Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 34
UMFJÖLLUN O G GREINAR
sökuð en margar aðrar aðferðir. Loks
fjallaði hann um þann vanda sem upp
hlýtur að koma þar sem saman fara rann-
sóknir með tilviljunarúrtaki annars vegar
og hins vegar handahófskennd skimun.
Niðurstaða hans var að þótt þetta sam-
spil gæti mengað rannsóknir væri betur
af stað farið en heima setið. Það væri líka
siðferðileg spurning hvort stöðva ætti
skimun þótt hún félli ekki undir kórréttar
rannsóknaraðferðir.
Næstur talaði Skotinn Robert J. Steele
frá háskólanum í Dundee. Hans um-
fjöllunarefni var skurðaðgerðir við krabba-
meinum í ristli og endaþarmi. Hann sýndi
meðal annars tölur frá háskólanum í Leeds
frá árinu 2005 sem höfðu komið mönnum
í opna skjöldu. Þær sýndu ekki aðeins
minnkandi dánartíðni heldur einnig
aukna dánartíðni í vissum tilvikum, þrátt
fyrir bætta meðferð og vaxandi meðvitund
um þessi krabbamein. Hann ræddi einnig
um þá spurningu sem ætíð kemur upp um
hvenær um ofmeðhöndlun sé að ræða og
hvenær ekki og vísaði til tiltækra rann-
sókna, en minnti á að rannsóknir á þessu
sviði er ekki hægt að gera án inngrips.
Meðal þess sem rannsóknir hafa sýnt fram
á er að lífslíkur sjúklinga með endaþarms-
krabbamein eru nú marktækt meiri en þær
voru fyrir 1995. Þá hefur komið í ljós að
þær eru meiri ef sjúklingar eru meðhöndl-
aðir af sérfræðingum í meltingarskurð-
lækningum en sérfræðingum í almennum
skurðlækningum.
Friðrik Sigurðsson, Landspítala, fjallaði
um lyfjameðferð ristil- og endaþarms-
krabbameinssjúklinga. Hann varpaði
fram þeirri spurningu hvort lyfjameðferð
yki lífslíkur þessara sjúklinga og sagði
að rannsóknir sýndu að svo væri. Sum
meinin væru þar að auki ekki skurðtæk
og því þyrfti að leita annarra leiða og þar
kæmi lyfjameðferð sterklega til greina.
Þá er oft rétt að beita bæði lyfjameðferð
og skurðaðgerðum, oft með því að byrja
á lyfjameðferð, þá skurðaðgerð og loks
frekari lyfjameðferð. Þvínæst kynnti hann
ólíkar lyfjameðferðir og lyfjategundir, sem
hafa mismunandi virkni og gagnast í mis-
munandi tilvikum, bæði samsettar lyfja-
meðferðir og notkun einstakra lyfja, og þá
á hvaða stigi lyfjameðferðar þau gagnast
mest. Talsvert úrval krabbameinslyfja er
á markaði, þau elstu hafa verið notuð í
meira en 50 ár, og mikilvægt að læknar
þekki virkni þeirra og þá möguleika sem
lyfjameðferð býður upp á.
Helgi Kjartan Sigurðsson, frá Land-
spítala, talaði næstur. Hans erindi fjallaði
um notkun stoðneta til að létta líkams-
starfsemi sjúklinga, ekki síst þeirra sem
eru með krabbamein í ristli eða endaþarmi
og stíflur vegna þeirra. Stoðnet eru oft
notuð áður en lagt er út í skurðaðgerðir
en einnig sem úrræði þegar aðrar aðferðir
gagnast sjúklingum ekki, til dæmis lyfja-
meðferð. Hann fjallaði um viðfangsefni
sem upp koma vegna aldurssamsetningar
sjúklinga með krabbamein í ristli og
endaþarmi, en þau eru fátíð hjá fólki undir
fimmtugu, meðalaldur sjúklinga er 69
ár. Sjúklingahópurinn fer stækkandi og
sérfræðingar hjá WHO vænta þess að sú
þróun haldi áfram. Ekki er mikill munur
milli kynja með þessi krabbamein. Líkur
eru á því að meðferð sem miðar að því
að bæta líðan sjúklinga verði algengari í
náinni framtíð vegna aldurs sjúklinga og
betri meðhöndlunarúrræða.
