Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 12
RANNSÓKN
Tafla I. Skilgreining NCEP á efnaskiptavillu.
Greind ef þrír eða fleiri af neðantöldum þáttum voru til staðar:
Kviðarummál karlmenn >102 cm og konur >88 cm
Þríglýseríð >1,70 mmól/l
HDL-kólesteról: karlmenn s1,0 mmól/l og konur <1,3 mmól/l
Blóðþrýstingur a130/85mmHg
Fastandi blóðsykur >6,1 mmól/l eða lyf við sykursýki
þátt. Gögnum var safnað á árunum 2007-2009. Rannsóknin var
samtvinnuð við komur á göngudeild og innlagnir á legudeildir.
Allir sjúklingar gáfu skriflegt samþykki. Fengin voru leyfi frá
vísindasiðanefnd og Persónuvernd.
Eftirfarandi gögnum var safnað:
1. Mæld var hæð, þyngd og mittismál. Þyngdarstuðull reikn-
aður út. Ofþyngd var skilgreind sem þyngdarstuðull milli
26-30 cm/m2 en offita var skilgreind sem þyngdarstuðull
yfir 30 cm/m2.
2. Blóðþrýstingur var mældur í þrígang eftir 5 mínútna hvíld
og meðaltalsgildi reiknað. Of hár blóðþrýstingur var skil-
greindur sem blóðþrýstingur yfir 140/90 mmHg.
3. Tekin var fastandi blóðprufa þar sem mælt var: fastandi
blóðsykur og langtímablóðsykur (HbAlc), heildarkólesteról,
HDL-kólesteról og þríglýseríð. Of hátt kólesteról var skil-
greint sem heildarkólesteról yfir 7,8 mmól/L. Of lágt HDL
var skilgreint undir 0,8 mmóI/L og of há þríglýseríð skil-
greind sem mæling yfir 2,20 mmól/L. Mælingarnar voru
gerðar á rannsóknarstofu Landspítala.
4. Spurt var um reykingar og sjúklingar flokkaðir sem reyk-
ingamenn, fyrrum reykingamenn eða þeir sem aldrei höfðu
reykt.
Algengi efnaskiptavillu hjá geðklofasjúklingum var metin út
frá ofannefndum mælingum og notuð viðurkennd alþjóðaskil-
greining á efnaskiptavillu, svokölluð NCEP (National Cholesterol
Education Program, sjá töflu I). Niðurstöður ofannefndra mæli-
þátta voru bornar saman við þekktar tíðnitölur úr almennu þýði
frá gögnum Hjartaverndar yfir árin 2005-2007 (fjöldi einstaklinga
(n) 4663).15
Tölfræðiúrvinnsla
Birt gögn úr hóprannsóknum Hjartaverndar 2007 voru notuð sem
viðmiðunargildi fyrir almennt þýði.15 Meðalgildi og tíðni áhættu-
þátta voru reiknuð fyrir karla og konur eftir 10 ára aldursbilum;
20-29, 30-39, 40-49, 50-59, 60-69 og 70-79. Aldursdreifing rannsókn-
arhópsins var notuð til að meta væntanleg meðalgildi á áhættu-
þáttum og væntanleg hlutföll með jákvæða svörun á flokkuðum
breytum. Með þessari framsetningu var sýnt við hverju mætti bú-
ast ef sambærilegur aldurshópur væri til skoðunar í almennu þýði.
Öryggisbil (95%) miðað við T-dreifingu var notað til að meta hvort
væntanlegt gildi væri sennilegt gildi fyrir meðaltal rannsóknar-
hóps fyrir samfelldar breytur. Greining á þríglýseríðum var gerð
eftir logra-vörpun vegna hægri-skekktrar dreifingar. Kí-kvaðrat
próf var notað til að meta hvort væntanlegur fjöldi jákvæðra svara
væri sennilegur sem fjöldi jákvæðra svara frá rannsóknarhópn-
um. Dæmi 1) Að karlmaður (72,1%) í rannsóknarhópnum reykti.
Miðað við algengi reykinga 2007 hefði búast mátt við að 19-22%
karla reyktu miðað við aldurssamsetningu hópsins. Marktækur
munur var reiknaður miðað við kí-kvaðrat gildið (62-19)2 / 19 +(24-
67)2/67= 128,1 og útkoman borin saman við kí-kvaðrat dreifingu
með 1 frígráðu. Hér verður p<0,0001. Dæmi 2) Vegið meðalgildi
blóðþrýstings var 131,4 mmHg hjá konum og 95% öryggisbil (123,7-
139,1). Miðað við almennt þýði með sömu aldursdreifingu mætti
búast við að blóðþrýstingur væri 120,8 mmHg. Öryggisbil fyrir
hópinn inniheldur ekki væntanlega gildið og p-gildi miðað við T-
dreifingu er 0,0095.
Niðurstöður
Alls tóku 106 einstaklingar þátt í rannsókninni, þar af 86 karlmenn
(81,1%) og 20 konur (18,9%). Meðalaldurinn var 49,6 ár (19-79).
Yfirlit yfir mælingagildi rannsóknarinnar má sjá í töflu II.
Efnaskiptavilla
í rannsókninni greindust 60 af 106 (57%) með efnaskiptavillu, sam-
anborið við 14,1% hjá almenningi, p<0,0001. Alls voru 49 (57,0%)
karlar, p<0,0001, og 11 (55%) konur, p<0,0001 með efnaskiptavillu.
Reykingar
í heild reyktu 73% einstaklinganna, miðað við 21% hjá aldurs-
stöðluðum almenningi (p<0,0001). 72% karla, (p<0,0001) og 75%
kvenna, (p<0,0001) reyktu.
Háþrýstingur
Alls voru 25 (23,6%) með háþrýsting samkvæmt skilgreiningunni
>140/90. Eingöngu 5 (20%) af þeim voru á háþrýstingsmeðferð.
Meðalsystólan var 134,2 mmHg en búast mætti við 125,0 mmHg
miðað við aldurstaðlaðan almenning p<0,001. Meðalsystóla karla
var 134,8 mmHg (p<0,001). Meðalsystóla kvenna var 131,4 mmHg
(p=0,0095).
Sykursýki
Alls voru 16 (15,1%) einstaklingar með fastandi sykur yfir 7
mmól/1 (p<0,0001) 12 (14,0%) karlar (p=0,0010) og fjórar (20%)
konur (p=0,0005). Eingöngu (38%) 6 þeirra voru áður greind með
sykursýki.
Tafla II. Niðurstöður mælinga.
Mæliþættir Meðaltal Bil
Systóla 134,2 mmHg 100-199 mmHg
Díastóla 84,1 mmHg 47-116 mmHg
Kviðarummál 114,7 cm 70-142 cm
Hæð 178,4 cm 156-198,5 cm
Þyngd 94,4 kg 54,5-163,8 kg
Þyngdarstuðull 29,7 kg/m2 17,6-43,3 kg/m2
Fastandi sykur 5,8 mmól/L 3,9-19,6 mmól/L
Langtímasykur 5,8 mmól/L 4,8-11,7 mmól/L
Heildarkólesteról 5,3 mmól/L 3,3-8,1 mmól/L
HDL-kólesteról 1,2 mmól/L 0,5-2,3 mmól/L
Þríglýseríð* 1,8 mmól/L 0,2-7,1 mmól/L
•Miðgildi.
400 LÆKNAblaðið 2012/98