Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2012, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.07.2012, Qupperneq 48
Xoluir, 150 mg, stungulyf, lausn. Novartis Europharm Limitcd. ATC flokkur: R 03 D X 05. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS - Styttur texti SPCInnihaldsIýsing: Hver áfyllt sprauta með 1 ml af lausn inniheldur 150 mg af omalizumabi (omalizumab er einstofna mannaaðlagað mótefni, framleitt með raðbrigða erfðatækni í eggjastokkafrumulínu úr kínahömstrum). Ábcndingur: Xolair er ætlað fullorðnum, unglingum og bömum (6 til <12 ára). Einungis skal íhuga meðferð með Xolair handa sjúklingum með sannfærandi IgE (immunoglobulin E) miðlaðan astma. Fullorðnir og unglingar (12 ára og eldri): Xolair er ætlað til viðbótarmeðferðar til að bæta stjómun á astma hjá sjúklingum með alvarlegan, þrálátan ofnæmisastma og jákvætt húðpróf eða in vitro svömn fyrir ofnæmisvökum í andrúmslofli, sem ekki em árstíðabundnir, og skerta lungnastarfsemi (FEV, <80%) og fá þar að auki einkenni ofl að degi til cða vakna upp á nóttunni og hafa oft fengið alvarlega, skjalfesta versnun astma þrátt fyrir stóra, daglega skammta af barkstemm til innöndunar og langverkandi beta2-örva til innöndunar. Böm (6 til <12 ára): Xolair er ætlað til viðbótarmeðferðar til að bæta stjómun á astma hjá sjúklingum með alvarlegan, þrálátan ofnæmisastma og jákvætt húðpróf eða in vitro svömn fyrir ofnæmisvökum í andrúmslofti, sem ekki eru árstíðabundnir, og fá einkenni oft að degi til eða vakna upp á nóttunni og hafa oft fengið alvarlega, skjalfesta versnun astma þrátt fyrir stóra, daglega skammta af barksterum til innöndunar og langverkandi beta2-örva til innöndunar. Skammtar og lyfjagjöf: Einungis læknar með reynslu af greiningu og meðferð við alvarlegum, þrálátum astma eiga að hefja meðferð með Xolair. Skammtar: Viðeigandi skammtur og tíðni gjafa Xolair ræðst af upphafsgildi IgE (a.e./ml) sem mælt er áður en meðferð hefst og af líkamsþyngd (kg). Áður en fyrsti skammtur er gefinn á að mæla IgE þéttni hjá sérhverjum sjúklingi, með hvaða aðferð sem völ er á til mælingar á heildarþéttni IgE í sermi, til ákvörðunar skammts. Á grundvelli þessara mælinga má vera að gefa þurfi Xolair 75 til 600 mg með 1 til 4 inndælingum hverju sinni. Ólíklegra var að sjúklingar með lægri þéttni IgE en 76 a.e./ml hefðu ávinning af meðferðinni. Læknar sem ávísa lyfinu skulu ganga úr skugga um að sjúklingar, bæði fullorðnir og unglingar, með IgE undir 76 a.e./ml og böm (6 til < 12 ára) með IgE undir 200 a.e./ml, hafi án nokkurs vafa in vitro svörun (RAST) við ofnæmisvökum sem ekki eru árstíðabundnir. Ekki má nota Xolair handa sjúklingum sem eru með IgE gildi eða líkamsþyngd í kg utan marka skammtatöflunnar. Stærsti ráðlagður skammtur omalizumabs er 600 mg á tveggja vikna fresti. Medferdarlengd, eftirlit og skammtabreytingar: Xolair er ætlað til langtímameðferðar. í klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að verkun Xolair kemur ekki í Ijós fyrr en eftir að minnsta kosti 12-16 vikur. Læknir sjúklingsins á að meta árangur meðferðar 16 vikum eftir að meðferð með Xolair hefst, áður en notkun lyfsins er haldið áfram. Ákvörðun um áframhaldandi notkun Xolair, eftir að 16 vikna tímabilinu lýkur eða við eftirlit síðar, á að grundvallast á því hvort náðst hefur umtalsverður ávinningur varðandi heildarstjóm á astmanum. Stöðvun meðferðar með Xolair hefúr yfirleitt í för með sér að þéttni óbundins IgE hækkar að nýju og cinkcnnin sem því fylgja koma aftur fram. Heildarþéttni IgE hækkar meðan á meðferð stendur og helst aukin í allt að eitt ár eftir að meðferð er hætt. Því er ekki unnt að nota endurteknar mælingar á þéttni IgE meðan á meðferð með Xolair stendur, til leiðbeiningar