Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 36
UMFJOLLUN O G GREINAR Hlaupahópur ráðstefnu- gesta leggur af staðfrá Grand Hóteli í hlaup um Laugardalinn. K I- Fram kom að þeir sem tóku þátt í rann- sókn þeirri sem prófaði áhrif inngrips gæfu sjálfir upplýsingar um hvað þeir hefðu drukkið seinustu tvo mánuði, en varlegt væri að treysta þeim upplýsingum, þar sem alkóhólistar segðust stundum ekki drekka neitt að ráði, en sitt sýndist hverjum um það mat. I erindi Einars S. Björnssonar um áfengi og lifrarsjúkdóma benti hann á að í Grikk- landi hinu forna og á Indlandi hefðu menn lengi verið meðvitaðir um vond áhrif alkóhóls á lifrina. Hins vegar væri furðu stutt síðan farið var að tengja áfengi og lifrarsjúkdóma hér á Vesturlöndum og enn hefðu verið efasemdir um þessi skaðlegu áhrif fyrir 20-30 árum. Aðrir þættir í óheilsusamlegu líferni, svo sem vannær- ing, hefði allt eins verið talin orsökin. Þá var það sem Charles Lieber gerði rannsókn á öpum þar sem aðrir þættir, vannæring og fleira, voru teknir út úr myndinni og aparnir fengu góðan mat og atlæti, en einnig áfengi og þar sönnuðust tengslin milli alkóhóls og lifrarskemmda. Það eru einungis 15-20% af stór- neytendum áfengis sem fá skorpulifur. Drykkjuvenjur hafa þar mikil áhrif og virðist sem þröskuldur fyrir karla sé 40 g á dag og helmingi lægri hjá konum. Einar minnti á að í bjórglasi væru 9 g af alkóhóli og sama í glasi af víni eða 3 cl af sterku áfengi þannig að þröskuldurinn væri nálægt fjórum bjórum á dag fyrir karla og tveimur fyrir konur. Svo virðist sem erfðafræðilegir þættir hafi áhrif á það hverjir fá lifrarskemmdir, samkvæmt rannsóknum á eineggja tvíburum, og enn- 424 LÆKNAblaðið 2012/98 fremur hefur ofþyngd áhrif. Krufningar geta leitt í ljós fróðleik um lifrarskemmdir. í rannsókn Savolainen og fleiri í Finnlandi voru ættingjar spurðir um áfengisneyslu sjúklinga með lifrarskaða. Samkvæmt þeim niðurstöðum virtist sem mikil aukning væri hjá þeim sem drukkið höfðu meira en 80 g af áfengi á dag. Lokaerindi í þessum hluta dagskrár- innar var erindi Þórarins Tyrfingssonar um áfengisfíkn. Hann benti á að mikið skorti á það bæði í menntun lækna og meðferð þeirra á sjúklingum að spurt væri um fíkn og fíknin sem slík meðhöndluð. Heimilislæknar og sérfræðingar tækju ekki á áfengisneyslu sjúklinga sinna og sjaldan væri tekið tillit til þess að alkó- hólismi væri krónískur sjúkdómur. Hann hvatti viðstadda lækna til að leiða hugann að þessu. Nú væru þeir búnir að heyra um áhrif áfengisneyslu á bris og lifur, en hún breytti líka heila sjúklinganna, virkni hans. Alkóhólismi væri heilasjúkdómur sem búið væri að staðsetja í heilanum og áhrif dópamíns á heilann og dreifing þess væru þekktar stærðir. Ahrifin vektu þæg- indatilfinningu og þannig yrði fólk háð áfengi og fíkniefnum og missti stjórn á drykkjunni og annarri neyslu. Ekki mætti gleyma því að alkóhólismi væri sjúkdómur sem þyrfti að greina. Það væri ekki nóg að líta á áfengisneysluna sem slíka, né heldur að reyna að kenna fólki að drekka. Hann vísaði í rannsókn frá Harvard sem sýndi fram á að ekki gætu allir hætt drykkju í heilt ár án þess að fara í meðferð. Sagan sýndi ennfremur að alltaf væri best að stefna á bindindi en vissulega væri skárra en ekkert að draga úr drykkju. í rannsókn NSDUH (National Survey of Drug Use and Health) í Bandaríkjunum árið 2008 hefði til að mynda komið fram að 98% fíkla fannst ekki að þeir þyrftu á meðferð að halda. Það er því ekki að furða að oft þurfi inngrip til að opna augu sjúklinga og sumir þeirra eru ekki mót- tækilegir fyrir því að þeir þyrftu að gera eitthvað í sínum málum. Þarna skipti hlut- verk lækna máli, að þeir reyndu að tala við sjúklingana og gera þeim grein fyrir vanda þeirra og ábyrgð. Þessa sérhæfingu þurfi einnig að fá inn á sjúkrahúsin. Hér er aðeins gripið niður í stöku liði í áhugaverðri dagskrá á þings norrænu meltingarlæknanna. En fleira var gert en að rækta andann, því þátttakendum var boðið til hlaups um Laugardalinn eftir ráðstefnusetu á fögrum sumardegi. Hlaup- in var 5 kílómetra leið um stíga dalsins og endað í Laugardalslaug. Tryggara þótti að vekja athygli ráðstefnugesta á því að á íslandi tíðkaðist það að fara í sundfötum í sund. Þar sem fjölmiðlar hafa hvorki greint frá kappklæddum né nöktum sundiðkendum í Laugardalslaug má ætla að allir hafi tekið það til greina. Þessi síðasta norræna meltingar- sjúkdómaráðstefna var stjórnendum til sóma og ekki annað að heyra á gestum en bæði umgerð og efni hefði fallið í góðan jarðveg. Hlaupið í Laugardal j

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.