Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 33
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Robert Steele í ræðustól að
sýna áhugaverða glæru.
Norrænir meltingarlæknar
á ráöstefnu á íslandi í júní 2012
■ ■ ■ Mynd og texti Anna Björnsson
Norræna þingið í meltingarsjúkdómum,
ráðstefna norræns fagfólks á sviði melt-
ingarlækninga, var haldin á Grand Hótel
í Reykjavík dagana 12.-15. júní síðast-
liðinn. Þetta var 43. ráðstefnan af þessu
tagi og sú síðasta sem fyrirhuguð er, eins
og fram hefur komið í Læknablaðinu (4.
tbl. 2012).
Fyrsta dag ráðstefnunnar var sá viðburður
sem hvað mesta athygli vakti, en það var
bein útsending frá speglunum á Land-
spítalanum, og var hún „post-graduate"
námskeið í leiðinni. Þessi dagskrárliður
heppnaðist einstaklega vel og bæði tækni-
mál og faglega hliðin til fyrirmyndar í
útsendingunni.
Dagskráin var þemaskipt með gestafyr-
irlestrum á milli og dagskrám með styttri
innslögum. Þemun voru fjölbreytt, meðal
þess sem fjallað var um var saga síðustu
40 ára í fræðigreininni, krabbamein í
ristli og endaþarmi, ristilkrampi (IBS),
lifrarbólga E, tengsl áfengis og meltingar-
sjúkdóma og blæðingar frá meltingarvegi.
Hér verður staldrað við nokkur þemu ráð-
stefnunnar.
Ristilkrabbamein:
Þögult og alltof oft banvænt
Ristilkrabbamein hefur oft verið kallað
hinn þögli bani vegna þess hve einkenni
finnast oft of seint til að meðferð sé auð-
veld eða framkvæmanleg. Umræða um
krabbamein í ristli og endaþarmi hefur
verið talsverð á seinustu árum, einkum
hefur verið numið staðar við það hvort
víðtæk skimun sé vænleg til árangurs. Þá
hefur kostnaður við skimun á móti kostn-
aði meðhöndlunar verið ræddur nokkuð.
I erindi Tryggva Stefánssonar, Land-
spítala, var fjallað um skimun á íslandi og
þau atriði sem mæla með og á móti henni.
Eins og fram kom í Læknablaðinu fyrr á
árinu líta bandarísk tryggingarfélög á
skimun sem sjálfsagðan hluta af því eftir-
liti sem tryggingatakar undirgangast. Hér-
lendis hefur þessi umræða verið vaxandi
á seinustu árum. Tryggvi benti á að ef
hafin yrði skimun hér á landi í ákveðnum
aldurshópum til dæmis, myndi það kalla
á að gerð yrði samhliða rannsókn með til-
viljunarúrtaki (randomized trial). Erlendar
rannsóknir sýna að dánartíðni þeirra sem
fara í árlega blóðskimun, það er einhverja
skimun fyrir blóði í hægðun (FOBT, til
dæmis Hemoccult Sensa skimun) lækkar
um 25% samkvæmt niðurstöðu fjögurra
slíkra rannsókna. Tíðni ristilkrabba
minnkar um 33% og dánartíðni um 43%
sé stuttri ristilspeglun (Sigmoidosopy)
beitt. Hann nefndi einnig aðrar aðferðir
til sögunnar, svo sem sDNA sem notuð er
við Mayo Clinic í Bandaríkjunum og skilar
upp í 85% árangri í að finna meinin, en er
afskaplega dýr aðferð og verður því seint
notuð við almenna skimun.
Tryggvi ræddi hinar ýmsu aðferðir við
skimun þar sem ristilspeglun er hin hefð-
bundna aðferð og skilar ágætum árangri.
Hún hefur þann kost að vera betur rann-
LÆKNAblaðið 2012/98 421