við ákvörðun skammta. Ákvörðun skammta eftir meðferðarrof sem hefur varað skemur en eitt ár skal grundvallast á sermisþéttni IgE eins og hún var þegar fyrsti skammtur lyfsins var ákvarðaður. Mæla má heildarþéttni IgE í sermi að nýju, til ákvörðunar á skammti, hafi hlé á meðferð mcð Xolair varað í eitt ár eða lcngur. Aðlaga skal skammta í samræmi við umtalsverðar breytingar á líkamsþyngd. Sérstakir sjúklingahópar: Aldraóir (65 ára og eldri): Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun Xolair handa sjúklingum eldri en 65 ára en engar vísbendingar eru um að aldraðir sjúklingar þurfi aðra skammta en yngri sjúklingar sem komnir eru af unglingsárum. Skert nýrna- eóa lifrarstarfsemi: Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum skertrar nýrna- eða lifrarstarfsemi á lyfjahvörf Xolair. Þar sem úthreinsun omalizumabs við klíníska skammta byggist fyrst og fremst á átfrumnakerfinu (RES) er ólíklegt að skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hafi áhrif þar á. Þrátt fyrir að engar sérstakar breytingar á skömmtum séu ráðlagðar hjá þessum sjúklingum, skal gæta varúðar við notkun Xolair. Börn: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Xolair hjá bömum yngri en 6 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lvfjagjöf: Aðeins til notkunar undir húð. Hvorki má gefa lyfið í bláæð né í vöðva. Gefa skal lyfið með inndælingu undir húð á upphandlegg. Einnig má gefa lyfið með inndælingu undir húð á læri ef af einhverjum ástæðum er ekki unnt að gefa það undir húð á upphandlegg. Takmörkuð reynsla er af sjálfsmeðhöndlun sjúklinga með Xolair. Því er ætlast til að einungis heilbrigðisstarfsfólk annist lyfjagjöfina. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Almenn varnaðarorð og varúðarreglur: Xolair er hvorki ætlað til meðferðar við bráðri versnun astma, bráðum berkjukrömpum né astmafári (status asthmaticus). Notkun Xolair hefur hvorki verið rannsökuð hjá sjúklingum með heilkenni E-ónæmisglóbúlínaukningar, ofnæmisberkju- og lungnaýrumyglu (allergic bronchopulmonary aspergillosis) né til að koma í veg fyrir bráðaofnæmisviðbrögð, þ.m.t. þau sem verða vegna fæðuofnæmis, ofnæmishúðbólgu eða ofnæmisnefbólgu. Xolair er ekki ætlað til meðferðar við þcssum sjúkdómum. Meðferð með Xolair hefur ckki verið rannsökuö hjá sjúklingum með sjálfsónæmissjúkdóma, ónæmisfléttumiðlað ástand eða skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Gæta skal varúðar þegar Xolair er ávísað þessum sjúklingahópum. Ekki er mælt með því að notkun barkstera til almennrar (systemic) notkunar eða til innöndunar sé hætt skyndilega þegar meðferð með Xolair hefst. Skammtaminnkun barkstera á að vera undir beinu eftirliti læknis og vera má að draga þurfi smám saman úr skömmtunum. Ónæmissiúkdómar: Ofnœmisviöbrögó geró l: Staðbundið eða útbreitt ofnæmi af gerð I, þ.m.t. bráðaofnæmi og ofnæmislost getur komið fram þegar omalizumab er notað, cinnig eftir að meðferð hefur staðið í langan tíma. Fiest þessara viðbragða komu fram innan 2 klst. eflir fyrstu eða síðari inndælingar Xolair en í sumum tilvikum liðu meira en 2 klst. og jafnvel meira en 24 klst. frá inndælingu þar til þau komu fram. Því skal alltaf hafa við höndina lyf til meðferðar við bráðaofnæmi, sem hægt er að grípa tafarlaust til í kjölfar notkunar Xolair. Upplýsa skal sjúklinga um að slík viðbrögð geti átt sér stað og að tafarlaust skuli leita til læknis ef ofnæmi kemur fram. I klínískum rannsóknum var bráðaofnæmi mjög sjaldgæft. Mótefni gegn omalizumabi hafa greinst hjá fáeinum sjúklingum í klínískum rannsóknum. Klínískt mikilvægi mótefna gegn Xolair er ekki Ijóst. Sermissótt: Greint hefur verið frá sermissótt og sermissóttar-líkum viðbrögðum, sem eru seinkuð ofnæmisviðbrögð