæmt hópaskiptingu
þátttakenda má finna í töflu I. Munur var á meðalaldri allra hópa
(ps0,001) og þátttakendur í E-hóp voru almennt léttari en þeir
sem voru í M- og L-hópunum (p<0,001). Marktækur munur var á
meðaltali undirþátta fyrir verki, færni til athafna daglegs lífs og
lífsgæði (p<0,01) milli allra hópa. Ekki var tölfræðilega marktækur
munur milli M- og L-hópa á meðaltali undirþátta einkenna annars
vegar og íþrótta og tómstunda hins vegar, en báðir fengu mark-
tækt lægri útkomu en þátttakendur í E-hóp (p<0,001).
Tafla II. Gildi tengd mati á áreiðanleika og innra réttmætis undirþátta KOOS.
Verkir Einkenni ADL (T Lífsgæði
ICC-gildi 0,825 0,863 0,884 0,930 0,926
SEM 2,8 2,6 2,5 3,8 3,2
MDD 7,7 7,3 7,0 10,4 8,9
Cronbach's alpha 0,920 0,726 0,966 0,925 0,830
ADL = athafnir daglegs lífs. ÍT= íþróttir og tómstundir. ICC = intra-class correlation
coefficient. SEM = staðalvilla mælingar (standard error of the measurement). MDD =
minnsti mælanlegi munur (minimal detectable difference).
Umræða
Markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika
íslensku útgáfu KOOS-spurningalistans. Niðurstöður benda til
þess að íslenska útgáfan sé réttmæt og áreiðanleg og næm á breyt-
ingar yfir tíma. Þetta er í samræmi við birtar niðurstöður vegna
prófana á fyrri þýðingum.712
Áreiðanleg mælitæki gefa sömu útkomu við endurteknar
mælingar og var samkvæmni milli endurtekinna mælinga KOOS-
listans metin. ICC-áreiðanleikastuðull undirþátta KOOS, sem og
neðri öryggismörkin, voru ofan þeirra marka sem sett voru til
viðmiðunar um ásættanleg gildi og í samræmi við það sem áður
hefur komið fram við prófanir þessa mælitækis.811 Enda þótt
gert sé ráð fyrir óbreyttu ástandi og óbreyttum aðstæðum við
mælingar er það sjaldan raunin. Með því að velja fólk sem lýsti
ástandinu sem stöðugu var hægt að hafa góðan tíma milli mæl-
inga og draga þannig verulega úr minnisbjögun. Þeir sem tóku
þátt í þessum hluta rannsóknarinnar voru hins vegar fæstir með
svæsin einkenni eða mikla færniskerðingu, sem gæti haft áhrif
á ytra réttmæti niðurstaðna. Staðalvilla var almennt nokkuð lág
miðað við það sem aðrar prófanir á þýddum listum hafa sýnt8'10
Mynd 3. Tengsl milli verkjn á VAS-kvarða (hærra skor gefur til kynna meiri verki) og
KOOS-verkjaþáttar (Itærra skorgefur til kynna minni verki).
LÆKNAblaðið 2012/98 405