Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 15
RANNSÓKN KOOS-spurningalistinn til mats á einkennum og færni í hné; réttmæti og áreiðanleiki íslenskrar þýðingar Kristín Briem sjúkraþjálfari ÁGRIP Tilgangur: KOOS-spurningalistinn (Knee injuryand Osteoarthritis Outcome Score) hefur 5 undirþætti sem meta einkenni í hné, starfræna færni við athafnir daglegs lífs, íþróttir og tómstundir, auk áhrifa skertrar færni á þátttöku einstaklingsins og lifsgæði. Hann hefur verið þýddur á mörg tungumál og gagnast bæði í klíník og fjölþjóðlegum rannsóknum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta réttmæti og áreiðanleika íslenskrar þýðingar KOOS-spurningalistans og notagildi kvarðans til að mæla breytingar yfir tíma. Efniviður og aðferðir: Alls svöruðu 145 einstaklingar listanum, og skráðu verki á VAS-kvarða tyisuat anaiog scale) og tölulegt mat á færni í hné við daglegar athafnir, auk þess sem hluti þátttakenda framkvæmdi TUG (itimed up-and-go) færnipróf. Samræmi við endurteknar mælingar var metið með ICC-gildi, innra réttmæti með Cronbach's alpha, og fylgni undirþátta kvarðans við aðrar útkomumælingar var metin með Pearson's fylgnistuðli. Þátttakendum var skipt í hópa samkvæmt alvarleika hnékvilla og einþátta ANOVA notuð til að kanna hvort munur fyndist á meðalútkomu milli hópanna. Niðurstöður: Marktæk breyting varð á útkomu allra undirþátta KOOS hjá þeim sem fengu meðferð við hnékvilla sínum (p<0,001), en engin breyting varð milli mælinga hjá einstaklingum með óbreytt ástand í hné (ICC-gildi frá 0,825 til 0,930). Cronbach's alpha var á bilinu 0,726 til 0,966 fyrir undirþætti KOOS. Tölfræðileg fylgni fannst milli allra undirþátta KOOS og verkjamats með VAS-kvarða, tölulegs mats á eigin færni í hné og frammi- stöðu i TUG-prófinu (p<0,001). Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslenska KOOS- spurningalistann megi nota sem klíníska mælingu og í rannsóknum til mats á einstaklingum með margvíslega hnékvilla. Námsbraut I sj úkraþjálfun, læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir: Kristín Briem kbriem@hi.is Rannsóknin var unnin með aðstoð starfsfólks á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, endurhæfingarstofnunum á Reykjalundi og NLFÍ Hveragerði, og Sjúkraþjálfun íslands. Greinin barst: 22. febrúar 2012, samþykkt til birtingar: 5. júní 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Mælingar á einkennum og færni einstaklinga með stoð- kerfisvandamál fela gjarnan í sér einhvers konar sjálfs- mat í formi spurningalista, auk færnimiðaðra prófa og sérprófa. Dæmi um einfalt sjálfsmat er svokallaður VAS-kvarði (visual analog scalé) en til eru aðrir áþekkir kvarðar, þar sem viðkomandi setur tölustaf sem mat á sársauka eða líkamlegri færni.1-2 Slík mæling nær þó ekki yfir stóran hluta þeirra einkenna og færniskerð- inga sem fólk með stoðkerfiseinkenni upplifir, og því hafa verið þróaðir ýmsir sértækir spurningalistar til nákvæmara mats á þeim þáttum sem lýsa afleiðingum áverka og sjúkdóma. Mikilvægt hlýtur að teljast að þýða erlenda spurningalista á íslensku til að fjölga þekktum mælitækjum sem má nýta til að meta og endurmeta líðan, líkamsstarfsemi og lífsgæði einstaklinga með stoðkerfisvandamál hérlendis. Notkunarmöguleikar slíkra lista hafa ekki bara klínískt gildi, því þeir geta verið mikilvægt mælitæki í fjölþjóðlegum rannsóknum. KOOS-spurningalistinn (Knee injury and Osteoart- hritis Outcome Score) var þróaður af Roos og félögum3 til að meta líðan og starfræna færni fólks með áverka í hné, jafnframt því að meta áhrif skertrar færni á þátttöku og lífsgæði. Við þróun listans fékkst leyfi til að taka Wes- tern Ontario and MacMaster Universities (WOMAC)4 slitgigtarkvarðann óbreyttan inn sem þrjá af 5 undir- þáttum KOOS, og er því hægt að reikna WOMAC-skor úr KOOS-listanum. Enda þótt einstök mælitæki henti sjaldan fyrir ólíka sjúklingahópa þykir KOOS eitt af fáum sem nýtist jafnt til mats á einstaklingum eftir krossbandsslit, staðbundinn brjóskáverka eða með slit- gigt í hné.5 Einnig er sýnt að listinn inniheldur spurn- ingar sem varða mikilvæg einkenni og hreyfihömlun fólks með slitið fremra krossband, einangraða rifu í liðþófa eða slitgigt í hné.6 Það tekur um 10 mínútur að svara listanum í heild sinni, en skor er gefið fyrir 5 und- irþætti: verki (9 spurningar), önnur einkenni (7 spurn- ingar), færni til daglegra athafna (17 spurningar), færni til að sinna íþróttum og tómstundum (5 spurningar) og lífsgæði (4 spurningar). Svörin gefa hvert um sig 0-4 stig, en stigafjöldi hvers undirþáttar er umreiknaður í skor frá 0-100, þar sem 100 bendir til engra einkenna eða færniskerðingar. Listinn hefur verið þýddur á fjölmörg tungumál og réttmæti og áreiðanleiki þýddra spurn- ingalista verið staðfestur.712 íslensk þýðing á listanum hefur ekki verið prófuð og því var tilgangur þessarar rannsóknar að meta réttmæti og áreiðanleika íslenskrar þýðingar KOOS-spurningalistans og notagildi kvarð- ans til að mæla breytingar yfir tíma með því að prófa hvort: 1) Marktæk breyting yrði á skori eftir meðferð (responsiveness), á meðan engin breyting yrði hjá ein- staklingum sem fengu ekki meðferð; 2) sýnt yrði fram á innri áreiðanleika (internal consistency) allra þátta LÆKNAblaðið 2012/98 403

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.