af gerð III, hjá sjúklingum á meðferð með einstofna mannaaðlöguðu mótefni þar með talið omalizumabi. Talið er að lífeölismeinafræðilcgur verkunarháttur þessa felist í myndun ónæmisflétta og útfellingu þeirra vegna myndunar mótefna gegn omalizumabi. Þetta kemur yfirleitt fram 1-5 sólarhringum eftir að fyrsta eða síðari inndælingar eru gefnar, einnig eftir að meðferð hefur staðið lengi. Einkenni sem benda til sermissóttar eru liðbólga/liðverkir, útbrot (ofsakláði eða önnur mynd), hiti og eitlastækkun. Vera má að andhistamín og barksterar geti verið gagnleg til að koma í veg fyrir, eða meðhöndla þennan sjúkdóm og ráðleggja skal sjúklingum að greina frá öllum hugsanlegum einkennum. Churg-Strauss heilkenni og rauókyrningagersheilkenni (hypereosinophilic syndrome): Sjúklingar með alvarlegan astma geta í mjög sjaldgæfum tilvikum verið meö almennt rauðkyrningagersheilkenni eða Churg-Strauss heilkenni (allergic eosinophilic granulomatous vasculitis), en hvort tveggja er yfirleitt meðhöndlað með almcnnri (systemic) barksterameðferö. I mjög sjaldgæfum tilvikum geta sjúklingar í meðferð með astmalyfjum, þar með talið omalizumabi, verið með eða fengið almennt rauðkyrningager og æðabólgu. Þessi tilvik eru oft í tengslum við minnkun skammta í meðferð með barksterum til inntöku. Læknar ættu að vera á verði gagnvart þróun á merkjanlegu rauðkyrningageri, útbrotum vegna æðabólgu, versnun á einkennum frá lungum, kvillum í atholum nefs (paranasal sinus), hjartakvilla og/eða taugakvilla hjá þessum sjúklingum. íhuga skal að hætta meðferö með omalizumabi í öllum alvarlegum tilvikum af ofangreindum ónæmissjúkdómum. lllkvnia siúkdómar: í klínískum rannsóknum hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri, var tölulcgt ójafnvægi varðandi krabbamcin sem komu fram hjá hópnum sem fékk meðferð með Xolair (0,5%; 25 krabbameinstilvik hjá 5.015 sjúklingum), samanborið við viðmiðunarhópinn (0,18%; 5 krabbameinstilvik hjá 2.854 sjúklingum). Illkynja sjúkdómar voru sjaldgæfir (<1 /100), bæði hjá hópnum sem fékk lyfið og hjá viðmiðunarhópnum. Fjölbreytileiki krabbameinanna, tiltölulega skammvinn útsetning fyrir lyfinu og klínísk mynd hvers tilviks fyrir sig bendir til þess að orsakatengsl séu ólíkleg. Heildartíðni illkynja sjúkdóma sem sáust í klínískum rannsóknum á Xolair var sambærileg við það sem greint er frá hjá almenningi. Svkingar af völdum sníkjudvra (ormar): Vera má að IgE eigi hlut að máli við ónæmissvörun gegn sumum ormasýkingum. Hjá sjúklingum í langvarandi og mikilli hættu á ormasýkingu sýndi klínísk samanburðarrannsókn meö lyfleysu lítið eitt aukna tíðni sýkinga þegar omalizumab var notað, enda þótt engar breytingar yrðu á framgangi sjúkdómsins, alvarleika hans og svörun við meðferð við sýkingunni. Þegar litið er til allra klínísku rannsóknanna, en þær voru ekki hannaðar til að greina ormasýkingar, var tíðni ormasýkingar innan við 1 af hverjum 1.000 sjúklingum. Hins vegar kann að vcra rétt að gæta varúðar hjá sjúklingum sem eru í mikilli hættu á að fá ormasýkingu, cinkum þegar ferðast er til svæða þar sem ormasýkingar eru landlægar. Svari sjúklingur ekki ráðlagðri ormalyQameðferð skal íhuga að hætta notkun Xolair. Milliverkanir við önnur lyf og aörar milliverkanir: Cytochrom P450 ensím, útfiæðispumpur og próteinbindandi ferli koma ekki að úthrcinsun omalizumabs. Því er lítil hætta á milliverkunum við önnur lyf. Ekki hafa farið fram rannsóknir á milliverkunum Xolair við lyf eða bóluefni. Engin lyfjafræðileg ástæða cr til að ætla að lyf sem algengt er að séu notuð við astma muni milliverka við omalizumab. í klínískum rannsóknum var algengt að Xolair væri notað samhliða barksterum til innöndunar og inntöku, skammvirkum og langvirkum beta-örvum til innöndunar, lyfjum sem hafa áhrif á leukotrien, teofyllin lyfjum og andhistaminum til inntöku. Ekkert benti til að þcssi algengu astmalyf heföu áhrif á öryggi Xolair. