Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 3
Eitt af heilsárshúsum félagsins í landi Brekkuskógar í Biskupstungum.
Góð nýting orlofshúsanna
Orlofshús og íbúðir Læknafélags íslands eru í stöðugri notkun árið um kring og í ár bættust tvær nýjar
íbúðir við úrvalið. Ein við Skálatún á Akureyri og stórt og glæsilegt heilsárshús í Úlfsstaðaskógi við Eg-
ilsstaði. Úlfsstaðaskógur er ca 10 km frá Egilsstöðum í suðaustur, um það bil 10 mínútna akstur. Húsið
er rúmlega 100 fm á tveimur hæðum og skiptist í 3 svefnherbergi með svefnplássi fyrir 6 manns í rúmi
+ 2 dýnur. Setustofa er vel búin húsmunum með útvarpi/geislaspilara, sjónvarp er á efri hæðinni ásamt
DVDspilara. í eldhúsi eru öll helstu eldhúsáhöld og rafmagnstæki. Þvottavél er í þvottahúsi. Viðhúsið
er verönd með gasgrilli og borði ásamt sólstólum. Einnig er heitur pottur við húsið.
íbúðin við Skálatún er ekki síður góður kostur. Hún er 99 fm. 3ja herbergja á jarðhæð með heitum
potti og sólpalli við Skálatún 37 Akureyri.
Þessar lýsingar eiga reyndar í aðalatriðum við öll 14 orlofshús og íbúðir sem standa félögum í LÍ til
boða en af og til koma upp tilkynningar um forföll á bókunum og þá er um að gera að grípa tækifærið
og skella sér yfir helgi eða eina viku og njóta næðis frá erli hversdagsins í sveitakyrrðinni eða í þéttbýli
á Suður-, Norður- eða Vesturlandi. Sjá allt um orlofshús og íbúðir LÍ á orlofsvef félagsins www.lis.is
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS
Myndlistarmaðurinn Úlfur Grönvold (f. 1966) framdi nýver-
ið gjörning á barnum á Hótel Holti í tengslum við listahá-
tíðina Sequences. Gjörningurinn ber heitið Teikning nr.
5 og er ný útgáfa af verki
sem hann hefur flutt áður
við aðrar kringumstæður.
Umhverfið léði gjörningn-
um að þessu sinni spenn-
andi tengingar þar sem
hinar þekktu hausamyndir
Kjarvals sem varðveittar
eru á hótelbarnum sýna
fjölbreytt stílbrögð ein-
hversfærasta teiknara
íslenskrar listasögu. Úlfur
kom sér fyrir í einu horninu,
hengdi þar upp pappírs-
arkir, klæddi sig úr að
ofan og tók síðan til við að
binda símaskrá við fætur sér. Skránni kom hann fyrir undir
iljunum og festi síðan með því að rúlla sterku límbandi
hring eftir hring, uns hann var rígbundinn. Þá kom hann
sér fyrir í horninu með útrétta handleggi og tússpenna í
hvorri hönd. Nú hófst mikill atgangur þar sem listamað-
urinn dró linur eftir pappírnum með því að hoppa fram
og til baka bundinn við símaskrána í báða fætur og með
læsta útrétta arma. Hann byrjaði á hækjum sér og smám
saman reis hann upp.
Þessu fylgdi töluverð
áreynsla og svitinn
bogaði af honum eftir þvi
sem línurnar lásu sig upp
eftir pappírnum. Þegar
Úlfur var orðinn teinréttur
og komst ekki hærra
hætti hann að teikna og
skar símaskrána lausa.
Hann blaðaði í henni
stutta stund, merkti við
á visum stað og lagði á
gólfið hjá teikningunum.
Þá vék hann frá og leyfði
áhorfendum að skoða
afraksturinn í návigi. Hann hafði flett sjálfum sér upp í
símaskránni og merkt nafn sitt með gulum yfirstrikunar-
penna: „Úlfur Grönvold, teiknari".
Markús Þór Andrésson
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL
www. laeknabladid. is
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
564 4104-564 4106
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Anna Gunnarsdóttir
Gylfi Óskarsson
Hannes Hrafnkelsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Þórunn Jónsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Þröstur Haraldsson
Védís Skarphéðinsdóttir
(í leyfi)
vedis@lis.is
Blaðamaður og
Ijósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir
sigdis@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1700
Áskrift
12.400,- m. vsk.
Lausasala
f/////
V///
Prentun, bókband
og pökkun
Oddi,
umhverfisvottuð
prentsmiðja
Höfðabakka 3-7
110 Reykjavík
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu
formi, svo sem á netinu. Blað þetta má
eigi afrita með neinum hætti, hvorki að
hluta né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Library of Medicine),
Science Citation Index (SciSearch),
Journal Citation Reports/Science
Edition og Scopus.
The scientific contents of the lcelandic
Medical Journal are indexed and abst-
racted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
LÆKNAblaðið 2013/99 275