Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 41
LYFJASPURNINGIN Hvernig á að skammta fólínsýru með lágskammta-metótrexatmeðferð? Elín I. Jacobsen lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala elinjac@landspitali.is Einar S. Björnsson meltingarlæknir og formaður lyfjanefndar Landspítala einarsb@landspitali.is Höfurtdar taka fúslega við athugasemdum frá lesertdum um pistlana og örtrtur lyfjatertgd efrti. Metótrexat virkar í lágum skömmtum sem sjúkdómshemjandi lyf á iktsýki, sóragigt og sóra í húð. Lyfið er fólínsýruantagónisti og er efnafræðilega skylt fólínsýru og fólíniksýru en þrátt fyrir að hafa verið í notkun í meira en 30 ár er nákvæmur verkunarmáti við þessum sjúkdómum þó ekki að fullu þekktur. Metótrexat í lágum skömmtum hemur hvatann díhýdrófó- latredúktasa og hamlar þannig umbroti fólínsýru í tetrahýdrófólínsýru. Þetta getur leitt til skorts á fólínsýru í líkamanum og hömlun á myndun DNA og nýmyndun frumna. í vefjum þar sem frumuskipting er ör, svo sem beinmerg, húð, munn- og þarmaslímhúð, er mikið næmi fyrir me- tótrexati. Talið er að metótrexat hemji fleiri fólatháða hvata í frumum sem hafi áhrif á bólgusvar. Önnur tilgáta er að metótrexat hafi áhrif á bólgusvar með áhrifum á um- brot hómócysteins. Þá er talið að metótrex- at hafi áhrif á cýtókína og stuðli jafnvel að frumuáti (apoptosis) bólgufruma (activated lymphocytes).' Aukaverkanir vegna metótrexats hafa áhrif á meðferðarheldni og leiða oft til þess að meðferð er hætt.2 Má nefna sár í munni, óþægindi frá meltingarvegi, áhrif á beinmerg og brengluð lifrarpróf. Hvernig fólínsýra hefur áhrif til að draga úr aukaverkunum metótrexats er ekki þekkt en margar rannsóknir hafa verið gerðar á mögulegum verndandi áhrifum fólínsýru á aukaverkanir metótrexats. Jafnframt hafa rannsóknir reynt að leggja mat á það hvort fólínsýra dragi úr virkni metótrexats í lágum skömmtum á iktsýki og sóra í húð.34 Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið mismunandi og sumar sýnt jákvæð áhrif á aukaverkanir á meltingarveg og lifrarpróf á meðan aðrar sýna engan mun á fólínsýru og lyfleysu. Ekki hefur tekist að sýna fram á verndandi áhrif fólínsýru á beinmerg. Flestar rannsóknir hafa sýnt örlítið hærri skammta af metótrexati hjá þeim sem eru á fólínsýru miðað við lyf- leysu.1'3 Óljóst er hvort það skýrist af því að fólínsýra kalli á örlítið hærri skammta eða að hærri skammtar þolist með fólínsýru. I yfirlitsgrein frá Cochrane2 var reynt að leggja mat á áhrif fólínsýru og fólíniksýru á aukaverkanir lágskammta-metótrexats á meltingarfæri og blóð í þeim tilgangi að veita læknum og sjúklingum færi á meta hvernig best væri að nota þau með me- tótrexati. Yfirlitið náði til allra tvíblindra, slembaðra samanburðarrannsókna með lyfleysu. 1 þeim rannsóknum þar sem áhrif fólínsýru á virkni og aukaverkanir metótrexats hafa verið rannsakaðar hefur fólínsýra ýmist verið gefin 5 mg einu sinni í viku, daginn eftir metótrexatskammt eða 1-5 mg daglega nema á þeim degi sem me- tótrexat er tekið og virtist skammtastærð ekki hafa áhrif.4 Cochrane ályktar að niðurstöður renni stoðum undir verndandi áhrif fólínsýru á aukaverkanir metótrexats á meltingar- veg og slímhúðir. Ekki var hægt að draga ályktanir af áhrifum fólata á aukaverkanir á blóð né heldur á lifrarpróf. Ekki var talið að niðurstöður bentu til þess að fólínsýra dragi úr áhrifum metótrexats. Margir íslenskir gigtarlæknar hafa tileinkað sér leiðbeiningar sænska gigtar- læknafélagsins en þar er mælt með að gefa 5 mg fólínsýru einu sinni til tvisvar í viku 24 klst eftir metótrexatgjöf.5 Samantekt Það er ekkert eitt rétt svar því hvaða skammt af fólínsýru skal nota með lág- skammtametótrexat-meðferð. Ef til vill getur meðferð með fólínsýru á sama tíma minnkað aukaverkanir metótrexats á meltingarveg og slímhúðir. Heimildir 1. Whittle SL, Hughes RA. Folate supplementation and methotrexate treatment in rheumatoid arthritis: a review. Rheumatology 2004; 43: 267-71. 2. Ortiz Z, Shea B, Suarez Almazor M, Moher D, Wells G, Tugwell R Folic acid andfolinic acid for reducing side effects in patients rcceiving methotrcxate for rheumatoid arthritis. Cochrane Database Syst Rev 2000; 2: CD000951. 3. Prey S, Paul C. Effect of folic or folinic acid supplementa- tion on methotrexate associated safety and efficacy in inflammatory diseasc: a systematic review. Br J Dermatol 2009; 160: 622-8. 4. Chakravarty K, McDonald H, Pullar T, Taggart A, Chalmers R, Oliver S, et al. BSR/BHPR guideline for disease-modifying anti-rheumatic. Rheumatology (Oxford) 2008; 47:924-5. 5. Guidelines for the Pharmaceutical Management of Rheumatoid Arthritis Swedish Society of Rheumatology. svenskreumatologi.se/kunder/srf/sites/default/ files/49/Guidelines_for_the_Pharmaceutical_ Management_of_Rheumatoid_Arthritis.pdf - 21. Júní 2012. LÆKNAblaðið 2012/98 429

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.