Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 22
RANNSÓKN Týpa I Týpa IVA Týpa II Týpa II %{ \ Týpa IVB Týpa V (Caroli's V % 't" Mynd 3. Rúmlega 2,5 cm stór gallvegablaðra (ör) ncðan við lifur. Mynd 2. Todani-flokkun gallvegablaðra. fékk hann innklemmt naflakviðslit sem gert var við. Við eftirfylgd 5 mánuðum síðar var hann við góða heilsu og einkennalaus. Fyrir- hugað er að fylgja honum eftir ævilangt. Skilgreining og faraldsfræði Gallvegablöðrur eru skilgreindar sem útvíkkun á gallvegum, hvar sem er frá lifur og að skeifugörn.1 Þeim var fyrst lýst árið 1723 og fyrsta skurðaðgerðin var framkvæmd árið 1924. Nýgengið er nokkuð á reiki en rannsóknir hafa sýnt tölur á bilinu 1:13.000 til 1:2.000.000 og kynjahlutfallið á bilinu 2-4:1 konum í vil.2-3 Flestar rannsóknir hafa sýnt að meirihluti tilfella greinist á barnsaldri, eða um það bil 45% í ungbörnum, og að 2/3 allra tilfella greinist fyrir 10 ára aldur.3 Nýlegar rannsóknir sýna hins vegar að meiri- hluti tilfella greinist hjá fullorðnum en ekki er fyllilega ljóst hvort um valskekkju er að ræða eða raunverulega tilfærslu frá börnum til fullorðinna.2-4 Blöðrur á gallvegum eru sjaldgæfar og aðeins um 1% allra góðkynja gallvegasjúkdóma.5 Þá hefur mikill meirihluti tilfella verið greindur í Asíu en rúmlega tveimur þriðju allra tilfella hefur verið lýst í japönskum sjúklingum og er nýgengið þar talið vera um 1:1000.6 Flokkun Fyrsta tilraun til flokkunar á gallvegablöðrum var gerð árið 1959 þar sem lýst var þremur megintegundum gallvegablaðra utan lifrar. Þessari flokkun var breytt árið 1977 af Todani og samstarfs- félögum og er sú flokkun lögð til grundvallar í dag (mynd 2).6 Alls hefur verið lýst 5 megintegundum gallvegablaðra. Blöðrur af tegund I er lýst sem útvíkkun á gallvegum utan lifrar og eru þær algengastar, eða um 75-85% allra tilfella. Pokalaga blöðrur á sam- eiginlegum gallvegi (common bile duct, CBD) heyra undir tegund II og eru sjaldgæfastar. Blöðrur af tegund III eru í raun útvíkkun á fjærenda gallrásar þar sem hann gengur inn í skeifugörn. Tegund IV er þegar um er að ræða fjölda blaðra á gallvegum innan og utan lifrar (type IVA cysts) eða einungis utan lifrar (type IVB cysts). Það er flokkað sem af tegund V þegar blöðrur eru einungis á gallveg- um innan lifrar og er það ástand jafnan nefnt Caroli's sjúkdómur.3 5 Ofangreind flokkun hefur verið gagnrýnd þar sem því hefur verið haldið fram að verið sé að flokka saman sjúkdóma sem hafi mismunandi meingerð, sjúkdómsgang og meðferðarmöguleika.6 Nokkrar kenningar um tilurð gallvegablaðra hafa komið fram. Ein þeirra er að stífla í gallvegum á fósturstigi geti valdið veiklun í vegg CBD og síðar blöðrumyndun hjá ungbörnum.2 Þessu til stuðnings hafa dýratilraunir sýnt að ef bundið er fyrir CBD leiðir það til blöðrulaga útvíkkana.6 Sú kenning sem hefur notið hvað mestra vinsælda er sú að missmíð á tengingu gallrásar og bris- gangs verði til þess að þeir mætast áður en komið er að skeifu- garnartotu (ampulla of Vater) og þannig verði til langur sameigin- legur gangur.6 Þessi missmíð er jafnan kölluð afmynduð tenging brisgangs og gallrásar (abnormal pancreatic-biliary junction, APB]) og verður þess valdandi að seyting útkirtilshluta briss (exocrine secretion) nær að flæða aftur í gallvegi og virkjast þar. Bakflæði virkjaðra brisensíma veldur hækkun á þrýstingi í gallvegum, ert- ingu, bólgu og að lokum skemmdum í vegg gallvega.36 APBJ er talin vera líklegasta ástæða þess að blöðrur á gallvegum myndast. í einni rannsókn reyndust öll tilfelli hafa þessa missmíð þar sem hægt var að skoða gallvegi.2 Aðrar rannsóknir hafa sýnt algengi missmíðarinnar á bilinu 60-90%.3 Aðrar kenningar um myndun gallvegablaðra sem nefndar hafa verið til sögunnar en ekki verður fjallað um nánar hér eru til dæmis óeðlileg virkni hringvöðva gallrásar (sphincter of Oddi), sýking gallvega með reoveiru eða erfðaþættir.3 Birtingarmynd á gallvegablöðrum hefur verið skilgreind sem þrenna eftirfarandi einkenna: fyrirferð í efri hægri fjórðung kvið- arhols, kviðverkur og gula. Fæstir sjúklingar hafa hins vegar þessa birtingarmynd og í rannsókn frá árinu 1994 reyndust aðeins 9% Birtingarmynd i Meinmyndun 410 LÆKNAblaðið 2012/98 k

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.