Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Leitað er til CPME varðandi álit og ráðgjöf áður en ráðist er í stefnubreytingar á vegum ESB í málefnum lækna og heilbrigðismála á Evrópusam- bandssvæðinusegir Katrín Fjeldsted nýkjörinn forseti Evrópusamtaka lækna, CPME. CPME er sterkur málsvari lækna Katrín Fjeldsted heimilislæknir var kjör- in forseti Evrópusamtaka lækna, CPME, á ársfundi samtakanna í maí. Katrín hefur verið fulltrúi Læknafélags Islands í CPME frá árinu 2000, setið í stjórn samtakanna frá 2006 og verið gjaldkeri undanfarin tvö ár. Hún er því öllum hnútum kunnug í rekstri samtakanna og rökrétt að hún byði sig fram til embættis forseta. „Það voru fleiri sem sóttust eftir embætt- inu og það varð að kjósa í tveimur umferð- um. Kosið var um þrjá frambjóðendur, frá Belgíu, Tékklandi og íslandi, en sá belgíski féll út leik eftir fyrri umferð/' segir Katrín að vonum ánægð með niðurstöðuna. Reglur um forsetaskipti eru með þeim hætti að Katrín mun taka formlega við embættinu um næstu áramót og starfar fram að því með núverandi forseta. Eftir að hún tekur við starfar fráfarandi forseti með henni fyrsta árið en kjörtímabilið er þrjú ár. „Þetta er skynsamlegt fyrirkomu- lag sem tryggir samfellu í þeim málum sem unnið er að hverju sinni þó skipt sé um forseta áður en þau eru útkljáð." Reka öfluga skrifstofu í Brussell Samtökin hafa í um áratug rekið skrifstofu með framkvæmdastjóra og föstu starfsliði í Brussel enda er nálægðin við höfuðstöðv- ar Evrópusambandsins mikilvæg, en áður var fyrirkomulagið þannig að skrifstofan fluttist með hverjum nýjum forseta. „Þetta var mjög óhentugt og skapaði álag á skrif- stofur viðkomandi læknafélags sem þurfti að taka að sér rekstur CPME til viðbótar við sinn daglega rekstur. Eftir að skrif- stofa samtakanna var opnuð hefur starfið gengið mun betur og við vorum reyndar einnig heppin með fyrsta framkvæmda- stjórann, Lisette Tiddens-Engwirda, sem var öllum hnútum kunnug í stjórnkerfi Evrópusambandsins og fylgdi eftir okkar málum á þeim vettvangi af mikilli kunn- áttu. Hún réði með sér fólk sem er mennt- að í Evrópufræðum og stjórnsýslukerfi ESB. Það hefur skapað CPME sterka stöðu gagnvart ESB og nú er leitað til samtak- anna um álit og ráðgjöf áður en ráðist er í stefnubreytingar á vegum ESB í málefnum lækna og heilbrigðismála á Evrópusam- bandssvæðinu. Samtökin taka einnig að sér ýmis verkefni fyrir stofnanir Evrópu- sambandsins á sviði heilbrigðismála og hafa af því tekjur, þannig að starfsemin hefur aukist á undanförnum árum. Lisette Tiddens-Engwirda lét af störfum fyrir tveimur árum og nýr framkvæmdastjóri, Birgit Beger, var ráðin í hennar stað." Katrín segir að CPME hafa einna sterk- asta stöðu á hinum sameiginlega Evrópu- vettvangi þó vissulega séu til fleiri samtök lækna sem sækjast eftir áhrifum og stöðu. „Af þeim má nefna UEMS, UEMO, FEMS, AEMS, PWG CEOM og fleiri, en þessi samtök eru ýmist reist á grundvelli sér- greina eða mismunandi samninga, sjálf- stætt starfandi, spítalalæknar, unglæknar og fleiri. Forsetar þessara samtaka hafa 430 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.