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun Xolair samhliða sértækri afnæmingarmeðferð („hypo- sensitisation“ meðferð). í klínískri rannsókn þar sem Xolair var gefið samhliða afnæmingarmeðferð reyndist öryggi og verkun Xolair samhliða sértækri afnæmingarmeðferð vera það sama og þegar Xolair er gefið eitt sér. Xolair getur óbeint dregið úr verkun lyfja til meðferðar við sýkingum af völdum orma eða annarra sníkjudýra. Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf: Meðganga: Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi upplýsingar um notkun omalizumabs á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísis-/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu. Omalizumab fer yfir fylgju og hugsanleg skaðleg áhrif á fóstur eru óþekkt. Omalizumab hefur verið tengt aldursháðri fækkun blóðfiagna hjá öpum af ættbálki prímata og eru ung dýr hlutfallslega næmari fyrir þessu. Xolair ætti ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Brióstagiöf: Ekki er þekkt hvort omalizumab skilst út í brjóstamjólk. Omalizumab skilst út í mjólk apa af ættbálki prímata og ekki er unnt að útiloka hættu fyrir brjóstmylking. Konur eiga ekki að hafa barn á brjósti á meðan þær eru í meðferð með Xolair. Frjósemi: Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif omalizumabs á frjósemi hjá mönnum. I sérhönnuðum forklínískum rannsóknum á frjósemi, þ.m.t rannsóknum á mökun, hefur ekki komið fram skerðing á frjósemi kven- eða karldýra eftir endurtekna allt að 75 mg/kg skammta af omalizumabi. Ennfremur sáust engar eiturverkanir á erföaefni í öðrum forklínískum rannsóknum á eiturverkunum á erföaefni. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Xolair hefur engin eða óveruleg áhrif á hæíni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir sem grcint var frá í klínískum rannsóknum hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri, voru áhrif á stungustað, þ.m.t. sársauki, þroti, roði og kláði á stungustað, sem og höfuðverkur. Algengustu aukaverkanir sem greint var frá í klínískum rannsóknum hjá bömum á aldrinum 6 til <12 ára, og grunur var um að tengdust lyfinu, voru höfuðverkur, hiti og kviðverkir í efri hluta kviðar. Aukaverkanirnar vom yfirleitt vægar eða í meðallagi alvarlegar. Svkingar af völdum svkla og sníkiudvra: Sjaldgafar: Hálsbólga. Mjög sjaldgafar: Sýking af völdum sníkla. Blóð og eitlar: Tiðni ekki þekkt: Sjálfvakin alvarleg blóðflagnafæð. Ónæmiskerfi: Mjög sjaldgœfar: Bráðaofnæmisviðbrögð, annað alvarlegt ofnæmisástand, myndun mótefna scm vinna gegn meðferðinni (anti-therapeutic antibodies). Tiðni ekki þekkt: Sermissótt, getur falið í sér hita og citlastækkanir. Taugakerfi: Algengar: Höfuðverkur (mjög algengt hjá bömum á aldrinum 6 til <12 ára). Sjaldgœfar: Yfirlið, náladofi, syfja, sundl. Æðar: Sjaldgœfar: Stöðubundinn lágþrýstingur, andlitsroði. öndunarfæri. briósthol og miðmæti: Sjaldgœfar: Ofnæmisberkjukrampar, hósti. Mjög sjaldgœfar: Barkakýlisbjúgur. Tiðni ekki þekkt: Ofnæmishnúðagersæðabólga (þ.e. Churg-Strauss heilkenni). Meltingarfæri: Algengar: Kviðverkir í efri hluta kviðar (hjá bömum á aldrinum 6 til <12 ára). Sjaldgafar: Meltingartruflanir, niðurgangur, ógleði. Húð og undirhúð: Sjaldgœfar: Ljósnæmi, ofsakláði, útbrot, kláði. Mjög sjaldgœfar: Ofsabjúgur. Tiðni ekki þekkt: Hárlos. Stoðkerfi og stoðvefúr: Tiðni ekki þekkt: Liðverkir, vöðvaverkir, liðbólga. Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað: Mjög algengar: Hiti (hjá bömum á aldrinum 6 til <12 ára). Algengar: Áhrif á stungustað svo sem þroti, roði, sársauki,kláði. Sjaldgœfar: Inflúensulíkur sjúkdómur, þroti á handleggjum, þyngdaraukning, þreyta. Illkvnia sjúkdómar: Heildartíðni illkynja sjúkdóma sem sáust í klínískum rannsóknum á Xolair hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri, var sambærileg við það sem greint er frá fyrir hið almenna þýði. Ekkert tilvik um illkynja sjúkdóm í tengslum við meðferð með omalizumabi koma fram í klínískum rannsóknum hjá bömum á aldrinum 6 til <12 ára. Eitt tilvik um illkynja sjúkdóm kom fram hjá viðmiðunarhópnum. Seearek í slagæðum: í klínískum samanburðarrannsóknum og yfirstandandi áhorfsrannsókn, kom fram tölulegt ójafnvægi hvað varðar fjölda tilvika segareks í slagæðum. Segarek í slagæðum tók til heilablóðfalls, tímabundinnar blóðrásartruflunar í heila, hjartadreps, hvikular hjartaangar og dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma (þar með talið dauða af óþekktum orsökum). Tíðni segareks í slagæðum hjá sjúklingum í klínísku samanburðarrannsóknunum var 6,29 hjá sjúklingum sem fengu Xolair (17/2.703 sjúklingaár) og 3,42 hjá sjúklingum í samanburðarhópi (6/1.755 sjúklingaár). I tölfræðilegri fjölþáttagreiningu, Cox líkani fyrir hlutfallslega áhættu (Cox proportional hazard model), var Xolair ekki tengt við hættu á segareki í slagæðum (áhættuhlutfall 1,86; 95% öryggismörk 0,73-4,72). I áhorfsrannsókninni var hlutfall segareks í slagæðum 5,59 (79/14.140 sjúklingaár) hjá sjúklingum sem fengu Xolair og 3,71 (31/8.366 sjúklingaár) hjá sjúklingum í samanburðarhópi. í fjölbreytugreiningu þar sem leiðrétt cr fyrir hættu á hjarta- og æðasjúkdómum við upphaf rannsóknar var Xolair ekki tengt hættu á segareki í slagæðum (áhættuhlutfall 1,11; 95% öryggismörk 0,70-1,76). Blóðflögur: I klínískum rannsóknum var fjöldi blóðflagna hjá nokkrum sjúklingum undir neðri mörkum eðlilegra gilda. I engu tilviki tengdust þcssar breytingar blæðingum eða minnkuðum blóðrauða. Ekki hefur verið greint frá neinu mynstri þrálátrar fækkunar blóðflagna hjá mönnum (sjúklingum eldri en 6 ára), líkt og sést hefur hjá öpum af ættbálki prímata þrátt fyrir að greint hafi verið frá einstökum tilvikum um sjálfvakna blóðflagnafæð eftir markaðssetningu lyfsins. Svkingar af völdum sníkla: Hjá sjúklingum í langvarandi og mikilli hættu á ormasýkingu sýndi klínísk samanburðarrannsókn með lyfleysu lítið eitt aukna tíðni sýkinga þegar omalizumab var notað, en þetta var ekki tölfræðilega marktækt. Engar breytingar urðu á framgangi sjúkdómsins, alvarleika hans og svörun við meðferð við sýkingunni. Ofskömmtun: Stærsti skammtur Xolair sem þolist hefur ekki verið ákvarðaður. Allt að 4.000 mg stakir skammtar hafa verið gefnir sjúklingum í bláæð án vísbendinga um skammtatakmarkandi eiturverkanir. Stærsti uppsafnaður skammtur sem gefmn hefur verið sjúklingum var 44.000 mg á 20 vikum og þessi skammtur haföi ekki í fór mcð sér nein óæskileg bráð áhrif. Ef grunur er um ofskömmtun skal hafa eftirlit með sjúklingnum með tilliti til óeðlilegra cinkenna. Leita skal læknisaðstoðar og viðeigandi meðferð hafin.MarkaðsIeyfishafi: Novartis Europharm Limited, Wimblehurst Road, Horsham, West Sussex, RH12 5 AB, Bretland. Umboðsaðili á íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabær.Sími: 535-7000.Textinn var síðast samþykktur 25. maí 2012. Ath. textinn er styttur. Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyljastofnunar: www.lyfjastofnun.is Pakkningastærð(ir): 1 áf. sprauta í pakka. Afgrciðslutilhögun (afgreiðsluflokkun): Lyfið er lyfseðilsskylt (R), sérfræðingsmerkt (Z) sjúkrahúslyf (S).Verö (samþykkt hámarksverð í júní 2012): 76.205 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: SI tekur ekki þátt í lyfjakostnaði 436 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.