Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 43
UMFJÖLLUN O G GREINAR hist nokkuð reglulega undanfarin ár. Það hefur örlað á togstreitu þarna á milli, sem er slæmt, en staðreyndin er sú að CPME eru langöflugustu samtökin, eru sterkust gagnvart Evrópusamband- inu og því að mörgu leyti skynsamlegra fyrir læknasamtök að fylkja sér um CPME í stað þess að togast á um áhrif og stöðu." Átök og úrsagnir landa CPME var upphaflega stofnað til að vernda hagsmuni lækna og læknasamtaka í löndum innan ESB, en þegar ísland, Noregur og Lichtenstein gengu inn í Evrópska efnahagssvæðið og tóku upp samþykktir þess hverja af annarri var þeim boðin þátttaka í CPME rétt fyrir aldamótin síðustu. Aðild að CPME eru bundin við landssamtök en ekki ein- staklinga og eru aðildarlöndin nú 26 alls, en Frakkland, Spánn, Italía og Portúgal sögðu sig úr samtökunum í kringum árið 2008. Katrín kveðst bjartsýn á framtíð samtakanna þrátt fyrir þá ágjöf og segist munu leggja áherslu á að reyna fjölga aðildarlöndum samtakanna, bæði til að bæta upp fyrir úrsögn þeirra fjögurra sem nefnd voru en einnig til að tryggja að samþykktir sam- takanna skili sér sem lengst og víðast um lönd Evrópu. „Það er öllum læknum til hagsbóta og tryggir öryggi sjúklinga." Mörg stór mál brenna á samtökunum Af málum sem brenna á samtökunum núna nefnir Katrín mikinn reglubálk um frjálsa för lækna á milli landa, en þar þarf að samræma ótal atriði til að tryggja öryggi sjúklinga ekki síður en starfsöryggi læknanna. Samræming á faglegum gæðum læknis- menntunar er lykilatriði í þessu. „Stefna Evrópusambandsins í flestum málum lýðheilsu og heilbrigðismála kemur inn á borð til okkar og má nefna rafræna skráningu heilbrigðisupplýsinga sem gengur undir nafninu e-health og er mjög stórt mál. Þá má nefna flóknar reglur um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja sem er eitt af þeim málum sem þarfnast stöðugrar endurskoðunar og eftirlits eftir því sem tækninni fleygir fram og ný lyf koma á markað. Síðan eru hags- munamálin mjög misjöfn eftir því hvar í álfunni er borið niður og CPME getur beitt sér fyrir hönd ákveðinna landa og svæða til ná fram úrbótum og einnig með samstarfi við Evrópusam- tök ýmissa sérgreinasamtaka lækna. Eg nefni Evrópusamtök heimilislækna sem hafa verið mjög virk í því að samræma nám í heimilislækningum og festa í sessi ákveðin viðmið. " Starf CPME er þannig skipulagt að fulltrúarnir skiptast í vinnuhópa sem taka að sér að rannsaka og undirbúa einstök mál. „Þetta getur verið mikil vinna þegar um flókin mál er að ræða en vinnuhóparnir skila skýrslu til stjórnar CPME sem sendir frá sér ályktun byggða á skýrslunni. Hóparnir eru virkir allt árið og nýta sér að sjálfsögðu nútímatölvutækni til samskipta en í gjaldkeratíð minni hefur verið lögð áhersla á að draga eftir föngum úr kostn- aði samtakanna við fundahöld og það hefur tekist. Sjálf mun ég nýta varaforseta samtakanna sem eru fjórir og skipuleggja fundi okkar og ferðalög á þann hátt að hagkvæmast sé hverju sinni. Ég býst þó við því þurfa að vera meira á ferðinni en áður, þó ég ætli ekki að flytja til Brussel," segir Katrín og vill greinilega ekki gera of mikið úr þeirri upphefð sem fylgir forsetaembætti Evrópusam- taka lækna. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilsugæslulæknir! Staða sérfræðings í heimilislækningum við heilsugæslustöðina á Selfossi er laus til umsóknar frá 1. sept. næstkomandi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags íslands og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 30. júlí nk. Á Selfossi starfar samhentur hópur sérfræðinga í heimilislækn- ingum og núna viljum við styrkja hópinn þar sem einn okkar sam- starfslækna hefur flutt sig um set. Samstarf við sérgreinalækna á svæðinu er til fyrirmyndar og starfið fer fram í nýjum húsakynnum. Starfshlutfall og vaktaábyrgð samkomulagsatriði. Við mat á umsóknum verður lagt mikið upp úr eiginleikum, sem lúta að samstarfi og sveigjanleika, skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og hæfni í samskiptum. Upplýsingar veita Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir og kennslu- stjóri heilsugæslu Selfoss, í síma 480-5100 og 858-7833 arnar@ hsu.is og Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga, í síma 480-5180 og 868-1488 oskar@hsu.is Umsóknum ásamt staðfestum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist á viðeigandi eyðublöðum (www.landlaeknir.is) sem fást á skrifstofu landlæknis til Arnars Þórs Guðmundssonar eða Óskars Reykdalssonar fyrir 30. júlí 2012. Heilbrigðisstofnun Suðurlands var stofnuð 1. sept. 2004 við sam- einingu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunar- innar á Selfossi. Þjónustusvæði stofnunarinnar nær til um 20.000 íbúa á Suðurlandsundirlendinu. Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 31 sjúkrarúm og 40 hjúkrunarrúm. Alls eru um 235 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. LÆKNAblaðið 2012/98 431

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.