Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 30
UMFJÖLLUN O G GREINAR Rannsóknir eins og boðhlaup þar sem einn tekur við annars kefli - segir Einar S. Björnsson meltingarlæknir ■ ■ ■ Mynd og texti Anna Björnsson Einar S. Björnsson er yfirlæknir á lyf- lækningasviði Landspítala og prófessor í meltingarlækningum við læknadeild Háskóla íslands. Hann hefur staðið í ströngu að undanförnu vegna þings norrænna meltingarlækna sem haldið var í Reykjavík dagana 12.-15. júní síð- astliðinn. Ráðstefnan var tvö ár í undir- búningi og eftir að henni var lokið beið hans og annarra meltingarlækna á Land- spítalanum ærið verkefni í vinnunni, en þrátt fyrir það gaf hann sér tíma í spjall við Læknablaðið. Það lá beinast við að spyrja Einar hvernig áhugi hans á sérgreininni vaknaði. „Aðdragandinn var ef til vill nokkuð óvenjulegur, þar sem ég fór fyrst eitt ár í sálarfræði og tvö ár í heimspeki við Há- skóla íslands en þaðan lá leiðin í læknis- fræðina. Þegar ég var í framhaldsnámi og var að taka grunninn í lyflæknisfræði í Gautaborg fékk ég áhuga á meltingar- sjúkdómum, ekki síst vegna þess að mér líkaði vel við þá sem unnu á þeirri deild á sjúkrahúsinu. Þeir vöktu áhuga minn og það varð úr að ég hélt áfram í þeirri sérgrein. Ég hafði sérstaklega áhuga á lifrarsjúkdómum og speglunum, þetta var fjölbreytt starf og krafðist þess að maður gerði eitthvað áþreifanlegt. Svo fór ég að fást við rannsóknir, ekki síst vegna þess að ég hafði góðan leiðbeinanda, Dr. Abra- hamsson, prófessor á Sahlgrenska sjúkra- húsinu í Gautaborg. Ég varð hugfanginn af klínískum sjúklingatengdum rann- sóknum. Alls var ég í Svíþjóð í 18 ár og tvö ár í Bandaríkjunum að vinna að margvís- legum rannsóknum." Einar lauk doktors- ritgerð sinni árið 1994 og varð dósent við læknadeild háskólans í Gautaborg 2001 og prófessor árið 2006. Frá árinu 2009 hefur hann verið yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítala samhliða prófessorsstöðunni. Stöndum vel i samanburði við nágrannaþjóðirnar Hvernig standa íslendingar í samanburði við nágrannaþjóðirnar á þessu sviði? „Frekar vel er óhætt að segja. Hér eru það til dæmis meltingarlæknar sem sjá um meðferð bráðra blæðinga frá melt- ingarvegi og það hefur skilað sér í góðum árangri, en í Danmörku og Svíþjóð sjá almennir skurðlæknar mestu leyti um þetta. Hér er aðeins 1% sjúklinga sem þarf að fara í bráðaaðgerð vegna blæðinga, þannig að í flestum tilfellum gengur vel að meðhöndla blæðingar með lyfjum eða gegnum speglunartæki. En það þarf auð- vitað bæði að segja kost og löst og ég vildi gjarnan sjá meiri rannsóknaráhuga hjá meltingarlæknum. Einkapraxísinn hefur orðið fyrirferðarmeiri en rannsóknirnar og við höfum marga lækna í hlutastörfum, sem síðan þurfa að sinna stofunum sínum úti í bæ. Landspítali er háskólasjúkrahús og hér eiga að vera rannsóknir og kennsla. Þjónusta við sjúklinga og kennsla er mjög góð, en rannsóknirnar þyrftu að vera umfangsmeiri." Það sem hvergi birtist gagnast fáum „Það sem ég hef reynt að gera til að bæta úr skorti á rannsóknum er að fá yngri lækna og læknanema til að sinna ýmsum verkefnum á sviði rannsókna. Það hefur gefist vel og vakið áhuga þeirra á rann- sóknum og einnig á þeim lífsstíl sem fylgir því að kynna rannsóknir sínar á erlendum ráðstefnum, í stað þess að mæta á ráðstefnur einungis sem áheyrendur. Þetta fyrirkomulag er gott því það hlýtur að vera markmið okkar og skylda að næla í unga fólkið og fá það til að vera virkt í rannsóknum og kynnast þeirri aðferða- fræði sem þar er beitt. Það eru einkum sjúklingatengdar rannsóknir sem ég hef fengist við, en grunnrannsóknir eru auð- vitað afskaplega mikilvægar. Ég vil gefa yngri læknum tækifæri til að kynnast þessari hlið starfsins og flestir læknar ættu að sinna rannsóknum að einhverju leyti. Það eru svo mörg sjúklingatengd verkefni sem ástæða er til að líta á, til dæmis að safna saman sjaldgæfum til- fellum sem geta vakið áhuga eins í dag og annars á morgun. Að mörgu leyti er þetta eins og boðhlaup þar sem keflið er rétt til næsta manns og nýjar spurningar vakna við lestur á niðurstöðu rannsókna. En forsenda til að þetta virki er að skrifa um tilfellin og fá greinarnar birtar, það sem er birt hefur gildi fyrir framtíðina en ef ekkert er skrifað gagnast það fáum. Ég get tekið dæmi um nema sem var að skrifa grein um blæðingar frá neðri hluta meltingarvegar og hvaða lyf tengdust aukinni blæðingu. Þessar upplýsingar eru vel til þess fallnar að vekja fleiri spurn- ingar og búa í haginn fyrir rannsóknir framtíðarinnar. Hérlendis höfum við góða aðstöðu til rannsókna, góða gagnagrunna bæði hjá landlæknisembættinu, útskriftar- greiningar, krabbameinsskrána og lyfja- 418 LÆKNAblaðiö 2012/98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.