Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 35
UMFJÖLLUN O G GREINAR hans: „Gas-dynamics in IBS". Hann ræddi einkenni ristilkrampa sem væru: 1. Niðurgangur og hægðatregða 2. Sársauki og óþægindi 3. Uppþemba, gasmyndun í kviði Hann benti á að gasmyndun í melting- arvegi væri ekki alltaf tekin alvarlega og oft afgreidd sem óskilgreindur vindgang- ur sem væri til óverulegra óþæginda fyrir sjúklingana. Með því að skoða samsetn- ingu gassins væri hægt að skoða þessi ein- kenni nánar. Sjúklingar með ristilkrampa eru aðeins hluti þeirra sjúklinga sem eiga við þessi einkenni að stríða. Rannsóknir á þessu sviði eru æ vandaðri og meðal annars er nú farið að gæta þess að þeir sem þátt taka borði allir sama mat í tvo daga fyrir rannsókn og séu rúmliggjandi til þess að hægt sé að draga marktækar ályktanir varðandi samsetningu gassins í meltingarveginum. Síðastur talaði Arnold Berstad frá læknadeildinni við Unger-Vetlesens- stofnunina við Lovisenberspítala í Osló. Erindi hans fjallaði um tengsl mataræðis og viðkvæmni í meltingarvegi. Hann vísaði til rannsókna á því þegar sjúklingar rekja einkenni í maga til fæðuóþols eða ofnæmis en við athugun hefur fæðu- ofnæmi sjaldan reynst vera til staðar. Flestir þessara sjúklinga reyndust hafa ristilkrampa. Mataræði hefði þar veruleg áhrif og væri í raun þáttur sem oft gleymdist að taka með í reikninginn. Hann sagði að oft væri litið til sálfræði- legra þátta þegar þessi einkenni gerðu vart við sig, þau skýrðu þó ekki nema um 10% tilfellanna. Hins vegar gæti kvíði og taugaveiklun fylgt í kjölfar ristilkrampa og því verið afleiðing en ekki orsök ein- kennanna. Fyrirframkvíði gæti komið upp þegar sjúklingar neyttu einstakra fæðutegunda. Almennt mætti segja að sálfræðilegar orsakir fyrir ristilkrampa væru oft töluvert ýktar. I rannsókn frá árinu 2011 sem Berstad átti aðild að - sem stóð yfir í ár - kom í ljós að allir sjúkling- arnir í rannsókninni nema einn þjáðust af ristilkrampa. ítarlegur spurningalisti var lagður fyrir sjúklingana og í ljós kom að margir þeirra höfðu sjúkdómseinkenni af öðru tagi, meðal annars síþreytu. 68% þátttakenda voru konur, meðalaldur 37 ár og margar kvennanna í yfirþyngd. Hjá rúmlega fjórðungi þátttakenda kom fram vanfrásog fitu. Ristilkrampi, síþreyta og verkir frá stoðkerfi voru meðal einkenna í rannsókninni og benda til að um sé að ræða sameiginlega undirliggjandi orsök sjúkdómseinkennanna. Berstad lagði áherslu á að nálgast þyrfti sjúklinga með öðrum hætti en fyrr, leggja minni áherslu á mögulegt fæðuofnæmi og sálfræðilega þætti og meiri áherslu á að fjalla um matarvenjur. Áfengi og meltingarsjúkdómar í umfjöllun um tengsl áfengis og melt- ingarsjúkdóma var komið nokkuð víða við. Fyrsti fyrirlesarinn minnti á að deg- inum áður hefðu ráðstefnugestir átt saman skemmtilega stund yfir mat og góðu víni án þess að hugsa um brisið en síðar kæmi að skuldadögunum. Það var Johani Sand frá Finnlandi sem þannig vakti viðstadda vel á föstudagsmorgni. Hann sagði að tíðni krabbameins í brisi færi vaxandi í Skandi- navíu og væri 30-35 tilfelli á 100.000 íbúa á ári en í Finnlandi tvöföld sú tala eða 70 tilfelli. Rétt er að geta þess að þótt áfengi sé stór áhættuþáttur eru reykingar það einnig. Það sem mestu máli skipti væri hversu mikið væri drukkið hverju sinni, samkvæmt sænskri rannsókn. Hins vegar skipta tegundir ekki verulegu máli né tíðni drykkju og heldur ekki heildarmagn á mánuði. í Finnlandi er vaxandi drykkja áhygguefni, hún er nú 11 lítrar á mann af hreinu alkóhóli en spítalainnlögnum hefur hins vegar fækkað. Inngrip til að draga úr áfengisneyslu getur minnkað áhættu á briskrabbameini verulega. Sand var spurður hvers konar inngrip væri um að ræða og hann svaraði því til að sér- menntaður hjúkrunarfræðingur ræddi við viðkomandi um drykkjuvenjur og hvetti viðkomandi til að leita læknis, fara í með- ferð eða stunda ábyrgari drykkju og draga úr magni áfengis. LÆKNAblaðið 2012/98 423

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.