Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.07.2012, Blaðsíða 13
RANNSÓKN Blóðfitur Meðalkólesteról var 5,3 mmól/L en búast mætti við 5,2 mmól/L (p=0,3355). Meðalgildi HDL var 1,23 mmól/L en búast mætti við 1,43 mmól/L (p<0,0001). Meðalgildi HDL hjá körlum var 1,16 (p<0,0001) og hjá konum 1,55 (p=0,0739). Meðalgildi þríglýseríða var 1,8 mmól/L en búast mætti við 1,06 mmól/L (p<0,0001). Þyngdarstuðull Meðalþyngdarstuðull var 29,7 kg/m2 en búast mætti við 27,6 kg/m2 (p=0,0007) miðað við aldursstaðlaðan almenning. Meðalþyngdar- stuðull karla var 29,6 kg/m2 (p=0,0075). Meðalþyngdarstuðull kvenna var 30,3 kg/m2 (p=0,0406). Alls voru 48 (45,3%) haldnir offitu (þyngdarstuðull >30 kg/m2) og eingöngu 34 (32,1%) voru í kjörþyngd (þyngdarstuðull 20-25 kg/m2). Mittismál Alls voru 87 (82,1%) yfir viðmiðunarmörkum samkvæmt skil- greiningu Bandarísku hjartasamtakanna (karlar >102 cm og konur >88 cm). Ekki eru til almennar tölur yfir íslenskt mittismál. Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar sýna svo ekki verður um villst að Iíkamlegt ástand geðklofasjúklinga á íslandi er slæmt. Eru þær í samræmi við erlendar rannsóknir.2-3 Tíðni efnaskiptavillu í þessari rannsókn (57%) var nokkru hærri en í Bandaríkjunum (41%, sjá mynd 1) og Svíþjóð (35%). Út frá þessum niðurstöðum eru geðklofasjúklingar á íslandi í mikilli áhættu fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Fylgjast þarf betur með líkamlegu ástandi og heilsufari þeirra. Fylgjast þarf reglubundið með líkamsþyngd (mittismáli, líkamsþyngdarstuðli), blóðþrýstingi, blóðsykri, blóð- fitum, almennum blóðhag, lifrarprófum og skjaldkirtilsprófum.16 Nauðsynlegt er að fræða sjúklinginn og styðja hann til lífsstíls- breytingar sem felst í heilbrigðara matarræði, meiri hreyfingu og reyk- og vímuleysi. Til þess að ofannefnt nái fram að ganga verður teymisvinna að eiga sér stað. Helst eru það hjúkrunarfræðingur og læknir sjúklings sem eru í ábyrgð fyrir því að farið sé á skipulagðan hátt í gegnum ofannefnda þætti en einnig geta þau, þar sem við á, kallað til næringarráðgjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, félagsráð- gjafa og sálfræðinga sér til stuðnings. Ef geðklofasjúklingur leitar til heilsugæslu gildir hið sama. Allir verða að reyna að leggja hönd á plóginn til að bæta líkamlega heilsu geðklofasjúklingsins. Þar að auki er ekki ólíklegt að geðheilsa geti batnað með bættri líkam- legri heilsu. Algengi efnaskiptavillu meðal bandarískra geðklofasjúklinga (CATIE), meðal bandarísks almennings (NHANES), meðal íslenskra geðklofasjúklinga (Island) og meðal íslensks almenn- ings (Hjartavernd). >o 0) E 60 50 40 30 20 10 0 Karlar Konur ■ CATIE (N=689) ■ NHANES (n=687) ■ Island (n=106) ■ Hjartavernd (n=4663) NHANES = National Health and Nutrition Examination Survey. Mynd 1. Sýnir algengi efnaskiptavillu meðal almennings og geöklofasjúklinga I Bandaríkjunum og á íslandi. Helstu annmarkar rannsóknarinnar voru að hlutfall kvenna var óæskilega lágt. Eigi að síður var um marktækan mun að ræða þegar kom að efnaskiptavillu og reykingum. Einnig er það tak- markandi að sjúklingarnir tengjast allir endurhæfingardeildum geðsviðs Landspítala að Kleppi að einhverju leyti. Þó var góð dreifing milli inniliggjandi og göngudeildarsjúklinga sem tóku þátt. Vegna þess að flestir sjúklinganna tóku margar tegundir geð- klofalyfja, í afar mismunandi skömmtum, reyndist ómögulegt að athuga tengsl einstakra lyfja/lyfjahópa við mælinganiðurstöður. Þakkir Rannsóknin var styrkt af vísindasjóði Landspítala. Höfundar þakka geðlæknum fyrir aðgang að upplýsingum um sjúklinga í rannsókninni. Höfundar þakka þeim fjölmörgu hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum legu- og göngudeilda geðsviðsins sem hjálpuðu til við rannsóknina. Þakkir fær Vilmundur Guðna- son hjá Hjartavernd fyrir aðgang að rannsóknarniðurstöðum úr afmælishandbók Hjartaverndar. Einnig þakka höfundar Sigríði Björnsdóttur innkirtlalækni og Brjáni Bjarnasyni geðlækni fyrir yfirlestur greinarinnar og gagnlegar ábendingar. LÆKNAblaðið 2012/98 401

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.