Lokaerindið í þessum hluta hélt Sigurð-
ur Blöndal skurðlæknir á Landspítala og
var um skurðaðgerðir vegna æxla í ristli
eða endaþarmi. Hann fjallaði um gildi
þess að læknar með mismunandi sérþekk-
ingu vinni saman í teymi, meðal annars
þegar taka þarf ákvörðun um meðhöndlun
krabbameinssjúklinga. Þegar æxli er í ristli
eða endaþarmi er oft spurning hvort rétt
sé að mæla með lyfjameðferð, skurðaðgerð
eða blandaðri meðferð. Lífslíkur ef ekkert
er að gert eru frekar taldar í mánuðum
en árum svo mikilvægt er að grípa inn
í. Hann fjallaði líka um æxli í lifur og
möguleika á meðferð í þeim tilfellum, til
dæmis ef hægt er að skipta lifrinni upp og
fjarlægja þann hluta sem æxlin eru í.
í lok erindanna voru stuttar en fjörlegar
umræður.
Ristilkrampi
Þrjú erindi á ráðstefnunni fjölluðu um
ristilkrampa (IBS, Irrational Bowel Symp-
tons) frá ýmsum sjónarhornum. Fleiri
konur en karlar hafa verið greindar með
ristilkrampa og það vakti athygli blaða-
manns að í áheyrendahópi voru fleiri kon-
ur en á öðrum fyrirlestrum dagsins.
Fyrsti fyrirlesarinn var Linda Björk
Ólafsdóttir PhD, MBA, MscPharm hjá
Háskólanum í Reykjavík og fjallaði hún
um sögu ristilkrampa, skilgreiningar og
notkun þessara skilgreininga. Það fer
mjög eftir því hvaða skilgreining er notuð
hversu algengur ristilkrampi er talinn. Á
Vesturlöndum var hann tiltölulega seint
skilgreindur en í austrænum lækningum
á þessi sjúkdómsgreining sér lengri sögu.
Linda dró upp mynd af þeim skilgrein-
ingum á ristilkrampa sem helst er stuðst
við allt frá lýsingu Manning frá árinu
1978 til nýlegra rannsókna, meðal annars
fernra langtímarannsókna, í Svíþjóð,
Bretlandi, Bandaríkjunum og á íslandi.
Algengi ristilkrampa er samkvæmt mis-
munandi rannsóknum allt frá 3-28% og á
Vesturlöndum er yfirleitt talað um 10-15%.
Ristilkrampi hefur mikil áhrif á lífsgæði
fólks og því er ábyggileg greining mikil-
væg. Sænsk rannsókn frá 2001 og íslensk
frá 2011 eru byggðar á sömu aðferðafræði
og því auðvelt að bera þær saman. íslenska
rannsóknin sýnir meiri tíðni ristilkrampa
en sú sænska og það er stöðugleiki innan
rannsóknartímabilsins í báðum rann-
sóknunum. Linda benti þó á að nokkuð
flökt gæti verið á sjúkdómsgreiningu milli
tímabila rannsóknanna svo það sem greint
væri sem ristilkrampi á einum tíma væri
ekki endilega greint eins á öðru tímabili.
I lok fyrirlestrarins var Linda spurð hvort
tíðnin á íslandi gæti verið í samhengi við
myrka vetur hér á landi og þótt Linda
segði spurninguna áhugaverða benti hún
á að aðrar rannsóknir hefðu leitt í ljós að
íslendingar væru ekki sérlega þjakaðir af
vetrarmyrkrinu.
Báðar fyrrgreindar rannsóknir leiddu í
ljós að ristilkrampi herjar ekki síst á kon-
ur og ungt fólk. Menntunarstig virðist
ekki hafa áhrif. Áhrif tíðahvarfa voru sér-
staklega könnuð í þessum rannsóknum en
leiddu ekki í ljós mun á tíðni ristilkrampa
fyrir og eftir þau. Hins vegar voru ein-
kennin almennt alvarlegri og ollu meiri
sársauka eftir tíðahvörf. Ristilkrampi er
krónískt ástand og íþyngir sjúklingum
verulega. Það kemur bæði til kasta heim-
ilislækna og sérfræðinga að greina sjúk-
dómseinkennin og létta líf sjúklinganna.
Næsti fyrirlesari var Dr. Jordi Serra frá
háskólasjúkrahúsinu Germans Trias i Pujol
Badalona á Spáni og nefndist fyrirlestur
422 LÆKNAblaðið 2012/98